Rafrænt Sjónhorn kom út í dag

Vegna mikillar eftirspurnar var tekin ákvörðun um að gefa út rafrænt eintak af Sjónhorni fyrir Sjónhornþyrsta fólkið á svæðinu. Þetta blað fer því ekki inn um lúgurnar í pappírsformi - það verður einungis hægt að skoða það á netinu. Ástæðan fyrir því að ekki var hægt að gefa út prentað blað er sú að frídagar í þessari viku gerðu það að verkum að ekki var hægt að setja blaðið upp né dreifa því á tilsettum tíma.

Í blaði vikunnar má t.d. finna fullt af auglýsingum fyrir viðburði sem eru tengdir Sæluviku Skagfirðinga en hún verður haldin dagana 27. apríl til 3. maí ásamt ýmsu öðru skemmtilegu. 

Hér er linkur inn á rafræna Sjónhornið.

Munum svo að njóta en ekki þjóta:)

Gleðilegt sumar:) 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir