Fréttir

Sigríður Fjóla skaraði fram úr

Útskriftarhelgi Reiðmannsins fór fram um liðna helgi á vegum Endurmenntunar Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Á laugardag kepptu nemendur sem höfðu náð bestum árangri í sínum hópum til úrslita. Reynisbikarinn hlýtur sá er efstur stendur úr Reiðmanninum II og í ár var það Sigríður Fjóla Viktorsdóttir á Prins frá Syðra-Skörðugili, sem reyndist hlutskörpust.
Meira

Birna Ágústsdóttir sett tímabundið sem sýslumaður á Vesturlandi

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur sett Birnu Ágústsdóttur, sýslumann Norðurlands vestra, tímabundið sem sýslumann á Vesturlandi, frá 1. júní nk. til og með 31. maí 2025. Tilefni setningarinnar er beiðni Ólafs Kristófers Ólafssonar, sýslumanns, um lausn frá embætti. Birna mun gegna báðum embættunum á framangreindu tímabili.
Meira

Grunnskólinn austan Vatna komst bara víst í úrslit í Skólahreysti

Eitthvað klikkuðu reikningskúnstir Feykis í nótt þegar birtar voru niðurstöður í Skólahreysti. Þá var nánast fullyrt að Grunnskólinn austan Vatna í Skagafirði hefði naumlega orðið af sæti í úrslitum keppninnar skemmtilegu – en viti menn; í hádeginu í dag var tilkynnt á Facebook-síðu Skólahreysti að Grunnskólinn austan Vatna hefði sannarlega tryggt sér sæti í úrslitunum. Norðurland vestra er því með þrjá skóla af tólf í úrslitum Skólahreysti og ef það var snilld að eiga tvo skóla af tólf miðað við höfðatölu í nótt hversu geggjað er þá að eiga þrjá skóla í úrslitunum!?
Meira

Hermann Sæmundsson ráðuneytisstjóri fylgir Sigurði Inga sem skugginn

Fjármála- og efnahagsráðherra, innviðaráðherra og Skagfirðingurinn Hermann Sæmundsson hafa gert með sér samkomulag um flutning Hermanns í embætti ráðuneytisstjóra fjármála- og efnahagsráðuneytisins og mun hann taka við frá og með 1. maí 2024. Hemmi Sæm, sem er sonur heiðurshjónanna Sæmundar Hermannssonar frá Ysta-Mói í Fljótum og Ásu Helgadóttur, sem bæði eru látin, er alinn upp á Skagfirðingabrautinni á Króknum.
Meira

Grillaður fiskur og tiramisu

Matgæðingar vikunnar í tbl 24 í fyrra voru Ágúst Andrésson, þá forstöðumaður Kjötafurðastöðvar KS, og Guðlaug Kristín Pálsdóttir, sérfræðingur á Brunavarnasviði HMS. Ágúst og Guðlaug búa saman á Sauðárkróki og er Gústi borinn og barnfæddur í Skagafirði, nánar tiltekið á Bergstöðum, en Gulla ólst upp í Reykjavík og fluttist á Sauðárkrók í miðju Covid árið 2020. Þau erum eigendur að Norðar ehf. sem m.a. flytur inn vín frá Moldóvu og Ítalíu og hafa einnig staðið í eigin veitingarekstri og hafa mjög gaman af því að ferðast og borða góðan mat.
Meira

Litla hryllingsbúðin enn lokuð vegna veikinda!

Í gær tók Leikfélag Sauðárkróks stöðuna varðandi sýningarhald á Litlu hryllingsbúðinni en eins og áður var greint frá í Feyki varð að fresta frumsýningu sl. sunnudag vegna veikinda í leikhópnum. Því miður reyndist staðan þannig að fyrirhugðum sýningum á miðvikudag og föstudag hefur nú verið frestað um óákveðin tíma.
Meira

Úrslit í Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga

Við setningu Sæluviku Skagfirðinga þann 28. apríl sl. voru að venju birt úrslit í vísnasamkeppninni, okkar árlega viðburði, vonandi verður keppnin haldin um ókomin ár. Markmiðið er að fá fólk til að botna fyrirfram gefna fyrriparta og einnig að yrkja vísu eða vísur um líflegt og litríkt forsetaframboð, hafa aldrei fyrr verið jafn margir til kallaðir á þeim vettvangi mun það verðugt rannsóknarefni. Þátttaka í keppninni var nokkuð góð, alls bárust okkur svör frá tíu hagyrðingum.
Meira

Sterk hreyfing – sterkt samfélag

Verkalýðsdagurinn verður haldinn hátíðlegur í Húnabyggð 1. maí undir yfirskriftinni Sterk hreyfing – sterkt samfélag. Kaffiveitingar verða að venju í Félagsheimilinu á Blönduósi og hefst dagskráin klukkan 15. Ræðumaður dagsins er Sigurey A. Ólafsdóttir, formaður Stéttarfélagsins Samstöðu.
Meira

Varmahlíðarskóli tryggði sér sæti í úrslitum Skólahreysti

Fjórir skólar af Norðurlandi vestra tóku í gær þátt í sjöunda riðli Skólahreysti en keppnin fór fram í Höllinni á Akureyri. Það var lið Varmahlíðarskóla sem sigraði og tryggði sér þannig sæti í úrslitunum sem fram fara í Laugardalshöll síðar í maí. Þá varð Grunnskólinn austan Vatna í öðru sæti riðilsins. Áður hafði Grunnskóli Húnaþings vestra tryggt sig inn í úrslitin og það verða því tveir skólar af Norðurlandi vestra á meðal þeirra tólf skóla sem keppa til úrslita.
Meira

Hlaupið fyrir Einstök börn á morgun

Hlaupahópurinn 550 Rammvilltar blæs á ný til styrktarhlaups fyrir félagið Einstök börn þann 1. maí á Sauðárkróki en hlaupið hefst kl. 14:00. Veðurstofan spáir björtu veðri með dassi af norðanátt en er frekar sparsöm á hitastigin. Það stefnir því allt í upplagt hlaupaveður og engin afsökun að hanga heima.
Meira