30 milljónir settar í undirbúning fyrir Fljótagöng

Vegurinn að Strákagöngum úr vestri. MYND: HALLDÓR GUNNAR
Vegurinn að Strákagöngum úr vestri. MYND: HALLDÓR GUNNAR

Stjórnvöld hafa ákveðið að flýta rannsóknum fyrir jarðgöng úr Fljótum og til Siglufjarðar og er nú stefnt að því að borun fyrir jarðgöng geti hafist árið 2026. Þrjátíu milljónum verður varið í að undirbúa gerð jarðganga úr Skagafirði í Fjallabyggð sem myndi leysa af hólmi veg um Almenninga en hann hefur farið illa í veðrum og jarðhreyfingum undanfarin ár og er talinn hættulegur vegfarendum.

Í frétt á Rúv.is segir að Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra hafi úthlutað 30 milljónum til verksins sem sveitarstjórnarfólk á svæðinu taki fagnandi. Haft er eftir henni að fjárveitingin sé ætluð til þess að fara af stað með alvöru rannsóknir og undirbúning fyrir jarðgangnagerð og að Fljótagöngu séu náttúrulega eina varanlega lausnin. “

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir