„Að skrifa ljóð, texta og rapp er eins og sálfræðimeðferð fyrir sjálfan mig“ / INGI SIGÞÓR
feykir.is
Skagafjörður, Tón-Lystin
07.09.2024
kl. 11.31
Þá er það Ingi Sigþór Gunnarsson sem teikar Tón-lystar-vagninn að þessu sinni. Það er reyndar bannað að teika og því ekki til eftirbreytni. Ingi Sigþór býr í Fellstúninu á Króknum, er árgangur 2000 sem er auðvitað mjög þægilegt ef menn þurfa að gefa upp aldur – svo lengi sem menn vita hvað ár er. „Ég er alfarið alinn upp á Króknum og er sonur Elvu Bjarkar Guðmundsdóttur og Gunnars Braga Sveinssonar,“ segir Ingi. „Ég kann eitthvað smá á gítar en annars treysti ég mest á röddina sem og kunn-áttu mína á hljóðvinnsluforrit.“
Meira