Fréttir

Kosið um sameiningu Húna- og Skagabyggðar í júní

„Við erum bjartsýn en nú er þetta í höndum íbúa,“ er haft eftir oddvitum Húnabyggðar og Skagabyggðar á Facebook-síðu Húnabyggðar í kvöld en sveitarfélögin hafa samþykkt samhljóða að setja sameiningu sveitarfélaganna í íbúakosningu í júní.
Meira

Að pissa eða ekki pissa | Leiðari 16. tölublaðs Feykis

...Í bíó á þessum tímum voru mögulega myndir á borð við Cannonball Run, Grease og Superman. Ekki var óvanalegt að Mundi hitaði upp með einum RoadRunner áður en stjörnunar birtust á tjaldinu. Klassískar Sæluvikumyndir voru Áfram-myndirnar (Carry On) og Trinity-myndirnar með hinum óborganlegu Terence Hill og Bud Spencer. Risinn Bud rotaði menn miskunnarlaust með einu góðu höggi ofan á höfuðið – brosti aldrei og var frekar þreyttur á þessum aumingjum sem voru með vesen. Þessar myndir hafa pottþétt ekki elst eins vel og Chaplin myndirnar sem Mundi sýndi í Sæluviku – enda kvikmyndaklassík einstaks listamanns...
Meira

Styttist vonandi í frumsýningu

Það hefur sennilega ekki farið framhjá mörgum að Leikfélag Sauðárkróks þurfti að fresta frumsýningu vegna veikina í leikhópnum. Fjölmargir voru þegar búnir að kaupa sér miða á sýninguna og ljóst að Litla hryllingsbúðin verður sýnd það er bara ekki alveg komið á hreint hvenær.
Meira

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna forsetakjörs 1. júní 2024

Í tilkynningu frá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra eru hér upplýsingar um utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakjörs þann 1. júní 2024 er hafin.
Meira

F. Jónsson stækka trésmíðaverkstæði sitt um ríflega helming

Talsvert hefur verið byggt af iðnaðarhúsnæði á Sauðárkróki nú í vetur og þar á meðal má nefna að F. Jónsson byggingaverktakar hafa verið að stækka við sig. Friðrik Þór Ólafsson, starfsmaður F. Jónsson, segir að með byggingunni sé verið að rúmlega tvöfalda stærð aðstöðu þeirra en við eldra húsnæðið bætast nú 800 m2. „Innan þessarar nýbyggingar eru aðallega geymslur fyrir ýmisleg tengt okkar stafsemi en þar að auki er gert ráð fyrir vélskemmu og nýrri skrifstofu og aðstöðu starfmanna,“ segir Friðrik.
Meira

Tvöfaldur skammtur af Stólastúlkum í kvöld

Stuðningsfólk Tindastóls gæti lent í smá veseni í kvöld þegar ákveða þarf hvar skal koma sínum Stólarassi fyrir á höfuðborgarsvæðinu. Ástæðan er sú að Stólastúlkur verða bæði í eldlínunni í Bestu deild kvenna í knattspyrnu á Samsung-vellinum í Garðabæ en í Austurbergi í Breiðholti Reykjavíkur spila körfuboltastelpurnar þriðja leikinn í einvígi sínu við lið Aþenu um sæti í Subway-deildinni.
Meira

Tólf í framboði til embættis forseta Íslands

Tólf verða í framboði til forseta Íslands í kosningunum 1. júní næstkomandi en þá ræðst hver verður sjöundi forseti lýðveldisins. Landskjörstjórn fór yfir öll framboð sem bárust og úrskurðað um gildi þeirra. Tvö framboð voru úrskurðuð ógild en Viktor Traustason kærði úrskurðinn og fékk tækifæri til að lagfæra undirskriftalistann sinn sem hann og gerði. Fyrsti sjónvarpsfundur frambjóðanda í Sjónvarpi allra landsmanna verður í kvöld og hefst kl. 19:40.
Meira

Stórskemmtilegir tónleikar „Heima í stofu“

Heima í stofu - tilraunaverkefnið hans Áskels Heiðars var haldið 30.apríl síðastliðinn og er ekki annað að sjá en að gestir og tónlistarfólk hafi verið í skýjunum með þetta glænýja tónleika fyrirkomulag sem vonandi er þetta komið til að vera. 
Meira

Kosning biskups Íslands, síðari umferð 2024

Nú á hádegi 2. maí hófst kosning biskups Íslands og stendur hún til kl. 12.00 á hádegi 7. maí 2024.
Meira

Rúmlega 200 manns hlupu fyrir Einstök börn á Sauðárkróki

Rúmlega 200 manns mættu í blíðskapar veðri í styrktarhlaup fyrir Einstök börn-Stuðningfélag barna með sjaldgæfa sjúkdóma eða heilkenni. Það var hlaupahópurinn 550 Rammvilltar sem hélt hlaupið í annað sinn á Sauðárkróki þann 1. maí síðastliðinn.
Meira