Fréttir

Atli Þór fullkomnar hóp Kormáks/Hvatar

Síðasti dagur félagaskipta í efri deildum Íslandsmótanna í knattspyrnu var nú á miðvikudaginn. Þá bætti lið Kormáks/Hvatar við sig einum leikmanni því Atli Þór Sindrason var síðasta liðsstyrking hópsins fyrir mót.
Meira

Sæluvikan að bresta á

„Skipulagning Sæluviku gengur vel og viðburðir eru enn að bætast við,“ segir Heba Guðmundsdóttir sem hefur veg og vanda af skipulagningu Sæluvikunnar líkt og undanfarin ár og má því mögulega kalla verkefnastjóra Sæluvikunnar. „Það verða flestir fastir liðir á sínum stað á Sæluviku og mér finnst alltaf vera metnaður og spenna fyrir því að vera með hjá þeim sem skapað hafa þá hefð að standa fyrir viðburði á Sæluviku.“
Meira

Vinnustofa um gerð loftlagsstefnu sveitarfélaga

SSNV stóð fyrir vinnustofu í félagsheimilinu á Hvammstanga nú í vikunni um gerð loftlagsstefnu sveitarfélaga í samtarfi við KPMG. Vinnustofan var sérstaklega fyrir Húnavatnssýslur. Góð þátttaka var á vinnustofunni og áhugaverðar umræður sköpuðust.
Meira

Áfram Hvöt er nýtt stuðningsmannalag þeirra hvítu og rauðu

„Ungmennafélaginu Hvöt hefur lengi vantað gott stuðningsmannalag en þónokkur ár eru síðan Ekki vera löt, allir í Hvöt kom út. Þegar ég hafði samband við Einar Örn og Baldur síðsumars 2023 stóð ekki á svörum. Úr varð þessi frábæri hittari sem mun án efa fá góðar viðtökur hjá félagsmönnum Hvatar, íbúum Húnabyggðar og bara öllum öðrum. Áfram Hvöt!” segir Grímur Rúnar Lárusson, formaður Ungmennafélagsins Hvatar, í færslu á Facebook-síðu Umf. Hvatar þar sem nýtt stuðningsmannalag, Áfram Hvöt, er kynnt til sögunnar.
Meira

Skagamenn höfðu betur gegn Stólum í bikarnum

Lið Tindastóls fór á Skagann í dag og lék gegn heimamönnum í ÍA í 32 liða úrsltum Mjólkurbikarsins. Leikið var í Akraneshöllinni og fóru leikar þannig að Skagamenn, sem eru með lið í Bestu deild karla, höfðu betur og enduðu þar með bikarævintýri Stólanna. Lokatölur þó aðeins 3-0.
Meira

Erum allar ready í alvöru seríu - segir Brynja Líf

Það hefur verið gaman að fylgjast með liði Stólastúlkna í körfunni í vetur og nú spilar liðið til úrslita um sæti í Subway-deildinni að ári. Það er mikil breyting á liðinu frá því árið áður, mörg púsl bættust í hópinn síðasta haust sem Helgi þjálfari hefur náð að sameina í heilsteypta mynd. Eitt lykilpúslið er Brynja Líf Júlíusdóttir, 16 ára stúlka frá Egilsstöðum, sem kom á Krókinn til að spila með liði Tindastóls og stunda nám á náttúruvísindabraut og í körfuboltaakademíu FNV. Hún er ein efnilegasta körfuboltastúlka landsins í sínum árgangi og í síðasta leiknum gegn Snæfelli á dögunum þá gerði hún átta af tíu stigum Tindastóls í framlengingu.
Meira

Kvenfélag Svínavatnshrepps hélt upp á 150 ára afmælið með kökuveislu af gamla skólanum

Kvenfélag Svínavatnshrepps hélt upp á 150 ára afmæli sitt 20. apríl sl. Var öllum kvenfélagskonum í Austur-Húnavatnssýslu boðið í kaffi í Dalsmynni. Þar var mikil kökuveisla sem einkenndist af því að hafa kaffibrauð sem hugsanlega hefði getað verið á borðum er kvenfélagið var stofnað.
Meira

Gleðilegt sumar

„Það er komið sumar...“ sungu Mannakorn um árið og það á við í dag. Í það minnsta er sumardagurinn fyrsti í dag og þó það sé kannski ekki sami stemmari fyrir þessum degi á þessari öld og var á þeirri síðustu þá fylgir deginum oftar en ekki bjartsýni og ylur í hjarta – já, eiginlega sama hvernig viðrar.
Meira

Giggó-appið snýst um að bjarga sér | Spjallað við Kjartan Hall

Í janúar rak blaðamaður augun í nýtt app sem kallast Giggó sem er sett fram af Alfreð. Þar sem það var gamalkunnur Skagfirðingur út að austan, lista- og íslenskumaðurinn Kjartan Hallur frá Melstað í Óslandshlíðinni, sem kynnti þetta á Facebook, var að sjálfsögðu tilvalið að senda á hann nokkrar spurningar. Kjartan Hallur er í Alfreðs teyminu og segir starf sitt hjá Alfreð fyrst og fremst vera að ritstýra, semja texta og samræma skilaboð fyrir appið, heimasíðu og þjónustuvefi Alfreðs. „Og núna hefur Giggó-appið bæst við á verkefnalistann. Þar undir er heimasíða, bloggskrif og vinna í markaðssetningu á þessu nýja verkfæri fyrir íslenska gigg-hagkerfið,“ segir hann.
Meira

Rabb-a-babb 224: Atli Freyr

Atli Freyr Rafnsson frá Króknum fékk það verðuga verkefni að svara Rabb-a-babbi í Feyki og var það frekar strembin fæðing en útkoman svona ljómandi góð. Atli Freyr er fæddur árið 1997 eða um það leyti sem Tiger Woods vann sitt fyrsta Master mót og fyrsti þáttur af South Park fór í loftið.
Meira