Fréttir

Hryllingsbúðin fer alveg að opna

Nú er útlit fyrir að að Litla hryllingsbúðin fari að opna. Stefnt er að frumsýningu föstudaginn 10. maí. Sýningin sem átti að fara fram miðvikudaginn 8. maí fellur hinsvegar niður. 
Meira

Hópslysaæfing við Blönduós á laugardaginn

Nú laugardaginn 11. maí verður haldin stór hópslysaæfing í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi vestra. Fram kemur í tilkynningu á FB-síðu LNV að vettvangur æfingarinnar/slyssins verður ofan Blönduóss eða á gatnamótum Ennisbrautar og Neðribyggðarvegar. Af þeim sökum verður Ennisbraut lokuð við Mýrarbraut og Þverárfjallsveg frá kl.11:00 og fram eftir degi.
Meira

Króksbrautin lokuð við Áshildarholt 8. maí

Vegagerðin biðlar til vegfarenda sem eiga leið eftir þjóðvegi 75, Sauðárkróksbraut, að athuga að vegurinn verður lokaður við bæinn Áshildarholt á morgun, miðvikudaginn 8. maí, frá kl. 9:00 og fram eftir degi. 
Meira

Allir í Síkið – styðjum Stólastúlkur alla leið!

Síðasti meistaraflokks-heimaleikur tímabilsins í körfunni verður í kvöld þegar lið Tindastóls og Aþenu mætast í fjórða skipti í einvígi liðanna um sæti í Subway-deild kvenna í haust. Stólastúlkur verða að krækja í sigur í kvöld til að tryggja sér oddaleik í Breiðholtinu nk. laugardag en Aþena leiðir einvígið 2-1. Það er því um að gera fyrir alla stuðningsmenn Tindastóls að fjölmenna í Síkið, búa til geggjaða stemningu og bæta þannig nokkrum hestöflum við þennan kagga sem liðið okkar er.
Meira

Nýr einstaklingsbúningsklefi í íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga

Tekinn hefur verið í notkun einstaklingsbúningsklefi í íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga og er klefinn staðsettur við hlið gufuklefans. „Aðstaðan hentar þeim fjölbreytta hópi sem vill og þarf að hafa fataskipti í einrúmi,“ segir í tilkynningu á vef Húnaþings vestra.
Meira

Hugvekja í Sauðárkrókskirkju 29. apríl 2024 | Óli Björn Kárason skrifar

Kirkjukvöld Kirkjukórs Sauðárkróks er fastur liður í Sæluviku. Þar er eðlilega mikið sungið og vel vandað til. Þá er jafnan fenginn ræðumaður til að brjóta upp söngskemmtunina og oftar en ekki eru sóttir til verksins brottfluttir Skagfirðingar. Og þá er ekki ólíklegt að rifjaðir séu upp sögur frá eldri tímum. Að þessu sinni var það Óli Björn Kárason, þingmaður og blaðamaður, sem kveikt upp minningabál meðal kirkjugesta.
Meira

Hjólað í vinnuna

Hjólað í vinnuna 2024 fer fram 8. - 28. maí. Skráning er nú þegar hafin og hægt er að skrá sig á hjoladivinnuna.is
Meira

Framkvæmdir hafnar við Flúðabakka á Blönduósi

Framkvæmdir eru hafnar við byggingu sex íbúða raðhúss við Flúðabakka á Blönduósi. Samkvæmt frétt Húnahornsins er stefnt að því að íbúðirnar verði tilbúnar í haust en þær munu hugsaðar fyrir fólk eldra en 60 ára .
Meira

Mette Mannseth var sigurvegari Meistaradeildar KS 2024

Skemmtilegu tímabili Meistaradeildar KS 2024 er nú lokið en síðasta mót tímabilsins fór fram sl. föstudagskvöld þegar keppt var í tölti og flugskeiði. Í einstaklingskeppni Meistaradeildar KS var það Mette Mannseth sem fór með sigur af hólmi en hún hélt forystu allt tímabilið og endaði með 172 stig. Þá var það lið Hrímnis - Hestkletts sem sigraði í liðakeppni Meistaradeildar KS 2024 með 443.5 stig.
Meira

Neytendasamtökin efna til samtals á Kaffi Krók í hádeginu

Neytendasamtökin efna til samtals um neytendamál við neytendur og sveitarstjórnir vítt og breitt um landið. Samtökin kynna sér helstu mál sem brenna á fólki á landsbyggðinni og segja frá baráttumálum sínum og þann ávinning sem sterkur hagur neytenda færir fólki, fyrirtækjum og samfélaginu öllu. Í hádeginu í dag heimsækja samtökin Sauðárkrók en fundað verður á Kaffi Krók og hefst fundurinn kl. 12.
Meira