Sjö verðlaun í fimm flokkum

Frá vinstri- Jóhanna og Rúnar Lambeyri, Kristrún og Sigurbjörn Gilstúni, Arnfíður og Guðmundur Lækjarholti, Rafn Ingi Steinull, Ragnhildur Stóru Ökrum, Kristján og Sigíður Laugatúni og Magnea og Björn Varmalæk.
Frá vinstri- Jóhanna og Rúnar Lambeyri, Kristrún og Sigurbjörn Gilstúni, Arnfíður og Guðmundur Lækjarholti, Rafn Ingi Steinull, Ragnhildur Stóru Ökrum, Kristján og Sigíður Laugatúni og Magnea og Björn Varmalæk.

Umhverfisviðurkenningar sveitarfélagsins Skagafjarðar árið 2024 voru afhentar sl. fimmtudag, 5. september, í Húsi Frítímans. Það er að vanda Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar sem hefur umsjón með útnefningu viðurkenninganna fyrir Skagafjörð. Var þetta 20. árið sem klúbburinn hefur umsjón með verkefninu og voru að þessu sinni veitt sjö verðlaun í fimm flokkum.

Að þessu sinni ávarpaði Erna Baldursdóttir formaður Soroptimistaklúbbs Skagafjarðar sam-komuna og sagði frá verkefninu en klúbbsystur skipta sér í hópa og fara um allan Skagafjörð frá Fljótum, fram að Hofsvöllum og út að Hrauni á Skaga og þar að auki eru þéttbýlisstaðir einnig skoðaðir garð fyrir garð. Þegar yfirferð um Skagafjörð er lokið um sumarið skila hóparnir inn tillögum um þá staði sem valið stendur um það árið. Sem dæmi má nefna er horft til frágangs bygginga, geymslu tækja og áhalda, viðhalds girðinga, almenna umgengni og heildarmynd húsa, lóða og sveitabýla. Þær klúbbsystur eru að verða ansi kunnugar staðháttum í Skagafirði og ánægjulegt að sjá breytingar til batnaðar milli ára.

Einar E. Einarsson ávarpaði því næst samkomuna og þakkaði Soroptimistaklúbb Skagafjarðar fyrir samstarf síðustu tuttugu ára og sagði það meðal annars ekki vafa að svona verkefni hefðu jákvæð og hvetjandi áhrif fyrir einstaklinga og fyrirtæki að fegra umhverfi sitt og hann hlakkaði til áframhaldandi samstafs við þær systur.

Verlaunin að þessu sinni voru veitt eftirfarandi:

Stóru–Akrar 2 fékk verðlaun í flokknum myndarlegasta býlið með hefðbundinn búskap. Þar er rekið kúabú, stunduð hestamennska og ræktun á sauðfé. Á jörðinni eru tvö íbúðarhús, fjós og útihús. Akrar er bæjarþyrping í Blönduhíð fyrir neðan Akrafjall. Þar standa fjórir bæir þétt í nágrenni við hvor annan og kallast Akratorfan. Eigendur eru þau Ragnhildur Jónsdóttir og Agnar Gíslason. Í umsögn segir meðal annars, Stóru – Akrar 2 er við þjóðveg eitt og fagurt er heim að líta þegar ekið er um sveitina, fjós, útihús og íbúðar- hús vel og fallega römmuð inn með trjám og lággróðri og fallegt samræmi er með litaval húsa. Einstök snyrtimennska og fegrun umhverfis höfð að leiðarljósi hvert sem litið er. Býlið allt og umhverfi þess allt hið glæsilegasta.

Varmilækur 2 hlaut viðurkenningu í flokknum býli án hefðbundins búskapar en þar búa hjónin Björn Sveinsson og Magnea Guðmundsdóttir. Heildar yfirbragð býlisins er mjög gott og einkennist það af snyrtimennsku og smekkvísi. Eigninni er vel viðhaldð og garðurinn vel hirtur. Björn byrjaði að planta trjám í garðinum árið 1982 og nú er garðurinn sameiginlegt verkefni og áhugmál þeirra hjóna sem að þeirra eigin sögn veitir þeim gleði og vellíðan. Í umsögn segir meðal annars að þau hafa jafnframt lagt sig fram við að endurnýta efni, timbur og fleira sem þau nota til að gera garðinn huggulegan. Einstaklega fallegt skeifulaga steinabeð er fyrir framan býlið með fallegum sumarblómum og skilti með heiti býlisins.

Lækjarholt hlaut einnig viðurkenningu í flokknum býli án hefðbundins búskapar, þar búa hjónin Arnfríður Arnardóttir og Guðmundur Stefánsson.

Það er sannarlega fallegt um að litast uppi á hæðinni fyrir ofan Messuholt, þó ekki sjáist mikið frá veginum. Þau hjónin Arnfríður og Guðmundur hafa komið sér vel fyrir rétt innan við Sauðárkrók. Í umsögn segir að það hafi verið gamall draumur hjá húsbóndanum og náttúrubarninu um hús í skógi með útsýni til fjalla og fjarðar. Byrjað var að planta trjám áður en farið var að teikna hús. Bæjarlækurinn er virkjaður og lítil stífla er um 100 metra ofan við Lækjarholt og er vatni veitt frá henni í litla andatjörn milli Kvistholts og Messuholts. Þeirra yndi og ástríða er nýting á afurðum náttúrunnar, fiskur er sóttur í vatnið og gengið er að heiman til berja og rjúpna og skriðið í skurðum í von um gæsasteik. Endurnýting er hluti af þeirra hugsun og því er hjónarúmið, sem var búið með sitt hlutverk inni, notað til að skýla kartöfluræktun. Trjáræktin á lóðinni er síðan að mestu húsbóndans hugaryndi og angur í senn. Framkvæmdir á lóðinni hafa að mestu verið gerðar með handaflinu, haka og skóflu enda er hreyfing úti við besta líkamsræktin segja þau.

Tvær lóðir í þéttbýlinu fengu að þessu sinni verðlaunin og voru þær báðar í Túnahverfinu á Sauðárkróki.

Gilstún 28 – þar búa hjónin S. Kristrún Snjólfsdóttir og Sigurbjörn Bogason. Þau byggðu þetta fallega hús árið 2005 og fluttu inn árið 2007.Lóðina hafa þau hannað og unnið af mikilli natni. Allt umhverfis húsið eru hellulagðar stéttar og stórt hellulagt bílaplan. Lóðin er afmörkuð með hleðslusteini og skjólbeltum og alls staðar er frágangur lóðarinnar til fyrirmyndar hvar sem á hana er litið. Hvergi er illgresi að sjá og allar grasflatir eru mjög vel snyrtar og kantskornar segir m.a í umsögn.

Laugatún 2 – þar búa hjónin Sigríður Snorradóttir og Kristján Valgarðsson.

Lóðin er innrömmuð af falleg- um og vel hirtum runnum, hún er eins og þríhyrningur í laginu, hornlóð sem stendur í halla. Talsvert strembin í hönnun og umhyrðu gæti maður ímyndað sér, en um leið með fjölbreytta mögu- leika. Þau leggja mikið upp úr því að hafa garðinn fallegan og snyrtilegan á öllum árstímum og velja plöntur sem eru líka áhugaverðar á veturna, sígrænar plöntur, ólíka liti á berki og mikið er um berjarunna. Talsverð garðlýsing er á veturna sem lýsir upp þessa margvíslegu flóru. Garðurinn er blanda af skraut/ skrúð/ og nytjagarði. Margar tegundir eru af ávaxta- og berja- plöntum og fjölbreytt úrval af salati og káli. Áhugi þeirra er brennandi og natni mikil sem augljóst er hvert sem augað lítur segir m.a í umsögn.

Í flokknum Lóð við fyrirtæki hlaut ferðaþjónustufyrirtækið Lambeyri tjaldsvæði verðlaun. Friðrik Rúnar Friðriksson er eigandi og hefur fyrirtækið verið í rekstri síðan 2013. Heildaryfirbragð svæðisins er mjög gott og snyrtimennska ríkjandi. Þrjú aðstöðuhús eru á svæðinu, ásamt litlu sumarhúsi, sundlaug og búningsklefum. Húsunum er öllum vel við haldið. Aspir og birki eru í kringum tjaldsvæðið til að mynda skjól. Tjaldsvæðið er eitt af fáum tjaldsvæð- um landsins sem starfrækt er allt árið um kring og hefur aðsókn verið ljómandi góð að sögn Rúnars. Það sem af er ári hafa um 5.500 gestir dvalið á Lambeyri og er það aukning frá því í fyrra. Rúnar sér einn um alla starfsemina og umhirðu svæðisins og er hún öll til fyrirmyndar.

Að lokum er það viðurkenning fyrir einstakt framtak og er það Steinullarmoltan. Starfsleyfið frá 2008 segir að trefjaúrgangur sem inniheldur óhert bindiefni skuli endurvinnast, t.d. með jarðgerð. Tímabundin urðun er heimil meðan þróun jarðgerðar í jarðgerðarstöð stendur yfir. Þegar þetta var skrifað 2008 var gengið út frá því að jarðgerð- arstöð á Nöfunum yrði framtíðarlausn. Reyndin varð önnur. Byrjað var að þróa moltugerð á lóð fyrirtækisins upp úr 2009 að finnskri fyrirmynd. Notast var við hrossaskít og trjákurl og fóru nokkur ár í að safna reynslu. Misvel gekk að ná upp hita í efnið. Aðal vandamálið var að trjákurlið var mismunandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir