Oddviti Húnabyggðar ekki sáttur

Loftmynd af Google Earth.
Loftmynd af Google Earth.

„Ég ætla bara að ítreka það að við erum búin að standa við okkar. Við erum búin að sameina og mér finnst það asskoti hart að fá svona í bakið fyrir mitt samfélag. Við erum að reyna að sameina samfélög, við gerum það ekki með því að búa til óeiningu milli hverfa í okkar samfélagi,“ sagði Guðmundur Haukur Jakobsson, oddviti Húnabyggðar, í samtali við RÚV í gær.

Málið snýst um það að þegar Skagabyggð sameinaðist Húnabyggð fyrr á árinu var vegabótum á sjó kílómetra kafla á Skaga lofað. „Og það var ítrekað að það yrði ekki á kostnað annarra framkvæmda í sveitarfélaginu, sem er vegur í Vatnsdal sem og Svínvetningabraut. Og því var okkur lofað að þetta myndi ekki hafa áhrif á aðrar framkvæmdir og við fengjum þessar samgöngubætur út á Skaga,“ hefur RÚV eftir Guðmundi.

Hann segist síðan hafa komist að því á fundi með Vegagerðinni í ágúst að búið væri að taka út endurbyggingu á hluta Svínvetningabrautar og fjármunir sem ætlaðir voru í þá framkvæmd færðir í Skagaveginn. „Að taka úr einum vasanum til þess að fá hinn til þess að brosa, það eru bara óboðleg vinnubrögð,“ sagði ósáttur Guðmundur Haukur.

Heimild: RÚV.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir