Fréttir

Lokamót í Skagfirsku mótaröðinni

Á heimasíðu Hestamannafélagsins Skagfirðings segir að lokamótið í Skagfirsku mótaröðinni hafi verið  haldið á dögunum þar sem keppt var í gæðingakeppni, tölti og skeiði en hér að neðan eru úrslitin: 
Meira

Kirkjukvöld Kirkjukórs Sauðárkrókskirkju í kvöld

Kirkjukvöld Kirkjukórs Sauðárkróks er að venju haldið mánudag í Sæluviku nánar tiltekið í kvöld 29. apríl kl. 20:00.
Meira

Halla Hrund á Norðurlandi vestra í dag

Forsetaframbjóðandinn Halla Hrund Logadóttir verður á ferð og flugi um Norðurland í vikunni og býður heimamönnum til opinna funda og samtals um embætti forseta Íslands. Tveir fundir verða í Húnavatnssýslum, í Víðigerði og á Blönduósi í dag og þá verður hún á Sauðárkróki í kvöld.
Meira

Sýning á ljósmyndum Stebba Ped á Sæluviku

Við setningu Sæluviku í gær var opnuð sýning á myndum Stefáns B. Pedersen í Safnahúsi Skagfirðinga og verður hún opin á meðan á Sæluviku stendur. Í tilkynningu á vef Héraðsskjalasafns Skagfirðinga segir. „Árið 2018 afhenti Stebbi Ped, eins og hann var ávallt kallaður, ljósmyndasafn sitt til Héraðsskjalasafns Skagfirðinga. Hér er um stórt safn að ræða enda afrakstur ævistarfs Stebba sem stofnaði ljósmyndastofu á Sauðárkróki árið 1958.“
Meira

Sæluvikan var sett í dag

Sæluvikan var sett í dag við athöfn í Safnahúsi Skagfirðinga við Faxatorgið á Króknum, Það var fullur salur og góð stemning. Á samkomunni var tilkynnt um hverjir hlutu Samfélagsverðlaun Skagafjarðar 2024 og úrslit í Vísnakeppni Safnahússins. Nemendur í Tónlistarskóla Skagafjarðar léku við hvurn sinn fingur og opnuð var ljósmyndasýning með myndum Stefáns heitins Pedersen.
Meira

„Þau eru ein af ástæðum þess að það er gott að búa í Skagafirði“

Við setningu Sæluvikunnar í dag voru afhent Samfélagsverðlaun Skagafjarðar 2024 en verðlaunin eru þakklætisvottur samfélagsins til einstaklinga, fyrirtækja stofnana eða félagasamtaka sem þykja hafa staðið sig vel í eða efla skagfirskt samfélag. Að þessu sinni voru það hjónin Ragnheiður Ásta Jóhannsdóttir og Árni Björn Björnsson, oft kenndur við Hard Wok Café, sem hlutu viðurkenninguna.
Meira

Frumsýningu á Litlu hryllingsbúðinni frestað

Það var mikil eftirvænting eftir frumsýningu Leikfélags Sauðárkróks á Litlu hryllingsbúðinni í leikstjórn Valgeirs Skagfjörð. Frumsýna átti að hefjast kl. 20 í kvöld en eins og alltaf getur gerst þá komu upp veikindi í leikarahópnum og því hefur þurft að fresta sýningu. Samkvæmt upplýsingum Feykis verður staðan tekin að nýju á þriðjudag og þá kemur í ljós hvort hægt verið að frumsýna á miðvikudag.
Meira

Dreymdi um að vera Tico Torres / VALUR FREYR

Það er bara þannig að nýi slökkviliðsstjórinn á Hvammstanga er Hvanndalsbróðir. Við erum sem sagt að tala um Val Frey Halldórsson (árgangur 1974) trommara og söngvara. Hann gengst við því að vera hreinræktaður Akureyringur. „Alinn upp á Brekkunni og síðar Þorpari, stundum KA maður en lang oftast Þórsari. Heimasætan í Lækjarhvammi dró mig á hvítum skóm í sveitina – er enn í hvítum skóm.“ Nú býr Valur á Hvammstanga.
Meira

Ostapasta og hvítlauksbrauð

Matgæðingar vikunnar í tbl 23, 2023, voru þau Saga Sjöfn Ragnarsdóttir og Sigurður Birkir Gunnarsson. Þau eru bæði fædd á Sauðárkróki og búa þar með dætrum sínum, Bríeti Sunnu (4 ára) og Heklu Björt (1 ½ árs) ásamt kettinum T-800. Saga flutti með mömmu sinni, Evu Árna, til Vestmannaeyja árið 2000 en kom aftur á Krókinn 2007 og hefur sama og ekkert yfirgefið bæinn síðan. Siggi, sem hefur alltaf búið á Króknum að frátöldum tveim vetrum í háskólanum fyrir sunnan, bauð skvís í partý og hafa þau eytt flestum sínum dögum saman síðan 2013.
Meira

Níu stigu á svið á Open Mic kvöldi Leikfélags Blönduóss

Að kvöldi sumardagsins fyrsta stóð Leikfélag Blönduóss fyrir viðburði í fallega leikhúsinu sínu í Félagsheimilinu á Blönduósi. Þar var um að ræða svokallað Open Mic og var öllum velkomið að taka þátt; flytja ljóð, segja skemmtilega sögu, syngja lag, fara með einræðu eða upplestur fyrir framan áhorfendur. Feykir spurði Eva Guðbjartsdóttur, forynju LB, aðeins út í viðburðinn.
Meira