Fréttir

Ágæt frammistaða en engin stig til Stólastúlkna

Breiðablik og Tindastóll mættust í dag á Kópavogsvelli í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Blikar unnu góðan sigur í fyrstu umferð á meðan Stólastúlkur máttu sætta sig við svekkjandi tap fyrir FH í leik þar sem þær áttu meira skilið. Eins og reikna mátti með í dag voru heimastúlkur talsvert sterkari í leiknum, fengu mörg færi til að skora en lið Tindastóls fékk sömuleiðis góð færi en fór illa að ráði sínu. Lokatölur urðu 3-0 fyrir Breiðablik og lið Tindastóls því án stiga og marka að loknum tveimur leikjum.
Meira

Lið Aþenu gerði Stólastúlkum grikk

Einvígi Aþenu og Tindastóls um sæti í Subway-deild kvenna næsta haust hófst í Austurbergi í Breiðholti í gærkvöldi. Lið Tindastóls hafði lagt Subway-deildar lið Snæfells að velli og Aþenu-stúlkur lið KR í undanúrslitum og því búist við spennandi einvígi. Niðurstaðan varð hinsvegar leiðinlega stór sigur Aþenu því eftir ágæta byrjun gestanna tók Breiðholtsliðið öll völd, var 15 stigum yfir í hálfleik og svo versnaði bara vont. Lokatölur 80-45 og ljóst að Stólastúlkur þurfa að sýna annað andlit í Síkinu á mánudaginn.
Meira

Sæluvikan sett á sunnudag í Safnahúsi Skagfirðinga

Sæluvika Skagfirðinga hefst formlega í Safnahúsinu á Sauðárkróki sunnudaginn 28. apríl kl. 13:00. Á heimasíðu Sæluvikunnar segir að kaffi og terta verði í boði fyrir gesti og því ekki vit í öðru en að skella sér í skárri fötin og mæta í hátíðarskapi í Safnahúsið þar sem við sama tækifæri verður opnuð ljósmyndasýning með myndum úr safni Stefáns Pedersen.
Meira

Munum Stóra plokkdaginn

Stóri plokkdagurinn er nú á morgun, sunnudaginn 28. apríl, en hann var fyrst haldinn árið 2018. Um er að ræða flott samfélagsverkefni þar sem allir geta látið gott af sér leiða með því að fegra og hreinsa umhverfið í kringum sig.
Meira

Leikstjórinn fullur tilhlökkunar fyrir frumsýningu

Sunnudaginn 28.apríl nk. frumsýnir Leikfélag Sauðárkróks Litlu hryllingsbúðina. „Sívinsælt verk sem sem fólk þreytist seint á að koma í leikhús til að upplifa,“ segir Valgeir Skagfjörð sem leikstýrir verkinu. Feykir heyrði hljóðið í leikstjóranum sem er sagðist vera sultuslakur fyrir frumsýningunni og fullur tilhlökkunar að leyfa áhorfendum að njóta sýningarinnar.
Meira

Stólastúlkur spila í Kópavogi í dag

Þeir sem hafa beðið spenntir eftir fréttum af leikmannaveiðum knattspyrnudeildar Tindastóls fyrir Bestu deildar lið Stólastúlkna hafa mögulega fylgst með og flett upp félagaskiptasíðu KSÍ. Þar má sjá að finnsk stúlka, Annika Haanpää, hafi samið við Tindastól. Jún er komin með leikheimild en ekki væntanleg til landsins fyrr en í byrjun næstu viku samkvæmt upplýsingum Feykis.
Meira

Rjómapasta og púðursykursterta

Matgæðingar vikunnar í tbl 22 í fyrra voru Helga Sigurbjörnsdóttir og Hafþór Helgi Hafsteinsson. Helga er fædd og uppalin á Sauðárkróki og hefur búið þar nánast allt sitt líf en Hafþór Helgi er uppalinn á Hvolsvelli en flutti þaðan á Akureyri. Helga er rafvirki að mennt og starfar hjá Rarik, og er eins og föðuramman og alnafna öll í verkalýðsbaráttunni, er meðstjórnandi í Félagi íslenskra rafvirkja(FÍR) og situr í miðstjórn Rafiðnaðarsamband íslands (RSÍ). Hafþór er menntaður smiður og er að læra húsgagnasmíði. Saman eiga þau Alexöndru Eik, 3 ára, og Frigg sem er 4 ára Miniature schnauzer.
Meira

Shakespeare er mestur og bestur en að mestu hættur að skrifa... | Þorgeir Tryggva svarar Bók-haldinu

Bók-haldið hefur tvívegis tekið hús á gagnrýnendum Kiljunnar hans Egils Helga og nú bætum við einum til viðbótar í safnið. Þorgeir Tryggvason var að sjálfsögðu klár í slaginn þegar til hans var leitað. Toggi fæddist á Siglufirði árið 1968 en býr nú í Reykjavík, giftur, með dóttur og dótturson í næsta húsi, starfar sem texta- og hugmyndasmiður á auglýsingastofunni Hvíta húsinu á daginn. „Bókarýnir í Kiljunni u.þ.b. annað hvert miðvikudagskvöld. Spilerí og fjör með Ljótu hálfvitunum þegar færi gefst,“ bætir hann við og þegar hann er spurður um hvað sé í deiglunni svarar hann: „Sjöunda plata Hálfvitanna. Það verður smá Sauðárkróksblær á henni ef allt fer sem horfir.“
Meira

Samningur undirritaður um styrk til tækniaðstöðu á Hvammstanga

SSNV og Húnaþing vestra hafa undirritað samning vegna styrks til uppsetningar á tæknimiðstöð í anda FabLab smiðju í samfélagsmiðstöð í Félagsheimilinu á Hvammstanga að upphæð 10.500.000 kr. Fram kemur í frétt á síðu SSNV að verkefnið snýst um að koma upp nýsköpunar-, viðgerða- og þróunaraðstöðu fyrir íbúa á svæðinu, sem og aðstöðu fyrir félagsstarf.
Meira

Valið vekur furðu vestan Þverárfjalls

Heimasíða RÚV flytur fréttir en þar mátti í morgun sjá athyglisverða og skemmtilega úttekt á fótboltavöllum landsins. Þar eru nefndir til sögunnar fótboltavellirnir á Sauðárkróki og á Hofsósi þó svo að þeir ágætu vellir hafi ekki komist í hóp tíu flottustu valla landsins. Blönduósvöllur og Sjávarborgarvöllur á Hvammstanga voru ekki nefndir á nafn í úttektinni og því leitaði Feykir viðbragða hjá Aðdáendasíðu Kormáks og þar stóð ekki á svörum en umsjónarmaður furðar sig á valinu.
Meira