Fréttir

Nú fer hver að verða síðastur að sjá Ferðin á heimsenda

Nú fer hver að verða síðastur að skella sér í leikhús á Blönduósi og sjá Ferðin á Heimsenda eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur í leikstjórn Sigurðar Líndal. Síðasta sýningin verður á morgun þriðjudaginn 8. apríl og hefst hún kl.17:00 í Félagsheimilinu á Blönduósi. 
Meira

Skagaströnd tryggð fjarskipti um gervihnattasamband

Míla hefur komið á varasambandi um lágsporbrautargervihnattasamband á Skagaströnd til að tryggja að neyðarsímtöl geti borist af svæðinu ef ljósleiðaraslit á sér stað. Skagaströnd er eitt þeirra sveitarfélaga á Íslandi sem eru eintengd með einum ljósleiðarastreng. Ef tengingin slitnaði, eins og hefur gerst nýlega tvisvar sinnum í vondu veðri, var samfélagið nánast skilið frá nútímanum og sett aftur um hundrað ár í tímann hvað varðar samskipti. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Skagaströnd.
Meira

Karlakórinn Heimir söng fyrir fullri Langholtskirkju

Heimismenn hafa verið á faraldsfæti að undanförnu og héldu austur á land í marsmánuði og nú um liðna helgi héldu þeir tvenna tónleika á stórhöfuðborgarsvæðinu, þá seinni í Langholtskirkju sem rúmar um 400 manns. Það er Skagfirðingurinn Jón Þorsteinn Reynisson sem stjórnar kórnum. „Frábærir tónleikar í Langholtskirkju, hvert sæti skipað og fullt hús! Kórinn þéttur, samhentur og mjúkur í senn,“ segir Króksarinn Björn Jóhann Björnsson í færslu á Facebook.
Meira

Brynjar Pálsson | Minning

Pabbi og mamma fóru að draga sig saman sumarið 1954. Hann þá 18 ára, nýkominn heim af Vellinum og nógu auðugur, eftir á annað ár þar, til að geta keypt sér gamlan Willis-jeppa af Hermanni á Lóni með númeraplötunni K217. Það var kannski ekki gott að mamma var að stinga af í húsmæðraskóla til Silkiborgar í Danmörku og skildi hann eftir á Króknum einn vetur. Ekki löngu áður en mamma dó, fyrir tíu árum, fundum við veskið sem hún hafði farið með út en inni í því var svarthvít mynd af kærastanum. Hún brosti og sagði, með blik í auga, að vinkonur hennar hefðu haldið að hann væri kvikmyndastjarna. Hún var enn skotin í honum.
Meira

Styrkir til eflingar hjólaferðaþjónustu á Norðurlandi vestra

Á vef SSNV segir að þetta styrkjakerfi SUB er hannað til að styðja við lítil og meðalstór fyrirtæki (SME), sem sinna hjólaferðaþjónustu og hjálpa þeim að styrkja starfsemi sína og auka viðskipti sín. Hver styrkur, nemur allt að € 5,000, - (ISK 725.000,-) og má notast fyrir virðisaukandi þjónustu eins og að ráða utanaðkomandi aðstoð við markaðsherferð, þróa viðskiptamódel eða styrkja vörumerki o.s.frv. Að auki getur styrkurinn gert fyrirtækjum kleift að gera þjónustu sína meira aðlaðandi fyrir hjólreiðafólk og hjólaferðamenn.
Meira

Vortónleikar Kórs eldri borgara í Húnaþingi vestra á morgun

Kór eldri borgara í Húnaþingi vestra heldur árlega vortónleika sína í Hvammstangakirkju þriðjudaginn 8. apríl kl. 20:00 og er aðgangseyrir 3.000 kr. Kórinn flytur nokkur velvalin lög í Hvammstangakirkju undir stjórn og við undirleik nýs stjórnanda Daníels Arasonar. Að loknum tónleikum verða kaffiveitingar í safnaðarheimilinu.
Meira

Kýrnar afskaplega skemmtilegt samstarfsfólk

Katharina Sommermeier (Rína) býr í Garðakoti í Hjaltadal með Jakobi Smára Pálmasyni sem er einmitt frá Garðakoti og tveimur börnum. Rína er landfræðingur, framhaldsskólakennari og sjálfmenntuð bóndína. Rína og Jakob tóku við mjólkurbúskapnum í Garðakoti 2017. „Hér er einn mjaltarþjónn með 74 árskýr og uppeldi, nokkur hross og einn köttur í langtímapössun.“
Meira

Syngja sumarið inn og horfa fram á veginn

Þann 23. október sl. hefði Stefán R. Gíslason tónlistarkennari, kórstjóri og organisti í Varmahlíð orðið sjötugur. Þann sama dag sagði sr. Gísli Gunnarsson á Hólum frá því á Facebook síðu sinni að hann hefði ákveðið, í samráði við fjölskyldu Stefáns, að stofna minningarsjóð í hans nafni. Nú hefur verið ákveðið að halda tónleika í fjáröflunarskyni fyrir sjóðinn, og af því tilefni tók Feykir tali þá sr. Gísla og Atla Gunnar Arnórsson, formann Karlakórsins Heimis sem skipuleggja tónleikana sem haldnir verða í Miðgarði að kvöldi sumardagsins fyrsta, þann 24. apríl kl. 20.00.
Meira

Járnkallasigur í klikkuðum háspennuleik í Keflavík

Tindastóll og Keflavík mættust öðru sinni í einvígi liðanna í átta liða úrslitum Bónus deildar karla í Keflavík í gær. Leikurinn var frábær skemmtun og skuggalega spennandi enda skiptust liðin 17 sinnum á um að hafa forystuna og níu sinnum var staðan jöfn í leiknum. Lengstum voru Stólarnir tánögl framar heimamönnum og unnu að lokum dýsætan sigur, 93-96, og hafa því náð 2-0 forystu í einvíginu.
Meira

Dósa og flöskusöfnun á Króknum seinni partinn í dag

Seinni partinn í dag, mánudaginn 7. apríl, verður Barna og unglingaráð Knattspyrnudeildar Tindastóls með dósa og flöskusöfnun á Króknum. Söfnunin stendur yfir milli kl. 17:00 - 19:30 og það eru ungu iðkendur deildarinnar sem verða á ferðinni. Þá er fyrirtækjum bent á að ef þau vilja styrkja deildina, með flöskum og dósum, að hafa samband með því að senda póst á netfangið rabby@tindastoll.is.
Meira