Fréttir

Opið fyrir skráningar á skákmótið á Blönduósi sem fer fram dagana 15.-21. júní

Skáksamband Íslands ætlar að bregða á leik í sumar í tilefni af 100 ára afmæli sínu segir á fréttavefnum huni.is. En haldið verður Icelandic Open - Opna Íslandsmótið í skák á Blönduósi dagana 15.-21. júní. Tefldar verða níu umferðir á sjö dögum í Krúttinu í gamla bænum. Skákhátíðin hefst með aðalfundi sambandsins sem fram fer laugardaginn 14. júní og lýkur með sterku hraðskákmóti, Blönduós Blitz, sem fram fer 22. júní. Búið er að opna fyrir skráningu í mótið. Góð verðlaun verða á mótinu og verða þau gerð opinber í vikunni. Alls konar skemmtilegir hliðarviðburðir fara fram mótinu samhliða en þeir verða auglýstir síðar.
Meira

Er í lagi með brunavarnirnar á þínu heimili?

Í upphafi árs framkvæmdi HMS árlega skoðanakönnun um brunavarnir heimilanna. Í niðurstöðum könnunarinnar kemur fram að reykskynjarar eru á 96 prósent heimila landsins, helmingur þeirra landsmanna sem eru með slökkvitæki á heimilum sínum yfirfara tækin ekki og 45 prósent íbúða á leigumarkaði eru ekki með eldvarnarteppi. Niðurstöður könnunarinnar sýna að ástand brunavarna á heimilum er almennt gott. Einn eða fleiri reykskynjarar eru á 96 prósent heimila, 80 prósent heimila eru með slökkvitæki og 66 prósent með eldvarnarteppi.
Meira

Rækjupasta og bruschetta með tómötum | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl. 45, 2024, var Rakel Svala Gísladóttir, dóttir Gísla og Lýdíu í Drekahlíðinni á Króknum. Rakel Svala er þrítug og er búsett í Garðabæ ásamt Hilmari Ástþórssyni og Ástþóri Breka Hilmarssyni syni þeirra. Rakel starfar sem hjúkrunarfræðingur á miðstöð meltingalækninga. 
Meira

Norðurbraut loks komin á sinn stað

Nú fyrir helgi tókst húsið Norðurbraut í Húnaþingi vestra á við enn eitt ferðalagið en það var reyndar ekki langt í þetta skiptið. Húsið er þekkt sem ein af fyrstu vegasjoppum landsins og stóð þá við vegamót Norðurlandsvegar og vegarins inn að Hvammstanga. Síðar var það flutt að Ásunum ofan Hvammstanga en síðsumars árið 2022 var því skellt á vörubílspall og flutt á athafnasvæði Tveggja smiða við höfnina á Hvammstanga. Nú var því skutlað smáspol innan bæjar þar sem það mun væntanlega standa til langs tíma.
Meira

Verkefnið "Gleði í gömul hjörtu" gladdi svo sannarlega

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra er mjög iðið við að segja frá verkefnum sem hafa hlotið styrk úr Uppbyggingasjóði. Nú á dögunum sögðu þau frá fallegu og góðu verkefni sem er gott dæmi um hvernig list og menning geta sameinað kynslóðir og fært gleði inn í daglegt líf fólks. Helgina 15.-16. mars hélt kvartett frá Skagaströnd tónleika fyrir íbúa nokkurra öldrunarstofnana á Norðurlandi vestra og hét verkefnið því fallega nafni "Gleði í gömul hjörtu". Verkefnið snérist um að færa eldri kynslóðinni lifandi tónlist með skemmtilegum og léttum lögum sem margir þekkja. Kvartettinn hélt tónleika á HSN á Sauðárkróki, Hjúkrunarheimilinu Sæborg á Skagaströnd, HSN á Blönduósi og HVE á Hvammstanga.
Meira

Malen, Sóla, Sigvaldi og Villt Vesti

Laugardaginn 5. apríl nk. er fólk beðið um að taka fram kúrekahattana og stígvélin, ekki af því það er stuðningsmannakvöld Tindastóls, leikur í Síkinu eða Laufskálaréttir, heldur kántrýtónleikar í Gránu. Það eru þau Malen, Sóla og Sigvaldi ásamt Villtu Vestunum sem skipað er þeim Gunnari Sigfúsi, Fróða og Pálma sem ætla að skella upp höttunum og slá í kántrýveislu.
Meira

Madagascar frumsýnt í Bifröst

Það var líf og fjör í Bifröst á Sauðárkróki í morgun þegar blaðamaður Feykis leit inn. Þar voru krakkarnir í 10. bekk í Árskóla að gera sig klár fyrir generalprufu en þau eru að frumsýna í kvöld leikritið Madagascar í leikstjórn Sigurlaugar Vordísar Eysteinsdóttur og Eysteins Ívars Guðbrandssonar og svo var það Emelíana Lillý Guðbrandsdóttir sem hannaði dansana.
Meira

900 þús. úr Hvatasjóði til Norðurlands vestra

Á umfi.is segir að þrjátíu verkefni um allt land hljóta styrki upp á samtals 20,3 milljónir króna úr Hvatasjóði íþróttahreyfingarinnar. Þetta var í fyrsta skiptið sem veitt er úr sjóðnum, sem styrkir verkefni sem stuðla eiga að útbreiðslu íþróttastarfs og þátttöku allra barna á Íslandi. Næsti umsóknarfrestur verður nú í vor en alls eru 70 milljónir króna í sjóðnum árlega.
Meira

Mislitir sokkar til að fagna fjölbreytileikanum

Á morgun er alþjóðlegur dagur Downs-heilkennis en 21. mars ár hvert er tileinkaður heilkenninu og honum fagnað víða um heim. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti árið 2011 að 21. mars ár hvert skuli vera Alþjóðlegur dagur Downs-heilkennis en eitt barn af hverjum sjö hundruð sem fæðast í heiminum er með Downs-heilkenni.
Meira

Lára Sigurðardóttir söng sig inn á Samfés

Síðastliðinn föstudag, 14. mars, fór fram Norður Org, söngkeppni félagsmiðstöðva á Norðurlandi, fram í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Var þetta í fyrsta skipti sem þessi keppni er haldin á Króknum og voru þar samankomin um 550 ungmenni frá félagsmiðstöðvum víðsvegar af Norðurlandi til þess að fylgjast með sínum fulltrúum spreyta sig á sviðinu.
Meira