Fréttir

Bændur og landið okkar í velsældarhagkerfi

Píratar hafa alltaf verið flokkur sem tala fyrir kerfisbreytingum í þágu samfélagsins. Vandamál nútímans eru nefnilega oftast kerfisbundin og til þess að fá öðruvísi niðurstöður er þörf á öðruvísi nálgun.
Meira

Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli

Á Sauðárkróki hafa verkfallsaðgerðir leikskólakennara haft víðtæk áhrif. Í lítilli, óformlegri örkönnun sem ég lagði fyrir foreldra í síðustu viku komu margslungin áhrif verkfallsins í ljós. Það sem mér finnst vera alvarlegustu áhrifin eru vanlíðan, óöryggi og óvissa foreldra og barna í samfélaginu.
Meira

Elvar Logi knapi ársins hjá Þyt og Lækjamót hrossaræktarbú ársins hjá HSVH

Hestamannafélagið Þytur og hrossaræktarsamtök V-Húnavatnssýslu héldu sameiginlega uppskeruhátið laugardaginn 2.nóvember en á heimasíðu Þyts segir að þar hafi verið dásamlegur matur, góð skemmtiatriði, verðlaunaafhendingar venju samkvæmt og frábær félagsskapur. Knapi ársins hjá Þýt var útnefndur Elvar Logi Friðriksson en hrossaræktarbú ársins hjá HSVH var Lækjamót.
Meira

Fallþungi yfir 17 kg á Norðurlandi vestra

 Bændablaðinu var fyrr í mánuðinum sagt frá því að meðalfallþungi lamba á landinu hafi verið 16,94 kg í ár sem er sá þriðji mesti í sögunni. Fallþunginn var mestur á Norðurlandi vestra, Vesturlandi og Suðurlagndi þar sem hann var alls staðar vel yfir 17 kg. Meðaleinkunn fyrir gerð var 9,45 og 6,39 fyrir fitu.
Meira

Látum ljósin loga í sveitunum | Álfhildur Leifsdóttir skrifar

Íslenskir bændur lifa ekki af launum sínum, eru í stöðugum taprekstri og þurfa að vinna tvöfalt jafnvel þrefalt á við annað fólk. Það er mikilvægt að í nýju stuðningskerfi landbúnaðarins fái bændur mannsæmandi laun fyrir að sinna því mikilvæga samfélagshlutverki að framleiða matinn sem við hin þurfum á að halda, yrkja land og huga að umhverfinu. Matvælaframleiðsla er ekki aðeins mikilvæg fyrir heilsu almennings og efnahag, heldur einnig grundvöllur sjálfstæðis okkar sem þjóðar. Við verðum að horfast í augu við þá pólitísku staðreynd að án bænda verður enginn íslenskur landbúnaður.
Meira

Þórður Ingi er fyrsti meistari PKS

Meistaramót karla hjá Pílukastfélagi Skagafjarðar fór fram í gær, laugardaginn 16. nóvember. Til leiks mættu 14 einbeittir félagar. Í úrslitum var það Þórður Ingi Pálmarsson sem stóð uppi sem sigurvegari og er því fyrsti meistari PKS.
Meira

Songs in the Key of Life gaf Gunnari hálfpartinn nýja sýn á tónlist / GUNNAR SIGFÚS

Að þessu sinni er það íbúi í Kópavogi sem svarar Tón-lystinni, Gunnar Sigfús Björnsson, bassaleikari af árgangi 1991. „Ég er fæddur á Sauðárkróki og uppalinn að miklu leyti á Varmalæk í Lýtingsstaðahrepp. Foreldrar mínir eru Björn Sveinsson frá Varmalæk og Sólveig Sigríður Einarsdóttir frá Mosfelli. Ég flutti að Mosfelli í Austur-Húnavatnssýslu fyrir grunnskóla og var í Húnavallaskóla en var þó mikið í Skagafirði líka,“ segir Gunnar Sigfús.
Meira

Glæstur sigur varnarleiksins gegn liði Grindavíkur

Stólastúlkur héldu suður í Smárann í Kópavogi í dag þar sem gulir og glaðir Grindvíkingar biðu þeirra. Heimaliðið hafði unnið þrjá leiki af fimm en lið Tindastóls tvo af fimm í fyrstu umferðunum en síðast fengu stelpurnar okkar yfir 100 stig á sig gegn liði Þórs. Það mátti því reikna með að varnarleikur hafi verið undirbúinn og það var ekki laust við að liðin lagt mikið púður í varnarleikinn. Það voru Stólastúlkur sem leystu sín mál betur og þær náðu í einn sigur til viðbótar. Lokatölur 57-68 fyrir Tindastól.
Meira

„Ef þetta er það fyrsta þá held ég að við eigum von á góðu!“ segir Vigdís Hafliða

Jú, Dagur íslenskrar tungu er í dag og Málæði er í Sjónvarpinu í kvöld en eins og hefur komið fram á Feykir.is þá eiga bæði Grunnskólinn austan Vatna og Grunnskóli Húnaþings vestra lag í þriggja laga úrslitum. GDRN söng lag þeirra austan Vatna en það var hins vegar Vigdís Hlöðversdóttir sem söng lag stúlknanna í Húnaþingi vestra, Hringiða. Feykir sendi Vigdísi nokkrar spurningar í dag og hún gaf sér tíma til að svara þeim í miðjum afmælisundirbúningi.
Meira

Rithöfundakvöld Héraðsbókasafns Skagfirðinga

Rithöfundakvöld Héraðsbókasafns Skagfirðinga, sem fram fer á safninu miðvikudagskvöldið 20. nóvember kot hefst kl. 20, er árviss atburður sem margir bíða með eftirvæntingu. „Óhætt er að segja að það sé hápunktur starfsársins hjá okkur,“ segir Fríða Eyjólfsdóttir, starfsmaður bókasafnsins
Meira