Fréttir

Langþráður nýr björgunarbátur í Skagafjörðinn

Sl. laugardag afhenti FISK Seafood Björgunarsveitinni Skagfirðingasveit nýjan björgunarbát að gjöf. Andvirði bátsins, sem hlotið hefur nafnið Aldan, er um 20 milljónir króna og boðar koma hans á Sauðárkrók byltingu í búnaði til sjóbjörgunar og sömuleiðis björgunarstörf á hinum mikilfenglegu en um leið viðsjárverðu vötnum héraðsins. Með tilkomu Öldunnar eru tveir öflugir harðbotna björgunarbátar beggja vegna í Skagafirðinum. Aldan er í vestri en að austanverðu er Skafti í eigu björgunarsveitarinnar Grettis.
Meira

Katrín segir upp sem framkvæmdastjóri SSNV

Í fundargerð SSNV frá 11. mars síðastliðnum kemur fram að Katrín M Guðjónsdóttir, sem verið hefur framkvæmdastjóri SSNV í um það bil tvö og hálft ár, hefur lagt fram uppsögn á starfi sínu með ósk um að láta að störfum hið fyrsta. Stjórn SSNV þakkaði Katrínu fyrir vel unnin störf í þágu samtakanna og samfélagsins alls og óskar henni velfarnaðar í nýju starfi.
Meira

Stólastúlkur með sigur í síðustu umferð Lengjubikarsins

„Við erum mjög ánægð með leikinn í gær heilt yfir. Fylkir féll í fyrra og hefur misst nokkra öfluga leikmenn en voru þó með hörku leikmenn i gær og úr varð mjög flottur leikur,“ sagði Donni þjálfari Sigurðsson þegar Feykir spurði hann hvað honum hefði fundist um leikinn en lið Tindastóls bar sigurorð af Fylki í lokaumferð riðlakeppni Lengjubikarsins á sunnudaginn. Lokatölur 2-0.
Meira

Dagur Þór heiðraður með Silfurmerkinu

Þann 15. mars sl. fór fram Körfuknattleiksþing KKÍ á Grand Hótel í Reykjavík en þingið er haldið annað hvert ár. Á þessu þingi sitja fulltrúar frá aðildarfélögum og sambandsaðilum KKÍ og er stjórn KKÍ kosin á þessu þingi. Þá eru einnig veitt heiðursviðurkenningar og var Dagur Þór Baldvinsson, formaður Körfuknattleiksdeildar Tindastóls, heiðraður með Silfurmerkinu að þessu sinni. Þeir sem hljóta Silfurmerkið þurfa að hafa unnið vel og dyggilega að eflingu körfuknattleiksíþróttarinnar í áratug eða lengur. Feykir óskar Degi til hamingju með viðurkenninguna.
Meira

Tómar tilviljanir urðu til þess að Andri Már er óvart kominn með hljómsveit í Mexíkó

„Veðrið er frábært! Núna er klukkan átta að morgni og hitinn er um 10 gráður, svo fer hitinn upp í 25-30 gráður yfir daginn svo það er eins gott að eiga góðan kúrekahatt til að skýla sér fyrir sólinni,“ segir Andri Már Sigurðsson, tónlistarmaður og Króksari í Mexíkó, þegar Feykir tekur hann tali og byrjar að sjálfsögðu á því að spyrja um veðrið. Viðtalið snýst þó ekki um veður, heldur tónlist og hvernig Andri Már stofnaði óvart hjómsveit í Mexíkó
Meira

Gestirnir höfðu betur í baráttuleik

Það var boðið upp á markaveilsu í blíðunni á Króknum í dag þegar lið Tindastóls tók á móti sameinuðu liði Hattar/Hugins að austan í Lengjubikarnum. Jafnt var í hálfleik, 1-1. en fjör færðist í markaskorunina í síðari hálfleik og fór svo á endaum að gestirnir unnu leikinn 3-4 eftir mark í uppbótartíma.
Meira

Það er sjö stiga hiti í veðurkortunum

Það er ekki ólíklegt að flestir aðrir en skíðavinir gleðjist yfir veðurspánni næstu daga. Það eru vorhlýindi í kortunum og stöðugleikinn svo einstakur að sumir gætu jafnvel haldið að vefur Veðurstofunnar væri bilaður – þannig er til dæmis spáð sjö stiga hita á hádegi á Sauðárkróki næstu fimm daga eða alveg fram á fimmtudag hið minnsta.
Meira

Stefnt að endurnýjun rafkerfisins í kirkjugarði Blönduóss

Húnahornið segir frá því að á aðalfundi Kirkjugarðs Blönduóss, sem fram fór 12. mars síðastliðinn, var samþykkt að á næstu þremur árum yrði unnið að endurnýjun rafmagnskerfisins í kirkjugarðinum og að sett yrði upp tenglahús fyrir jólaljósin. Þá var samþykkt að ganga frá göngustígum í nýjasta hluta garðsins og setja mottur, eins og eru á stígunum sem liggja í gegnum garðinn. Lausleg kostnaðaráætlun vegna þessara framkvæmda er um átta milljónir króna.
Meira

Njarðvíkingar brugðu fæti fyrir lið Tindastóls

Tindastólsmenn spiluðu í gær við lið Njarðvíkur í spunkunýju Ljónagryfjunni í næstsíðustu umferðinni í Bónus deildinni þennan veturinn. Umræðan hjá spekingum hefur mestmegnis verið á þá leið að það væri nánast formsatriði fyrir Stólana að tryggja sér deildarmeistaratitilinn en útileikur í Njarðvík og heimaleikur gegn Val eru ekki beinlínis léttasta leiðin að deildarmeistaratitlinum þegar allt er í járnum. Það fór svo að Njarðvíkingar voru frískari og þá sér í lagi byrjunarlið þeirra sem skoraði öll stig liðsins utan einhverra sex sem SnjólfurStefánsson gerði. Lokatölur voru 101-90.
Meira

Ísmót á Svínavatni

Til stendur að halda Ísmót á Svínavatni laugardaginn 22. mars eða sunnudaginn 23. mars það getur verið áskorun á Íslandi að ákveða dagsetningu fyrir þessa tegund af móti því þetta verður ekki gert nema veður, ís og önnur skilyrði reynast í lagi.
Meira