Fréttir

Áskell Heiðar ráðinn framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna á Hólum 2026

Stjórn Landsmóts hestamanna, sem fram fer að Hólum í Hjaltadal í 5.-12. júlí 2026, hefur ráðið Áskel Heiðar Ásgeirsson framkvæmdastjóra mótsins.
Meira

Úrslitakeppnin verður ótrúleg!

Feykir sagði frá því í morgun að Stólastúlkurnar hans Israel Martin hefðu í gær tryggt sæti sitt í efstu deild og sömuleiðis þátttökurétt í úrslitakeppni Bónus deildarinnar sem hefst um mánaðamótin næstu. Þær eiga þó enn eftir að spila við lið Stjörnunnar hér heima og þá kemur í ljós hverjir andstæðingarnir verða í úrslitakeppninni og dreymir örugglega marga að öflugt lið Þórs á Akureyri verði andstæðingurinn – í það minnsta upp á stemninguna. Israel Martín svaraði nokkrum spurningum Feykis í morgun.
Meira

Auglýst eftir umsóknum í Hátíðarpottinn

Hátíðapotturinn er stuðningur fyrir íslenskar tónlistarhátíðir til þess að bjóða erlendum blaðamönnum til landsins með það að markmiði að koma íslenskum tónlistarhátíðum og tónlist á framfæri og efla alþjóðleg tengsl. Auk blaðamanna geta hátíðir einnig sótt um fyrir þátttöku listrænna stjórnenda eða annarra lykilaðila ef það þjónar því markmiði að koma íslenskri tónlistarmenningu á framfæri.
Meira

Húnaþing vestra úthlutar úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóði

Á 1237. fundi byggðarráðs Húnaþings vestra sem haldinn var 10. febrúar sl. var úthlutað úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóði. Alls bárust sex umsóknir og sótt var um alls kr. 8.470.000. Til úthlutunar voru kr. 2.500.000 sem er hækkun um 500 þúsund frá fyrra ári.
Meira

Sláturhús | Guðrún Lárusdóttir bóndi skrifar

Þessa dagana er deilt um hvort eigi og megi hagræða í slátrun sauðfjár og nautgripa á Íslandi. Síðustu ár hefur verið rekin slátrun fyrir sauðfé í fimm sláturhúsum á Norðurlandi og nautgripum slátrað í fjórum sláturhúsum. Það er því augljóst að tækifæri eru fyrir hendi til að hagræða í slátrun á svæðinu, bændum og neytendum til hagsbóta.
Meira

Anna María Magnúsdóttir ráðin forstöðumaður heimilis fyrir fatlað fólk á Blönduósi

Anna María Magnúsdóttir hefur verið ráðin í starf forstöðumanns heimilis fyrir fatlað fólk á Blönduósi. Anna María er með sjúkraliðapróf og hefur lokið námi í skrifstofuskóla Farskóla Norðurlands vestra.
Meira

Langþráður og mikilvægur sigur Stólastúlkna

Það var mikið undir í gærkvöldi þegar lið Tindastóls og Grindavíkur mættust í B-riðli Bónus deildar kvenna í næst síðustu umferð deildarkeppninnar. Það mátti líka greina það á leikmönnum sem voru ansi mistækir og mikið um tapaða bolta. Allt stefndi þó í sigur Tindastóls sem hafði tíu stiga forystu þegar þrjár mínútur voru til leiksloka en þá gerðu gestirnir tíu stig í röð og jöfnuðu leikinn þannig að það þurfti að framlengja. Lið Tindastóls reyndist heldur sterkara og landaði mikilvægum sigri. Lokatölur 88-85.
Meira

Spánverjar höfðu betur gegn Íslandi

Íslenska U17 landslið stúlkna lék annan leik sinn í seinni umferð riðlakeppninnar í dag þegar þær mættu liði heimastúlkna frá Spáni. Þær spænsku höfðu talsverða yfirburði í leiknum en tókst aðeins að koma boltanum í mark Íslands í eitt skipti. Lokatölur því 1-0 fyrir Spán og Ísland hefur því tapað báðum leikjum sínum hingað til með eins marks mun.
Meira

Sverrir Bergmann á þing

Skagfirðingurinn Sverr­ir Berg­mann Magnús­son, varaþingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Suður­kjör­dæmi skrifaði í dag und­ir dreng­skap­ar­heit á Alþingi samkvæmt frétt á mbl.is.
Meira

1238:The Battle Of Iceland á ITB ferðasýningu í Berlín

ITB Berlin ferðasýningin var haldin dagana 3. - 6. mars í Berlín Þýskalandi en þessi sýning er stærsta sinnar tegundar í heimi fyrir ferðamannaiðnaðinn þ.e. hótel, ferðamálaráð, ferðaskrifstofur, ferðaþjónustuaðila, bílaleigur ásamt ýmsu öðru sem tengist honum. Á staðnum voru hátt í 5.600 sýnendur að kynna sig og sitt fyrirtæki frá 190 löndum og segir á síðunni þeirra að yfir 100.000 manns hafi sótt sýninguna heim að þessu sinni.
Meira