Fréttir

Haustfyrirlestur Heimilisiðnaðarsafnsins á Blönduósi

Einn af föstum viðburðum Heimilisiðnaðarsafnsins er að halda fyrirlestur eða fyrirlestra sem fara oftast fram á haustdögum og nú laugardaginn 26. október sl. Í þetta sinn ræddi Jón Torfason, sagnfræðingur, um fatnað almúgafólks á 18. og 19. öld.
Meira

Unnur Rún kosin í stjórn Landssambands hestamannafélaga

Í lok október fór 64. Landsþingi Landssambands hestamannafélaga fram í Borgarnesi en fyrir þinginu lágu 40 mál. Fram kemur í tilkynningu frá LH að stjórn hafi verið kjörin til næstu tveggja ára. Unnur Rún Sigurpálsdóttir úr Hestamannafélaginu Skagfirðingi var ein hinna kjörnu og situr til ársins 2026. Linda Björk Gunnlaugsdóttir úr hestamannafélaginu Spretti var rétt kjörin nýr formaður og tekur hún við af Guðna Halldórssyni.
Meira

Fræðsluskylda í stað skólaskyldu | Eldur Smári Kristinsson skrifar

Við viljum öll að börnin okkar læri að hugsa sjálfstætt og geti nýtt hæfileika sína og áhugasvið til að blómstra. Við hljótum að óska þess að þau siðferðislegu gildi sem þau fá í veganesti muni leiða þau áfram til blessunar og hamingju. Grunnurinn að góðu samfélagi eru góð gildi. Samfélag er ekki frjálst ef það er undirlagt af glæpum, spillingu eða aftengingu við gott siðgæði. Við viljum búa ungmennin okkar undir það gríðarlega verk að stjórna samfélaginu í framtíðinni og þá er eins gott að við höfum gert vel við þau, svo þau sjái vel um okkur í framtíðinni.
Meira

Nemendur og starfsfólk Höfðaskóla tók þátt í Jól í skókassa

Það gæti verið búið að minnast á það hér á Feyki í dag að það styttist í jólin. Jólin eru hátíð barnanna og það er sannarlega í anda jólanna að láta gott af sér leiða. Nemendur og starfsfólk í Höfðaskóla á Skagaströnd tók nýlega þátt í verkefninu jól í skókassa og gekk það vonum framar, náðist að útbúa 24 kassa. 
Meira

Rabb-a-babb 232: Rósa

Gerður Rósa Sigurðardóttir á Hvammstanga svarar Rabb-a-babbi að þessu sinni. Hún er uppalin á Kolugili í Víðidal, undan Nínu Sig og Sigga, eins og hún segir sjálf. Rósa starfar sem skrifstofustjóri hjá Sláturhúsi KVH á Hvammstanga og er stundum meðhjálpari. Hún er tamningamaður að mennt frá Hólaskóla og er gift Kristjáni Svavari en saman eiga þau þrjú börn.
Meira

Tilkynning til notenda á hitaveitu í Akrahreppi

Í tilkynningu frá Skagafjarðarveitum segir að fimmtudaginn 7. Nóvember kl. 9:00 stöðvast rennsli á heituvatni til notenda í Akrahreppi fram eftir degi vegna viðhalds og breytinga í dælustöðinni við Syðstu – Grund. Svæðið sem þetta nær til er frá Dýrfinnustöðum í norður og að Uppsölum í suður.
Meira

Nýprent fékk 5,3 milljón króna styrk vegna útgáfu Feykis

Úthlutunarnefnd um úthlutun rekstrarstuðnings til einkarekinna fjölmiðla hefur lokið störfum í ár. Alls bárust 30 umsóknir um rekstrarstuðning til einkarekinna fjölmiðla og samtals var sótt um rekstrarstuðning að fjárhæð 936,8 milljónir kr. en til úthlutunar voru því 550.901.932 kr. Útgefandi Feykis, Nýprent ehf., fékk að þessu sinni styrk að upphæð 5.305.651 en auk þess að gefa út Feyki heldur Nýprent einnig úti vefnum Feykir.is.
Meira

„Myrkrið nálgast“ í Hillebrandtshúsinu á Blönduósi

Nú fer að verða síðasti séns að sjá listasýninguna „Myrkrið nálgast“ í Hillebrandtshúsi, gamla bænum á Blönduósi.
Meira

Hjartsláttur sjávarbyggðanna | Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Strandveiðar eru ekki bara kjölfesta í mörgum sjávarbyggðum heldur líka mikil menningarverðmæti sem ber að stórefla fyrir atvinnuöryggi og möguleika komandi kynslóða til að stunda sjósókn á eigin forsendum án þess að gerast leiguliðar stórútgerðarinnar sem hefur yfir að ráða milli 80 til 90% allra aflaheimilda í dag.
Meira

Skorað á sveitarstjórnarfólk að vanda orðræðu um kennara og skólastarf

Áskorun var send til sveitastjóra á Norðurlandi vestra frá fulltrúm kennara og stjórnenda þar sem skorað er á sveitarstjórnarfólk að vanda orðræðu sína um kennara og skólastarf, jafnt á opinberum vettvangi sem annars staðar, og leggi sig inn í skólamál og starfsumhverfi skólanna. 
Meira