Fréttir

Vetrarveður ríkir á Norðurlandi vestra

Enn er leiðinda vetrarveður, éljagangur og stífur norðanvindur á Sauðárkróki. Veðurstofan gefur reyndar til kynna að nú sé norðvestan 1 m/sek á Alexandersflugvelli en það er nú í það minnsta 10 m/sek á Króknum en það er vel þekkt að norðvestanáttin er leiðinleg hérna megin Tindastólsins. Gert er ráð fyrir því að vindur snúist í norðaustan eftir hádegi og þá vænkast væntanlega veðurhagur Króksara í það minnsta.
Meira

Samninganefndir hittast á formlegum fundi í dag

Feykir spurði Sigfús Inga Sigfússon, sveitarstjóra Skagafjarðar, út í verkfall kennara sem nú hefur staðið yfir síðan 29. október en kennarar eru nú í verkfalli í tíu skólum á landinu og þar með talinn er leikskólinn Ársalir á Sauðárkróki. Sigfús tjáði Feyki að samninganefndir ríkis, sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands muni hittast á formlegum fundi hjá ríkissáttasemjara í dag, en formenn samninganefnda hafi fundað óformlega undanfarna daga.
Meira

Öll nýsköpunarteymin í Startup Storm á Norðurlandi voru leidd af konum

Sjö nýsköpunarteymi á Norðurlandi kláruðu viðskiptahraðalinn Startup Storm sem Norðanátt, hreyfiafl nýsköpunar á Norðurlandi, stóð að. Á heimasíðu SSNV segir að Startup Stormur sé sjö vikna viðskiptahraðall, þar sem þátttakendur fá tækifæri til að efla sig og sín fyrirtæki og vaxa með vindinn í bakið.
Meira

Samstöðufundur foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki var vel sóttur

Foreldrar leikskólabarna á Sauðárkróki stóðu fyrir samstöðufundi í Húsi Frítímans mánudagsmorguninn 18. nóvember s.l. Góð mæting var á fundinn og mættu bæði kennarar og foreldrar með börn sín.Tilgangur fundarins var að fá áheyrn byggðarráðs Skagafjarðar vegna yfirstandandi verkfalls leikskólakennara í Ársölum á Sauðárkróki og afhenda þeim undirskriftalista um áskorun þess efnis að sveitarstjórnarfólk þrýsti á samninganefnd SÍS að setjast við samningaborðið með KÍ og klára kjarasamninga. Einnig var sveitarstjórnarfólk brýnt til þess að standa við eldra samkomulag síðan 2016 um jöfnun launa milli opinberra starfsmanna og almenna markaðarins. Þegar listinn var afhentur voru komnar 147 undirskriftir.
Meira

Framboð af frambjóðendum nálgast hámark

Það styttist í þingkosningar og pólitíkusar á útopnu við atkvæðaveiðar. Í dag birti mbl.is viðtöl Stefáns Einars Stefánssonar við oddvita allra flokkanna sem bjóða fram í Norðvesturkjördæmi. Á miðvikudagskvöldið mun síðan Sjónvarpið semda út kjördæmaþátt Norðvesturkjördæmis kl. 18:10 á rhliðarrásinni RÚV2.
Meira

Flokkur fólksins er tilbúinn í ríkisstjórn! | Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Traust og trúverðugleiki Kjósendur þurfa nú að vega og meta hverjum er best treyst fyrir stjórn landsins og hvernig samfélagi þeir vilja búa í á komandi árum. Kjósendur eru í raun að taka frambjóðendur flokka í atvinnuviðtöl og ráða síðan í framhaldinu í vinnu með almannahagsmuna að leiðarljósi næstu fjögur árin.
Meira

Skóli fyrir alla

Meira

Bændur og landið okkar í velsældarhagkerfi

Píratar hafa alltaf verið flokkur sem tala fyrir kerfisbreytingum í þágu samfélagsins. Vandamál nútímans eru nefnilega oftast kerfisbundin og til þess að fá öðruvísi niðurstöður er þörf á öðruvísi nálgun.
Meira

Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli

Á Sauðárkróki hafa verkfallsaðgerðir leikskólakennara haft víðtæk áhrif. Í lítilli, óformlegri örkönnun sem ég lagði fyrir foreldra í síðustu viku komu margslungin áhrif verkfallsins í ljós. Það sem mér finnst vera alvarlegustu áhrifin eru vanlíðan, óöryggi og óvissa foreldra og barna í samfélaginu.
Meira

Elvar Logi knapi ársins hjá Þyt og Lækjamót hrossaræktarbú ársins hjá HSVH

Hestamannafélagið Þytur og hrossaræktarsamtök V-Húnavatnssýslu héldu sameiginlega uppskeruhátið laugardaginn 2.nóvember en á heimasíðu Þyts segir að þar hafi verið dásamlegur matur, góð skemmtiatriði, verðlaunaafhendingar venju samkvæmt og frábær félagsskapur. Knapi ársins hjá Þýt var útnefndur Elvar Logi Friðriksson en hrossaræktarbú ársins hjá HSVH var Lækjamót.
Meira