Fréttir

Framúrskarandi verkefni 2024

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hafa ákveðið úthlutun styrkja til framúrskarandi verkefna á árinu 2024. Þrjú verkefni hlutu styrk að þessu sinn en það voru Menningarfélag Húnaþings vestra fyrir stofnun Dansskóla Menningarfélags Húnaþings vestra, Foodsmart fyrir nýja framleiðsluaðferð á sæbjúgu og Jóhann Daði Gíslason fyrir jólatónleikana Jólin heima.
Meira

Allir í Síkið því nú hefst skemmtilegasti tími ársins

„Stemningin er mjög góð og við stelpurnar erum allar spenntar fyrir lokaleiknum í deildinni,“ segir Inga Sólveig Sigurðardóttir, leikmaður Tindastóls, en í kvöld mæta Stólastúlkur liði Stjörnunnar í síðustu umferð Bónus deildar kvenna og hefst leikurinn í Síkinu kl. 19:15 „Þetta er búið að vera krefjandi tímabil og við erum allar búnar að leggja mikið á okkur og bæta okkur þetta tímabil og ég efast ekki um það að sú vinna muni sjást í næstu leikjum hjá okkur.“
Meira

Skagafjarðardeild RKÍ styrkir Hjálparlínuna 1717

Þeir eru ófáir sem hafa fengið hjálp eða stuðning eftir að hafa haft samband við Hjálparsíma Rauða krossins – 1717 – en nú vantar tugi milljóna til að standa undir rekstrinum. Stjórn Skagafjarðardeildar Rauða krossins hefur af þessu tilefnni ákveðið að afhenda Hjálparsímanum 1717 tvær milljónir króna. Fram kemur í tilkynningu frá deildinni að vonast er til að aðrar deildir, félög og fyrirtæki fylgi fordæmi þeirra og styðji við þetta mikilvæga starf.
Meira

Undirbúningur fyrir byggingu menningarhúss þokast nær markinu

Feykir spurðist fyrir um stöðuna á hönnun á langþráðu menningarhúsi sem stefnt er á að rísi við hlið Safnahúss Skagfirðinga við Faxatorg, Það vita flestir að beðið hefur verið lengi eftir að framkvæmdir geti hafist og að sögn Sigfúsar Inga Sigfússonar sveitarstjóri er forvali vegna útboðsins "Menningarhús í Skagafirði - Hönnun nýbyggingar og endurbóta á eldra húsnæði" nú lokið.
Meira

Fésbókarsíðan Skín við sólu fimm ára

Skagfirska fésbókarsamfélagið sem kallast Skín við sólu heldur upp á fimm ára afmælið þessa dagana. Það var snillingurinn Ómar Bragi Stefánsson sem setti síðuna á flot í upphafi Covid-faraldursins í mars 2020 þegar fólk fór vart á fætur nema kyrfilega sprittað, dúðað og með andlitsgrímu og beið síðan óþreyjufullt eftir fréttum frá þríeykinu sem lagði Íslendingum línurnar næstu tvö árin.
Meira

Undirritun á samningi vegna Orkuskipti í Húnaþingi vestra

Á dögunum var undirritaður samningur milli Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) og Húnaþings vestra fyrir verkefnið Orkuskipti í Húnaþingi vestra sem hlaut 7,2 milljóna kr. styrkveitingu. Það voru þær Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri og Sveinbjörg Rut Pétursdóttir framkvæmdastjóri SSNV sem undirrituðu samninginn en SSNV er umsjónaraðili fjárveitingarinnar fyrir hönd Byggðastofnunar.
Meira

Hvernig hljómar íbúðabyggð á Nöfunum?

Opnaður hefur verið verkefnavefur þar sem hægt er að kynna sér vinnslutillögu endurskoðunar aðalskipulags Skagafjarðar 2025-2040. Kynning vinnslutillögu er fram til 25. apríl nk. Á vef Skagafjarðar segir að markmið með gerð verkefnavefsins sé að kynna vinnslutillögu nýs aðalskipulags vel fyrir íbúum og öðrum hagsmunaaðilum.
Meira

Skagaströnd segir sig frá aðild að Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi

Á fundi sveitarstjórnar Skagastrandar þann 12. mars síðastliðinn var tekin ákvörun um að sveitarfélagið segði sig frá aðild að sjálfseignarstofnuninni um Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi. Fram kemur á vef sveitarfélagsins að ákvörðunin hafi verið tekin í tengslum við slit á Byggðasamlagi um menningar- og atvinnumál sem unnið hefur verið að síðustu misseri.
Meira

Líf og fjör í Lengjubikarnum

Lið Kormáks&Hvatar og Tindastóls spiluðu um helgina leiki í Lengjubikarnum í knattspyrnu. Tindastólsmenn fóru austur á firði og gerðu góða ferð þangað á meðan að lið Húnvetninga mátti þola fjórða tapið í fjórum leikjum þegar þeir mættu Hvíta riddaranum í Mosfellsbæ.
Meira

Skelltu í vöfflur í dag

Í dag er alþjóðlegi vöffludagurinn og því er tilvalið að skella í vöfflur. Ég ætla að deila með ykkur fjölskylduuppskriftinni sem hefur verið notuð síðan sautjánhundruð og súrkál og klikkar aldrei. Nú ef þið nennið ekki að setja í þessa auðveldu uppskrift þá mæli ég með Vilko pakkavöfflunum.
Meira