Fréttir

Neikvæð áhrif innviðagjalds mikil á Norðurlandi | Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar

Áhrif innviðagjalds sem lagt var á skemmtiferðaskip fyrir ferðaþjónustuna eru orðin greinileg á landinu. Áhrifanna gætir með mismunandi hætti þar sem með svo skyndilegri gjaldtöku, falla áfangastaðir úr ferðaáætlun skipanna, helst þeir sem eru lengst frá suðvesturhorninu. Þetta hefur þær afleiðingar að á meðan það verður kannski 10% samdráttur heilt yfir í höfuðborginni, þá getur orðið tugprósenta samdráttur á öðrum stöðum á landinu. Í einhverjum tilfellum stefnir í að sumir áfangastaðir missi allar skipakomur.
Meira

Landbúnaðarverðlaunin 2025 í Skagafjörðinn

Stefanía Hördís Leifsdóttir og Jóhannes Helgi Ríkharðsson fengu rétt í þessu afhent landbúnaðarverlaun atvinnuvegaráðuneytisins við setningu Búnaðarþings í dag.
Meira

Mennta- og barnamálaráðherra auglýsir eftir umsóknum

Mennta- og barnamálaráðherra auglýsir eftir umsóknum frá íslenskum félagasamtökum um styrki til verkefna sem stuðla að farsæld barna. Um er að ræða einsskiptis styrki sem ætlað er að styðja við innleiðingu laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna og menntastefnu til ársins 2030.
Meira

Hópur Íra á snjóflóða- og fjallabjörgunarnámskeiði í Tindastól

Helgina 8. og 9. mars var líf og fjör í Tindastól eins og vant er á þessum tíma þegar hvíta gullið lætur sjá sig og lék veðrið við gesti svæðisins. Skíðasvæðið var að sjálfsögðu opið og voru frábærar aðstæður til skíðaiðkunar, opið í allar lyftur og búið að gera flotta gönguskíðabraut.
Meira

Upplýsingar fyrir almenning um kílómetragjald

Vegir okkar allra, upplýsingasíða fyrir almenning um innleiðingu stjórnvalda á nýju kerfi sem styður fjármögnun vegakerfisins, hefur verið uppfærð í samræmi við frumvarp fjármála- og efnahagráðherra um kílómetragjald sem nú er til umfjöllunar á Alþingi. Hvað er kílómetragjald og hvaða áhrif hefur það á almenning? Svör við þessum spurningum og mörgum öðrum auk almennra upplýsinga um kílómetragjald og uppfært kolefnisgjald er að finna á síðunni.
Meira

Brynhildi Erlu veitt Silfurmerki ÍSÍ á ársþingi USAH

Á heimasíðu Íþrótta og Ólympíusambands Íslands segir að ársþing Ungmennasambands Austur-Húnvetninga hafi farið fram þann 16. mars sl. í matsal Húnaskóla á Blönduósi. Þar segir einnig að þingið hafi gengið vel fyrir sig og var ágætlega mætt á það. Þar fluttu Halldór Lárusson og Sigríður Inga Viggósdóttir, svæðisfulltrúar svæðisstöðvarinnar á Norðurlandi vestra, kynningu á starfi og hlutverki svæðisstöðvanna, sem er samstarfsverkefni ÍSÍ og UMFÍ. Svæðisstöðin á Norðurlandi vestra nær yfir starfssvæði USAH, USVH og UMSS.
Meira

Krakkarnir á Barnabóli á Skagaströnd glaðir með nýja útieldhúsið

Í fréttaskoti sem Sveitarfélagið Skagaströnd sendi frá sér á dögunum var krúttleg frétt frá leikskólanum Barnaból á Skagaströnd. Fyrir stuttu síðan var nefnilega tekið í notkun nýtt og glæsilegt útieldhús sem hefur vakið mikla lukku hjá krökkunum. Foreldrafélag Barnabóls styrkti framkvæmdina og á það skilið miklar þakkir fyrir. Börnin hafa notið þess að leika sér í eldhúsinu í góða veðrinu sem hefur glatt Skagstrendinga síðustu misseri. Þá óskar leikskólinn eftir því að ef einhver á eldhúsáhöld sem gætu nýst í þessu fína eldhúsi fyrir krakkana þá tekur leikskólinn vel á móti slíkum búnaði. 
Meira

Ísmóti Neista á Svínavatni aflýst

Fyrirhuguðu ísmóti á Svínavatni hefur verið aflýst vegna aðstæðna í umhverfi mótssvæðisins en hlýindi undanfarinna daga hafa sett strik í reikninginn.
Meira

Kleinubakstur til að safna fyrir æfingaferð á USA CUP

Sú hefð hefur skapast hjá 3. flokki, hjá Knattspyrnudeild Tindastóls, að ferðast erlendis í æfingaferð. Þetta árið er komið að 3. flokki karla og munu drengirnir ásamt fararstjórum ferðast til Minneapolis þann 13. júlí nk. Þar munu þeir taka þátt í USA CUP sem er risastórt knattspyrnumót með u.þ.b. 16.000 keppendum. Gist er á heimavistum háskóla á svæðinu og mun þeim gefast tækifæri til að skoða sig aðeins um á meðan á mótinu stendur. Af þessu tilefni hafa þeir verið í fjáröflun frá síðasta vori, þeir hafa selt krydd, aðstoðað við flutninga, selt blóm, sett upp fyrir jólahlaðborð Rótarý og nú er komið að kleinubakstri.
Meira

Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga

Nú er vor í lofti og víða farinn að sjást aur á afvegum. Einu sinni boðaði það byrjun Sæluviku og svo verður um ókomin ár. Nú sem fyrr leitum við til ykkar vísnasmiðir um land allt og förum þess á leit að þið botnið nokkra fyrriparta. Ég efast ekki um árangurinn.
Meira