feykir.is
Skagafjörður, Lokað efni
08.11.2024
kl. 11.50 oli@feykir.is
Morgunblaðið sagði frá því í vikunni að hæsta upphæð fjárhagsaðstoðar til einstaklinga sem sveitarfélög veita er í Skagafirði eða alls 281.280 kr. Þetta kom fram í samanburði á grunnfjárhæðum fjárhagsaðstoðar sem nær til 30 sveitarfélaga á landinu.
feykir.is
Skagafjörður, Lokað efni
08.11.2024
kl. 07.29 oli@feykir.is
Í aðsendri grein sem birtist sl. mánudag á Feykir.is tjáði Einar E. Einarsson, formaður landbúnaðar og innviðanefndar Skagafjarðar, sig um söfnun á lífrænum úrgangi frá landbúnaði. Feykir innti Einar eftir því um hvað málið snérist í einföldu máli. „Í grunninn snýst þetta um að þessi þjónusta sem sveitarfélagið er milliliður um, er ekki að standa undir sér ásamt því að kostnaður hækkar ár frá ári,“ segir Einar.
feykir.is
Skagafjörður, Lokað efni
07.11.2024
kl. 12.08 oli@feykir.is
Á fundi skipulagsnefndar Skagafjarðar var í byrjun október tekin fyrir umsókn frá Kaupfélagi Skagfirðinga um lóðir eða svæði austan við Aðalgötu 16b þar sem áður var Minjahús Skagafjarðar. Húsið var gert upp og stækkað og þar eru nú 28 vel búin herbergi ætluð m.a. starfsmönnum sem starfa hjá KS í sláturtíðinni. Fram kemur í fundargerðinni að Kaupfélagið sjái fyrir sér að fjölga gistirýmum á reitnum þannig að þar verði a.m.k. 50 herbergi og hótel rekið á ársgrundvelli.
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Hestar, Lokað efni
07.11.2024
kl. 09.59 oli@feykir.is
Uppskeruhátíð æskulýðsdeildar Skagfirðings fór fram sunnudaginn 3. nóvember sl. þar sem veitt voru verðlaun fyrir gott keppnistímabil. Pollarnir fengu öll þátttökuverðlaun fyrir flottan árangur og alveg ljóst að framtíðin er björt hjá Hestamannafélaginu Skagfirðing með alla þessa efnilegu og flottu knapa.
Frá því kvótakerfið var lögfest árið 1983 hefur okkur aldrei tekist að uppfylla markmið kvótakerfisins, sem var að auka veiði. Árin fyrir lögfestingu kvótakerfisins veiddust yfirleitt um 400.000 tonn af þorski á ári og studdum mun meira, en síðan kvótakerfið tók gildi þá heyrir það til undantekninga að þorskaflinn nái yfir 200.000 tonn.
„Ameríkanar eru klikk!“ sagði Steinríkur þegar hann og Ástríkur höfðu kynnst heimamönnum eftir að hafa óvart rambað á þessa sérkennilegu nýju heimsálfu. Það er ekki alveg pottþétt að hann hafi haft rétt fyrir sér en heldur ekki ómögulegt..
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Lokað efni
06.11.2024
kl. 16.14 oli@feykir.is
Knattspyrnudeild Tindastóls hélt lokahóf sitt í Ljósheimum laugardagskvöldið 5. október en í sumar átti Tindastóll lið í Bestu deild kvenna og 4. deild karla og gekk þeim báðum vel. Að venju voru bestu leikmenn, þeir efnilegustu og bestu liðsfélagarnir valdir og hjá stúlkunum var María Dögg Jóhannesdóttir velin best og Josu Ibarbia hjá strákunum.
Gamalkunnugur gestur er mættur í veðurspá Veðurstofunnar eftir nokkrar fjarveru, nefnilega appelsínugula viðvörunin. Um átta í fyrramálið hvessir duglega hér á Norðurlandi vestra en gul viðvörun er fram að hádegi en þá bætir í vindinn og tekur sú applesínugula við um hádegi og stendur fram á kvöld.
Nú eru rúmar þrjár vikur þar til kosið verður til Alþingis. Hér í Norðvesturkjördæmi verða tíu listar á atkvæðaseðlinum. Reiknað var með ellefu framboðum en Græningjum tókst ekki að setja fram lista hér frekar en annars staðar á landinu. Það er næsta víst að það eiga ekki allir heimangegnt á kjörstað 30. nóvember og þurfa því að kjósa utan kjörstaðar. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst fimmtudaginn 7. nóvember.
Vindorka hefur verið eitt af gæluverkefnum fráfarandi ríkisstjórnar sem hefur notið góðs af þeim opna krana sem hefur verið úr ríkissjóði til handa þeim sem telja sig vera ómissandi. Í þessari kosningabaráttu sem er nú að ná hámarki hefur þessu umræðuefni brugðið fyrir þegar orkuþörf Íslendinga og loftslagsmálin eru rædd á meðal frambjóðenda.
Undanfarið hefur mikill hamagangur verið í landsmálunum og pólitíkinni. Hin ólánlega ríkisstjórn Vinstri grænna, Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks sprakk með látum og boðað hefur verið til alþingiskosninga. Ekki er með góðu móti hægt að halda því fram að landsmenn hafi orðið hissa eftir óstjórn og síendurtekin átök innan stjórnarinnar. Reyndar gerði nýr formaður Vinstri grænna, Svandís Svavarsdóttir, tilraun til að telja fólki trú um að hún hefði orðið hissa, en þær tilraunir hafa í besta falli vakið mönnum kátínu eftir þær yfirlýsingar og afarkosti sem hún og landsfundur VG settu samstarfsflokkum sínum fyrir skemmstu.
Ef marka má tímann sem fer í samfélagsumræðu fullorðins fólks um aðstæður, líf og framtíð barna og ungmenna mætti ætla að börn hefðu aldrei haft það betra og að það að vinna með börnum og ungmennum séu mikilvægustu störf þjóðarinnar. Að vera foreldri og sinna fjölskyldulífi með börnum og ungmennum sé sannkallað virðingarhlutverk en ekki baggi á atvinnulífinu sem þurfi að leysa á sem ódýrastan hátt.
Það er fátt mýkra en kanínur og ef þær eru til í knús þá er yndislegt að kúra með þessi dýr. En þær geta verið misjafnar þessar elskur en kanínan sem Telma Ýr í Kvistahlíðinni á Króknum á er mikið fyrir að vera nálægt mannfólkinu sínu og láta brasa með sig. Telma Ýr er dóttir Hildar Haraldsdóttur og Skarphéðins Stefánssonar og á hún eina systur, Ardísi Hebu.