Fréttir

Hæsta fjárhagsaðstoð til einstaklinga í Skagafirði

Morgunblaðið sagði frá því í vikunni að hæsta upp­hæð fjár­hagsaðstoðar til ein­stak­linga sem sveit­ar­fé­lög veita er í Skagaf­irði eða alls 281.280 kr. Þetta kom fram í sam­an­b­urði á grunn­fjár­hæðum fjár­hagsaðstoðar sem nær til 30 sveit­ar­fé­laga á land­inu.
Meira

Flott þjónusta en passa þarf kostnaðinn

Í aðsendri grein sem birtist sl. mánudag á Feykir.is tjáði Einar E. Einarsson, formaður landbúnaðar og innviðanefndar Skagafjarðar, sig um söfnun á lífrænum úrgangi frá landbúnaði. Feykir innti Einar eftir því um hvað málið snérist í einföldu máli. „Í grunninn snýst þetta um að þessi þjónusta sem sveitarfélagið er milliliður um, er ekki að standa undir sér ásamt því að kostnaður hækkar ár frá ári,“ segir Einar.
Meira

Kaupfélagið þreifar fyrir sér með hótelstarfsemi á Króknum

Á fundi skipulagsnefndar Skagafjarðar var í byrjun október tekin fyrir umsókn frá Kaupfélagi Skagfirðinga um lóðir eða svæði austan við Aðalgötu 16b þar sem áður var Minjahús Skagafjarðar. Húsið var gert upp og stækkað og þar eru nú 28 vel búin herbergi ætluð m.a. starfsmönnum sem starfa hjá KS í sláturtíðinni. Fram kemur í fundargerðinni að Kaupfélagið sjái fyrir sér að fjölga gistirýmum á reitnum þannig að þar verði a.m.k. 50 herbergi og hótel rekið á ársgrundvelli.
Meira

Ungir knapar verðlaunaðir á uppskeruhátíð æskulýðsdeildar Skagfirðings

Uppskeruhátíð æskulýðsdeildar Skagfirðings fór fram sunnudaginn 3. nóvember sl. þar sem veitt voru verðlaun fyrir gott keppnistímabil. Pollarnir fengu öll þátttökuverðlaun fyrir flottan árangur og alveg ljóst að framtíðin er björt hjá Hestamannafélaginu Skagfirðing með alla þessa efnilegu og flottu knapa.
Meira

Tryggjum frelsi til handfæraveiða – eflum sjávarbyggðirnar | Eyjólfur Ármannsson skrifar

Frá því kvótakerfið var lögfest árið 1983 hefur okkur aldrei tekist að uppfylla markmið kvótakerfisins, sem var að auka veiði. Árin fyrir lögfestingu kvótakerfisins veiddust yfirleitt um 400.000 tonn af þorski á ári og studdum mun meira, en síðan kvótakerfið tók gildi þá heyrir það til undantekninga að þorskaflinn nái yfir 200.000 tonn.
Meira

Stundum skilur maður ekki baun | Leiðari 42. tbl. Feykis

„Ameríkanar eru klikk!“ sagði Steinríkur þegar hann og Ástríkur höfðu kynnst heimamönnum eftir að hafa óvart rambað á þessa sérkennilegu nýju heimsálfu. Það er ekki alveg pottþétt að hann hafi haft rétt fyrir sér en heldur ekki ómögulegt..
Meira

Viðvaranir

Ætli það sé tilviljun að Veðurstofan gefi út appelsínugula viðvörun daginn eftir að það varð ljóst að Donald Trump verði næsti forseti Bandaríkjanna?
Meira

María Dögg og Josu Ibarbia voru valin best á uppskeruhátíð Tindastóls

Knattspyrnudeild Tindastóls hélt lokahóf sitt í Ljósheimum laugardagskvöldið 5. október en í sumar átti Tindastóll lið í Bestu deild kvenna og 4. deild karla og gekk þeim báðum vel. Að venju voru bestu leikmenn, þeir efnilegustu og bestu liðsfélagarnir valdir og hjá stúlkunum var María Dögg Jóhannesdóttir velin best og Josu Ibarbia hjá strákunum.
Meira

Appelsínugul viðvörun á morgun

Gamalkunnugur gestur er mættur í veðurspá Veðurstofunnar eftir nokkrar fjarveru, nefnilega appelsínugula viðvörunin. Um átta í fyrramálið hvessir duglega hér á Norðurlandi vestra en gul viðvörun er fram að hádegi en þá bætir í vindinn og tekur sú applesínugula við um hádegi og stendur fram á kvöld.
Meira

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst á morgun

Nú eru rúmar þrjár vikur þar til kosið verður til Alþingis. Hér í Norðvesturkjördæmi verða tíu listar á atkvæðaseðlinum. Reiknað var með ellefu framboðum en Græningjum tókst ekki að setja fram lista hér frekar en annars staðar á landinu. Það er næsta víst að það eiga ekki allir heimangegnt á kjörstað 30. nóvember og þurfa því að kjósa utan kjörstaðar. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst fimmtudaginn 7. nóvember.
Meira