Styrkir til eflingar hjólaferðaþjónustu á Norðurlandi vestra

Á vef SSNV segir að þetta styrkjakerfi SUB er hannað til að styðja við lítil og meðalstór fyrirtæki (SME), sem sinna hjólaferðaþjónustu og hjálpa þeim að styrkja starfsemi sína og auka viðskipti sín. Hver styrkur, nemur allt að € 5,000, - (ISK 725.000,-) og má notast fyrir virðisaukandi þjónustu eins og að ráða utanaðkomandi aðstoð við markaðsherferð, þróa viðskiptamódel eða styrkja vörumerki o.s.frv. Að auki getur styrkurinn gert fyrirtækjum kleift að gera þjónustu sína meira aðlaðandi fyrir hjólreiðafólk og hjólaferðamenn.

Hverjir geta sótt um?

Félög sem starfa í hjólaferðamennsku, sem hjólaleigur, ferðaskipuleggjendur, gistihús, þjónustufyrirtæki, o.fl.

Umsækjendur skulu vera lögaðilar starfandi á Norðurlandi vestra, þar sem styrkurinn er ætlaður fyrirtækjum sem starfa á „SUB svæðum“.

Einstaklingar án fyrirtækjaskráningar og stórfyrirtæki geta ekki sótt um. Skráð félagasamtök, sem vinna með hjólaferðamennsku eru gjaldgeng.

Hvaða tegund verkefna erum við að leita að?

Við leitum að verkefnum sem stuðla að nýjungum, sjálfbærum og vaxtarmiðuðum hugmyndum tengdum hjólaferðamennsku.

Til dæmis:

- Þróun nýrrar þjónustu, leiða eða upplifana fyrir hjólreiðafólk.

- Bættir innviðir (hjólageymslur, viðgerðarstöðvar o.s.frv.).

- Aukning á sjálfbærnisviðleitni (vistvænar lausnir, minnkun kolefnisspors).

- Stafrænar lausnir fyrir stafræna leiðaskipulagningu, merkingar o.s.frv.

- Stafræn markaðssetning og sölumál, t.d. heimasíða, bókunarþjónusta, SEO (leitarvélabestun).

- Uppbygging þekkingar í formi þjálfunar, ráðgjafar eða þ.h.

- Alþjóðasamstarf og -markaðssetning í gegnum söluferðir, viðburðir og/eða skipulagningu FAM-ferða.

Takmarkanir: Styrkin má ekki nota til að standa straum af daglegum rekstri, til verkefna sem þegar eru fjármögnuð af öðrum aðilum eða til verkefna, sem þegar eru hafin.

Upplýsingar um styrk- og fjármögnunarreglur

Hámarksstyrkur: Allt að € 5,000 á verkefni, þó ekki hærri en ISK 725.000,- (VSK leggst ekki ofan á þessa upphæð og skal vera innifalin, ef svo ber undir)

Ekki er gert ráð fyrir eigin framlagi á móti.

Hvað kostnaður er greiddur? Til dæmis utanaðkomandi sérfræðiþekking eða ráðgjöf, markaðssetning, ferðakostnaður, en EKKI laun eða rekstrarkostnaður

Verkefnistími: Frá 1. júní til 30. nóvember 2025

Hvernig virkar styrkeveitingin?

Þegar þú hefur fengið úthlutað styrk, mun SUB tengiliður á þínu svæði annast innkaup á umsömdu verkefnisinnihaldi .

Í ljósi þessa fær umsækjandi styrkinn ekki greiddan út, né né þarf að gefa út reikning. Þess í stað fær umsækjandi þá þjónustu sem óskað er eftir frá birgja/þjónustuaðila . Kostnaðurinn verður þar á eftir greiddur af staðbundnum SUB samstarfsaðila (SSNV).

Öll verkefnavinna skal útfærð og innheimt af utanaðkomandi þjónustuveitanda innan gefins tímaramma, fyrir nóvember 2025. Með þeirri undantekningu að þátttaka í ferðasýningum, skipulagning FAM ferða eða álíka, er leyfð fram í maí 2026. Hins vegar verður þátttökugjald og annar tengdur kostnaður að vera innheimtur í síðasta lagi nóvember 2025.

Umsóknarfrestur og mat á umsóknum

Hvernig á að sækja um? Rafrænt umsóknarform

Frestur til: 27. apríl 2025

Við val á umsóknum skal skilgreina skýrt hvernig verkefnið mun gagnast með tilliti til:

Nýsköpunar og áhrifa á hjólreiðaferðaþjónustu (30%)

Framkvæmanleika og viðskiptatækifæra (30%)

Sjálfbærni og langtíma ávinnings (20%)

Skalanleika og endurtekningu (20%)

Fyrir sameiginlegar umsóknir gilda sérstakar reglur !
Tímalína og næstu skref

Frestur: 27. apríl 2025

Matstími: Maí 2025

Tilkynningar um styrki: 30. maí 2025

Framkvæmda tímabil: Júní – nóvember 2025

Upplýsingar og aðstoð

Davíð Jóhannsson david@ssnv.is

Þetta ferli styrkúthlutunar er sameiginlegt átak innan SUB- verkefnisins (Sjálfbærrar hjólaferðaþjónustu á Norðurslóðum 2023 – 2026), sem er samfjármagnað af Evrópska Interreg NPA verkefninu (Norðurslóðaáætlun) og staðbundnu framlagi aðila verkefnisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir