Fréttir

Byggðaþróun í Húnabyggð | Torfi Jóhannesson skrifar

Þruma úr heiðskýru var það kannski ekki, en vissulega reiðarslag. Við lokun sláturhússins á Blönduósi missa 20-30 manns vinnuna og héraðið missir einn af sínum stærstu vinnustöðum. Það er langt síðan ég hef búið í sveitinni en stóran hluta þess tíma hef ég unnið við verkefni tengd landbúnaði og byggðaþróun. Síðasta áratuginn á vettvangi Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna. Og það sem við sjáum gerast á Blönduósi er sagan endalausa. Stundum er það náma sem lokar, stundum herstöð, stundum stórt fyrirtæki, stundum ferðamannasvæði sem fer úr tísku og stundum bara hægfara þróun drifin af lágri fæðingartíðni og löngun unga fólksins að sækja menntun og vinnu í stærri þéttbýlisstaði.
Meira

Ærsladraugar eru algjörlega óútreiknanlegir

Það er allt á útopnu í leikhúslífi Norðurlands vestra þennan veturinn. Flestir, ef ekki allir, skólar setja upp metnaðarfull verk og leikfélögin gefa ekkert eftir. Nú á laugardag stíga leikarar Leikfélags Hofsóss á svið í Höfðaborg á Hofsósi og frumsýna Ærsladraug Noels Coward í leikstjórn Barkar Gunnarssonar. Feykir sendi formanni LH, Fríðu Eyjólfsdóttur, nokkrar spurningar af þessu tilefni.
Meira

Það má reikna með dramatík í kvöld

Síðasti deildarleikurinn í Bónus deild karla er í kvöld og úrslitakeppnin handan við hornið! Tindstoll tekur á móti Íslands- og bikarmeisturum Vals klukkan 19:15. Hamborgarar og drykkir og okkar eini sinni Helgi Sæmundur í tjaldinu frá kl 18:00. Í þessari frétt fer Feykir yfir stöðuna á toppnum og hvaða möguleikar eru þar fyrir hendi og loks minnir lögreglan fólk á að betra sé að skilja bílinn eftir heima en að leggja ólöglega við Síkið.
Meira

Lítill áhugi fyrir að reisa vindorkuver í Skagafirði

Nokkur umræða hefur verið um vindorkuver á landinu síðustu misserin og sitt sýnist hverjum. Í aðalskipulagi sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020–2035, sem samþykkt var fyrir þremur árum, er meðal annars sagt frá því að meðal þess sem litið var til voru möguleikar til orkuframleiðslu til hagsbóta fyrir sveitarfélagið. Þar kemur fram að sveitarfélagið hafi unnið að kortlagningu svæða sem henta fyrir nýtingu vindorku.
Meira

Stólastúlkur lögðu Stjörnuna og tryggðu sér sjötta sætið

Síðasta umferðin í Bónus deild kvenna var spiluð í gær og á Króknum tók lið Tindastóls á móti Garðbæingum í Stjörnunni. Bæði lið höfðu tryggt sér sæti í úrslitakeppninni og í raun var það aðeins sjötta sætið í deildinni sem var undir. Leikurinn var lengstum spennandi en lið Tindastóls leiddi allan síðari hálfleik en það var ekki fyrr en Brynja Líf datt í gírinn á lokamínútunum sem heimastúlkur náðu að hrista gestina af sér. Lokatölur voru 78-67, sjötta sætið því staðreynd og leikir gegn Íslandsmeisturum Keflavíkur í átta liða úrslitum.
Meira

Værum öruggari utan Schengen | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

„Friðhelgi landamæra er samofin þjóðaröryggi landsins og því mikilvægt að tryggja öryggi þeirra og að borgaralegar löggæslustofnanir séu í stakk búnar til að takast á við nýjar og fjölbreyttar áskoranir. Á sama tíma er þörf á að styrkja viðbúnað okkar til takast á við ytri ógnir.“ Svo segir í grein sem Jón Pétur Jónsson, yfirlögregluþjónn við embætti Ríkislögreglustjóra og fulltrúi Íslands í stjórnborði Frontex, landamærastofnunar Evrópusambandsins, og Íris Björg Kristjánsdóttir, sviðsstjóri alþjóða- og landamærasviðs hjá embættinu og varamaður hjá stjórnborðinu, rituðu á Vísi nýverið.
Meira

„Vanmetinn titill sem erfitt er að vinna“

Það er stórleikur í Síkinu í kvöld en Tindastólsmenn eygja von um að krækja í deildarmeistaratitilinn í fyrsta skipti í sögu félagsins. Það er því doldið undir og tilefnið kallar á topp frammistöðu. Andstæðingurinn gæti þó varla verið erfiðari; Íslands- og bikarmeistarar Vals sem hafa hitt á toppform á réttum tíma eins og stundum áður. Feykir fékk Benna Gumm, þjálfara Tindastóls, til að svara nokkrum spurningum af þessu tilefni.
Meira

Rebekka Ósk frá Varmahlíðarskóla þótti lesa best

Stóra upplestrarkeppnin fór fram í bóknámshúsi FNV í gærkvöldi en keppnin hefur verið haldin í 24 ár í Skagafirði. Í frétt á vef Grunnskólans austan Vatna segir að þrettán keppendur frá grunnskólunum þremur; Árskóla, GaV og Varmahlíðarskóla, hafi komið saman og lesið bæði texta og ljóð fyrir áheyrendur og dómnefnd. „Öll stóðu þau sig með einstakri prýði og voru skólum sínum til sóma,“ segir í fréttinni.
Meira

Ný skólanefnd við FNV

Það er líf og fjör í Fjölbraut á Króknum og aldrei hafa fleiri nemendur stundað nám við skólann en í vetur. Nýverið var ný skólanefnd skipuð til fjögurra ára fyrir Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra en skipunin gildir frá 24. mars 2025.
Meira

Aðalskipulag Skagafjarðar 2025-2040 kynnt í Miðgarði

Opinn kynningarfundur vegna endurskoðaða aðalskipulags Skagafjarðar 2025-2040 verður haldinn í Menningarhúsinu Miðgarði miðvikudaginn 2. apríl nk. og stendur frá kl. 16:30-18:30. Þar verður kynning á helstu breytingum í aðalskipulagi og fulltrúar skipulagsnefndar, skipulagsfulltrúi og skipulagsráðgjafar verða á svæðinu til að svara spurningum.
Meira