Fréttir

RARIK stefnir á að setja niður djúpdælu í landi Reykja í vikunni

Í þessari viku áformar RARIK að setja niður djúpdælu í borholu í landi Reykja í Húnabyggð en eftir niðursetningu hennar tekur við vinna við tengingar, prófanir og uppkeyrsla, sem gætu tekið um sex vikur. Í frétt Húnahornsins segir að eftir það sé áætlað að taka holuna formlega í notkun með viðhöfn.
Meira

Hátt í áttatíu landanir sl. tvær vikur á Norðurlandi vestra

Því miður var ekkert pláss fyrir aflafréttir í Feykisblöðunum sl. tvær vikur en í staðinn mæta þær á vefinn, öllum til mikillar gleði. Það er helst að frétta að 15 bátar lönduðu í Skagastrandarhöfn hátt í 817 tonnum í 62 löndunum.
Meira

Sólarhring bætt við gulu veðurviðvörunina

Hvassviðri er á mest öllu landinu og er gul veðurviðvörun ríkjandi. Gul viðvörun er á Norðurlandi vestra og hefur sú viðvörun lengst um sólarhring síðan í gær og gengur vindur ekki niður að ráði fyrr en í fyrramálið. Bálhvasst er í Skagafirði þar sem nú er sunnanátt en snýst í suðvestan þegar líður að hádegi og ekki minnkar vinduinn við það.
Meira

Förum betri vegi til framtíðar | Frá frambjóðendum Sjálfstæðisflokks

Undanfarnar tvær vikur höfum við frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi ferðast um kjördæmið víðfeðma sem við bjóðum okkur fram í til þjónustu og hagsmunagæslu. Áskoranirnar eru margar en það er kunnara en frá þurfi að segja hversu bágborið ástand vegakerfis er víðast hvar. Þó að framfarir hafi orðið á sumum svæðum á allra síðustu árum eru samt til staðar þjóðvegir sem lagðir voru fyrir rúmri hálfri öld og þóttu þá frekar bágbornir.
Meira

Gul veðurviðvörun og sumarhiti

Það er gul veðurviðvörun í gangi á Norðurlandi vestra sem stendur og fellur ekki úr gildi fyrr en undir hádegi á morgun, þriðjudag. Veðurstofan gerir ráð fyrir sunnan 15-23 m/s og vindhviður staðbundið yfir 30 m/s við fjöll. Varasamt fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi.
Meira

Eilíf höfuðborgarstefna | Álfhildur Leifsdóttir skrifar

Sú byggðastefna sem rekin hefur verið hérlendis undanfarna áratugi hefur skilað þeim vafasama árangri að um 70% landsmanna búa á milli Hvítá í Árnessýslu og Hvítár í Borgarfirði. Á meðan berjast sveitarfélög utan þess svæðis við að halda uppi ákveðnu þjónustigi og vera búsetukostur sem laðar að nýtt fólk. Lengi hefur legið fyrir að sveitarfélögin þurfa að auka tekjustofna sína og fjölga íbúum. En hvernig?
Meira

Fundað um stöðu íbúðauppbyggingar og framtíðarhorfur

HMS, Tryggð byggð og Samtök iðnaðarins standa fyrir fundarröð um land allt um stöðu íbúðauppbyggingar og framtíðarhorfur. Í samstarfi við Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra er boðað til fundar um stöðu íbúðauppbyggingar á Norðvesturlandi. Fundurinn verður haldinn á veitingastaðnum Sauðá á Sauðárkróki miðvikudaginn 13. nóvember og hefst kl. 12:00. Boðið verður upp á súpu og brauð.
Meira

Rabb-a-babb 233: Baldur Hrafn

Í byrjun sumars var Baldur Hrafn Björnsson ráðinn sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs hjá sveitarfélaginu Skagafirði. Hann er að sjálfsögðu fluttur á Krókinn þar sem hann býr með henni Steinunni Önnu ásamt dóttur þeirra, Hönnu Brá, sem er tveggja ára. „Fyrir á ég svo Magnús Elí, 17 ára, sem býr hjá okkur, og Söru Maríu, 19 ára, sem býr á Ísafirði,“ segir Baldur Hrafn.
Meira

Gaman að geta stokkið með í Skagafjörðinn

Sigríður Jónína Helgadóttir var alin upp á Úlfsstöðum í Blönduhlíð og flutti heim aftur eftir áratugi á höfuðborgarsvæðinu ásamt Snorra Snorrasyni sínum ekta manni. Þau hafa komið sér vel fyrir í Hólabrekku í Lýdó hinum forna. Börnin sem þau hjón eiga eru sex talsins og barnabörnin orðin níu. Börnin þeirra Siggu og Snorra eru flogin úr hreiðrinu en ævintýrin kölluðu og var það dóttir Siggu Jónu, Inga Sigríður, sem tók af skarið og ákvað að veita kvennaliði Tindastóls í körfunni krafta sína þegar þær voru í 1. deild 2023-2024 og því var gaman að geta bara stokkið með.
Meira

Fær hrylling þegar hún heyrir Uptown Funk / FANNEY BIRTA

„Fanney Birta Þorgilsdóttir heiti ég og bý í Síðu á Hofsósi með Fandam kærasta mínum og Ísak Abdiqani, sjö mánaða stráknum okkar. Fanney Birta, sem er fædd árið 1996, ólst upp á Hofsósi. Pabbi minn heitir Þorgils Heiðar Pálsson og er frá Eyrarlandi í Deildardal og mamma mín heitir Harpa Kristinsdóttir og er fædd á Dalvík en hefur búið á Hofsósi meira og minna allt sitt líf. Ég á fjögur systkini og tvær yndislegar stjúpsystur. Stórfjölskylda!“ Þannig er nú það en hvaða erindi á Fanney Birta í að svara Tón-lystinni?
Meira