A-Húnavatnssýsla

Dráttur í húsnæði Björgunarfélagsins Blöndu

Í framhaldi af undirskrift um kaup á nýju húsnæði Björgunarfélagsins Blöndu á Miðholti á Blönduósi var gengið frá sölu á húsnæði félagsins að Efstubraut 3. Í færslu sveitarinn á Facebook-síðu sinni kemur fram að aðstaðan á Efstubraut 3 hafi verið byggð í sjálfboðavinnu af félögum í Hjálpasveit skáta á Blönduósi og Björgunarsveitarinnar Blöndu á árunum milli 1970 og 1980 en þau félög hafi síðar verið sameinuð, eða árið 1999, í Björgunarfélagið Blöndu.
Meira

Sameiningarhugleiðing á sauðburðarvaktinni

Hér sem ég sit með fartölvuna í fjárhúsunum og fylgist með 17-771 bera seinna lambinu langar mig að segja frá því þegar ég fluttist í Húnavatnssýslu. Ég og sambýlismaður minn keyptum jörðina Víkur á Skaga haustið 2016 og tókum við sauðfjárbúskapnum þar. Skömmu áður en ég var kosin í sveitarstjórn vorið 2018 komst ég að því að við byggjum í sveitarfélaginu Skagabyggð.
Meira

Frelsið og jörðin

Frelsið er grundvallarþáttur í stefnu Sjálfstæðisflokksins. Frelsi til búsetu, frelsi til mennta, frelsi til atvinnu, frelsi til viðskipta og frelsi til athafna. Innifalið í athafnafrelsinu m.t.t. hinna dreifðu byggða landsins, skyldi vera frelsi til að stunda þá búgrein sem hentar viðkomandi bújörð og þar sem viðkomandi ábúandi getur nýtt og virkjað menntun sína, reynslu og áhugasvið.
Meira

„Blaðið birtist fyrst á óvenju miklum átakatímum,“ segir Ingi Heiðmar, dyggur áskrifandi Feykis í 40 ár

Í tilefni afmælistímamóta Feykis var ákveðið að hafa upp á einum áskrifanda sem fengið hefur blaðið inn um lúguna frá upphafi og kom þá nafn Inga Heiðmars Jónssonar upp í hugann en hann getur hæglega talist fulltrúi Húnvetninga, Skagfirðinga og brottfluttra í lesendahóp blaðsins. "Ég álít að þetta blað hafi skilað íbúunum drjúgum ávinningi," segir hann.
Meira

Fékk boltann beint í höfuðið og steinlá í grasinu - Liðið mitt Helena Magnúsdóttir

Það er nú ekki ónýtt að hafa fyrrverandi meistaradeildarleikmann Breiðabliks í sjúkrateymi Tindastóls, bæði í fótbolta og körfu en Helena Magnúsdóttir eða Lena sjúkraþjálfari, hefur sinnt því hlutverki um margra ára bil. Hún starfar við Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki en passar upp á leikmenn kvenna og karla þess utan með sínu árangursríka nuddi. Á heimasíðu KSÍ má finna fótboltaferil Lenu sem hófst hjá Breiðablik í 1. deild kvenna árið 1994 og þar á hún alls 32 meistaraflokksleiki fram til 1999 er deildin kallaðist Meistaradeild kvenna. Lena svarar spurningum í Liðinu mínu.
Meira

Gleðilega hvítasunnu

Hvítasunnan er auk páska og jóla ein af sameiginlegum höfuðhátíðum kristinnar kirkju og markaði hátíðin upphaflega lok páskatímans sem stóð í 50 daga. Síðar varð hún að sjálfstæðum minningardegi um það sem kallað er úthelling heilags anda, segir í svari Vísindavefsins við spurningunni: Af hverju er hvítasunnan haldin hátíðleg?
Meira

Öruggur sigur Kormáks Hvatar

Lið Kormáks Hvatar tók á móti Vængjum Júpíters á Sauðárkróksvelli í dag í D-riðli 4. deildar. Leikurinn var bráðfjörugur og útlit fyrir að Húnvetningar séu til alls líklegir í sumar. Þeir voru 3-1 yfir í hálfleik, komust síðan í 4-1 en gestirnir löguðu stöðuna örlítið undir lokin og úrslitin því 4-2.
Meira

„Sterkari rödd út á við til eflingar svæðisins,“ segir Jón Gíslason formaður sameiningarnefndar A-Hún.

Sveitarstjórnir Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps, Skagabyggðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar skipuðu samstarfsnefnd til að kanna hvaða áhrif sameining sveitarfélaganna myndi hafa á rekstur og þjónustu sveitarfélaganna og hlaut verkefnið nafnið „Húnvetningur“ en allar upplýsingar um verkefnið er hægt að nálgast á samnefndri heimasíðu þess. Í samstarfsnefnd sitja tveir fulltrúar hverrar sveitarstjórnar, auk framkvæmdastjóra sveitarfélaganna og er formaður verkefnishópsins Jón Gíslason, oddviti sveitarstjórnar Húnavatnshrepps.
Meira

„Förum fullir sjálfstrausts og tilhlökkunar inn í sumarið“

Lið Kormáks Hvatar spilaði fyrsta leikinn í D-riðli 4. deildar um liðna helgi en þá mættu þeir liði Léttra á Hertz-vellinum í Breiðholtinu. Áður en keppni hófst sendi Feykir nokkrar spurningar á Ingva Rafn Ingvarsson sem tók við þjálfun liðsins nú á vordögum eftir smá sviptingar á þjálfaramarkaðnum. Hann segir lið sitt fara fullt sjálfstrausts og tilhlökkunar inn í sumarið.
Meira

Íbúafundir á Blönduósi og Skagaströnd vel sóttir

Dagana 18. og 19. Maí voru haldnir íbúafundir á Blönduósi og Skagaströnd vegna sameiningar sveitarfélagana í austur Húnavatnssýslu. Um 20 manns sóttu fundinn á Blönduósi sem haldinn var í félagsheimilinu þar og um 35 fundinn á Skagaströnd, en hann fór fram í Fellsborg. Fundunum var einnig streymt beint á netið, en um 120 manns fylgdust með báðum fundunum þar.
Meira