A-Húnavatnssýsla

20 milljóna framlag í Umhverfisakademíu að Húnavöllum

Ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaganna hefur samþykkt 20 milljóna króna framlag vegna undirbúnings og stofnunar Umhverfisakademíu að Húnavöllum. Nefndin leggur til að 10 milljónir króna komi til greiðslu á þessu ári og 10 milljónir á því næsta. Samþykktin er gerð með fyrirvara um sameiningu sveitarfélaganna fjögurra í Austur-Húnavatnssýslu og jákvæðri umsögn menntamálaráðuneytisins um starfsemi skólans.
Meira

Sveitarfélagið Skagafjörður með lægsta meðaldurinn á Norðurlandi vestra

Byggðastofnun hefur uppfært íbúafjöldamælaborð sitt með mannfjöldatölum Hagstofu Íslands frá 1. janúar 2021. Í mælaborðinu eru byggðakjarnar og sveitarfélög sýnd á korti og upplýsingar um íbúafjölda, kynjaskiptingu og aldursdreifingu birtast þegar músarbendill er færður yfir svæði á kortinu.
Meira

Félagsmót og úrtaka fyrir fjórðungsmót undirbúin

Nú eru hestamannafélögin á Norðurlandi vestra farin að undirbúa sín félagsmót sem einnig eru auglýst sem úrtaka fyrir Fjórðungsmót Vesturlands en það mót verður haldið 7.-11. júlí í sumar. Skagfirðingur ríður á vaðið og heldur sitt mót um næstu helgi.
Meira

Markaðsráð Kindakjöts auglýsir eftir styrkumsóknum vegna sauðfjárafurða

Markaðsráð Kindakjöts hefur auglýst eftir styrkumsóknum vegna sauðfjárafurða. Umsóknarfrestur er til og með 6. júní. Auglýst er eftir umsóknum og styrkjum úthlutað tvisvar á ári. Einstaklingar, hópar, félög, samtök, rannsóknarstofnanir, háskólar og fyrirtæki geta sótt um styrki vegna sauðfjárafurða hjá Markaðsráði Kindakjöts. Greint er frá þessu á vef SSNV.
Meira

Atvinnumál kvenna - Styrkúthlutun

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, úthlutaði styrkjum nú á dögunum til Atvinnumála kvenna. Alls bárust 300 umsóknir og af þeim hlutu 44 verkefni styrki. Fjögur verkefni af 44 koma af Norðurlandi vestra.
Meira

Ferðagjöfinni eytt fyrir 18 milljónir á Norðurlandi vestra

Samkvæmt Mælaborði Ferðaþjónustunnar var Ferðagjöfinni eytt fyrir að andvirði 18 milljóna á Norðurlandi vestra. Átta milljónum var eytt afþreyingu, öðrum átta milljónum í gistingu og svo urðu þrjár milljónir eftir á veitingastöðum á svæðinu.
Meira

Hrútey hlýtur styrk frá Ferðamálastofu

Í fundargerð byggðarráðs Blönduósbæjar 26. Maí sl.  kom fram staðfesting á því að ferðamálastofa hafi veitt Hrútey styrk úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða að upphæð 15 milljóna króna.
Meira

Kaflaskil í landbúnaði – Ræktum Ísland

Það þarf ekki að fjölyrða um gildi og þýðingu íslensks landbúnaðar, fyrir þeim sem á annað borð geta séð í samhengi þjóðarhag og hagsmuni þeirra sem landið byggja. Áhrif landbúnaðar eru langt umfram fjölda bænda, eða beinharðar framleiðslutölur eða hlutdeildar á markaði matvæla. Landbúnaður hefur sannarlega gengið í gegnum mikla breytingar á undanförnum áratugum. Óvíða hefur framleiðni aukist meira.
Meira

Blönduósbær hyggst færa viðskipti sín yfir til Landsbankans

Á fundi byggðarráðs Blönduósbæjar miðvikudaginn 26. maí síðastliðinn, greindi sveitastjóri Blönduósbæjar, Valdimar O. Hermannsson frá því hann hefði átt viðræður við Landsbankann um bankaviðskipti sveitarfélagsins. Samhliða því lagði hann til að Blönduósbær færði viðskipti sín til Landsbankans.
Meira

Starfshópur um Umhverfisakademíu á Húnavöllum skilar af sér skýrslu

Við undirbúning kosningar um sameiningu fjögurra sveitarfélaga í austur Húnavatnssýslu kom fram sú hugmynd að koma á fót námi í umhverfisfræðum á Húnavöllum. Hugmyndin er liður í því að gera fyrirhugað nýtt sveitarfélag að umhverfisvænasta sveitarfélagi landsins. Til að sú framtíðarsýn verði að veruleika þarf að eiga sér stað mikil stefnumótun og vinna við aðgerðaráætlun.
Meira