20 milljóna framlag í Umhverfisakademíu að Húnavöllum
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Fréttir
03.06.2021
kl. 08.21
Ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaganna hefur samþykkt 20 milljóna króna framlag vegna undirbúnings og stofnunar Umhverfisakademíu að Húnavöllum. Nefndin leggur til að 10 milljónir króna komi til greiðslu á þessu ári og 10 milljónir á því næsta. Samþykktin er gerð með fyrirvara um sameiningu sveitarfélaganna fjögurra í Austur-Húnavatnssýslu og jákvæðri umsögn menntamálaráðuneytisins um starfsemi skólans.
Meira