A-Húnavatnssýsla

Týndi snúbba sem fannst svo á öruggum stað

Kanínur eru fyrirtaks inni gæludýr, með frábæran persónuleika og geta verið mjög skemmtilegar. Þær eru líka mjög félagslyndar en þær þurfa líka sitt einkapláss en vilja þó alltaf vera nálægt fjölskyldunni því þær hafa ríka þörf fyrir samskipti og hreyfingu en þurfa einnig að hafa eitthvað við að vera.
Meira

Þrjú smit til viðbótar á Króknum

Greint er frá því á Facebook-síðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra að þrír hafi greinst jákvæðir með covid-19 smit í gær á Sauðárkróki og hafa því alls 14 aðilar greinst frá því fyrir helgi. Þrettán eru í einangrun á Króknum en einn tekur einangrunina út utan svæðisins.
Meira

Arnar HU 1 landaði rúmum 532 tonnum

Í síðustu viku voru það hvorki meira né minna en 45 bátar sem voru á veiðum á Norðurlandi vestra og er greinilegt að strandveiðarnar eru byrjaðar.
Meira

Óvissustig vegna hættu á gróðureldum á Norðurlandi Vestra

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjóra og slökkviliðsstjórana á Norðurlandi Vestra hafa ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum. Ákvörðunin er byggð á því að lítið hefur rignt á svæðinu undanfarið og veðurspá næstu daga sýnir heldur ekki neina úrkomu af ráði.
Meira

142 metra löng snekkja í Skagafirði

Þeir sem litu yfir fjörðinn fagra í morgunsárið í dag urðu ekki fyrir vonbrigðum því inn fjörðinn sigldi ein stærsta snekkja heims. Það er viðskipta­jöf­urinn And­rey Melnit­sén­kó sem er eigandi skútunnar og er Melnit­sén­kó sagður vera, sam­kvæmt viðskipta­rit­inu For­bes, 95. rík­asti maður heims og í sjö­unda sæti yfir auðug­ustu Rúss­ana.
Meira

Tveir til viðbótar greindust með Covid á Sauðárkróki

Í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra nú fyrir stundu kemur fram að tvö ný Covit-19 smit hafi greinst á Sauðárkróki í gærkvöldi. Þar með er fjöldi smitaðra í bænum kominn upp í ellefu.
Meira

Sameining til að sækja tækifæri

Það eru að verða komin 14 ár síðan ég og mín fjölskylda fluttum á Blönduós, aftur heim. Ég hef aldrei séð eftir þeirri ákvörðun og mér líður vel í Austur-Húnavatnssýslu. Framan af skipti ég mér ekki af málefnum sveitarfélagsins en á því varð óvænt breyting árið 2014 og var ég þá allt í einu kominn í sveitarstjórn. Margt hefur breyst á þessum tíma og annað ekki.
Meira

Sameiningartillaga kynnt á íbúafundum

Boðað er til íbúafunda til kynningar á tillögu samstarfsnefndar um sameiningu Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps, Skagabyggðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar, sem kosið verður um þann 5. júní næstkomandi. Fundunum verður einnig streymt og geta þátttakendur sent spurningar rafrænt til samstarfsnefndar.
Meira

Átta vettvangsliðar útskrifaðir á Skagaströnd

Síðustu helgi þreyttu átta Skagstrendingar próf og útskrifuðust sem vettvangsliðar eftir 40 stunda námskeið frá Sjúkraflutningaskólanum á Akureyri. Á vef sveitarfélagsins segir að Skagstrendingar eigi því nú átta fullgilda vettvangsliða sem tryggja fyrstu hjálp þegar útköll berast og annast einstaklinga þangað til sjúkrabíll og læknir mæta á staðinn.
Meira

Valgarður Lyngdal Jónsson leiðir lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi

Framboðslisti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 25. september í haust var samhljóða samþykktur á fundi kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í gærkvöldi. Áður hafði verið kosið í þrjú efstu sætin á aukakjördæmaþingi þann 27. mars sl. en uppstillinganefnd sá um að stilla upp á listann frá fjórða sæti. Á listanum má finna fjóra aðila á Norðurlandi vestra sá efsti, Gunnar Rúnar Kristjánsson í Austur-Húnavatnssýslu, í 6. sæti.
Meira