A-Húnavatnssýsla

Hvetur alla íbúa að taka þátt í kosningunni - Ingvar Björnsson Húnavatnshreppi

Ingvar Björnsson býr á Hólabaki í Þingi og rekur, ásamt Elínu Aradóttur konu sinni, kúabú og textíl- og hönnunarfyrirtæki sem framleiðir vörur undir vörumerkjunum Lagður og Tundra. Þau hjón eiga þrjú börn, Aðalheiði 15 ára, Ara 12 ára og Elínu 8 ára. Ingvari finnst faglega hafi verið staðið að undirbúningi sameiningar og er hlynntur þeim.
Meira

Ókostur að skipta börnum úr dreifbýlinu í báða skólana - Erla Jónsdóttir Skagabyggð

Erla Jónsdóttir býr í Kambakoti í Skagabyggð, framkvæmdastjóri Lausnamiða, sem er bókhalds- og rekstrarráðgjafa fyrirtæki með skrifstofu á Skagaströnd. Einnig stundar hún kolefnisjafnaða sauðfjárframleiðslu á jörðunum Kambakoti og Hafursstöðum ásamt Jóhanni Ásgeirssyni, eiginmanni sínum og börnum þeirra, Freyju Dís og Loga Hrannari. Erla er ekki hlynnt sameiningu og telur hana snúast meira um skiptingu starfa á milli Skagastrandar og Blönduóss frekar en nokkuð fyrir íbúa Skagabyggðar.
Meira

Telur stærra sveitarfélag verða öflugra að öllu leyti - Sigurlaug Gísladóttir Blönduósi

Sigurlaug Gísladóttir, sem fædd er og uppalin í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði, býr nú á Blönduósi og rekur verslunina Húnabúð þar í bæ, sem er hvoru tveggja í senn, kaffihús með blóm og gjafavörur.
Meira

Skora á fólk að hafna sameiningu - Ólafur Bernódusson Skagaströnd

Ólafur Bernódusson kennari, námsráðgjafi og verkefnisstjóri í Höfðaskóla á Skagaströnd, er mjög skeptískur á sameiningu og hvetur fólk til að hafna henni í kosningunum. Ólafur er fæddur og uppalinn á Skagaströnd, giftur, þriggja barna faðir.
Meira

Merkjum X við aukinn slagkraft

Nú þegar styttist í kosningar þann 5. júní, eru nokkur atriði sem koma upp í hugann, þá sérstaklega eftir að hafa setið sem fulltrúi í samstarfsnefndinni og fylgst með íbúafundum sem fram hafa farið í sveitarfélögunum fjórum. Í þessari umræðu kom það sjónarmið fram að sveitarfélögin væru hvert og eitt vel í stakkbúin til þess að takast á við þær áskoranir sem að okkur sækja, þá langar mig að velta því hér upp. Af hverju hefur okkur þá ekki tekist betur upp með að snúa við neikvæðri íbúaþróun? fjölga atvinnutækifærum og bæta hér vegi? (ef vegi mætti sum staðar kalla).
Meira

Ræktum Ísland - Hringferð um landið hefst í kvöld

Fyrsti fundur í hringferð um Ræktum Ísland!, umræðuskjal um landbúnaðarstefnu fyrir Ísland, fer fram í Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri kl. 20 í kvöld. Á morgun fer fram fundur á Ísafirði en alls er boðað til tíu opinna funda um allt land á næstu 16 dögum. Einn fundur verður haldinn á Norðurlandi vestra og mun fara fram á Blönduósi þann 8. júní.
Meira

Blönduósbær býður íbúum sínum upp á akstur á kjörstað

Blönduósbær býður íbúum sínum upp á akstur á kjörstað. Þeir sem vilja nýta sér það er bent á að hringja í Jón Ragnar Gíslason í síma 8649133 milli klukkan 10:00 og 16:00 á kjördag
Meira

RML gefur út fræðsluefni fyrir holdgripabændur

Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur gefið út fræðsluefnisbækling fyrir holdagripabændur, en undanfarið hafa starfsmenn RML unnið að gerð hans. Í bæklingunum er snert á flötum eins og beitarskipulagi, nautum og kvígum til ásetnings, áhrifum holdafars á frjósemi, fráfærur, uppeldi og margt fleira.
Meira

Húnvetningar. Framtíðin er okkar -Góð kjörsókn tryggir skýra niðurstöðu-

Á laugardag verður gengið til kosninga um sameiningu Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps, Skagabyggðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar. Sameiningarviðræðurnar eiga sér töluverðan aðdraganda og byggja á farsælli samvinnu sveitarfélaganna í félagsþjónustu og fræðslumálum, tónlistarskóla, atvinnu- og menningarmálum, skipulagsmálum og brunavörnum. Hagsmunir svæðisins eru að miklu leyti sameiginlegir, menningin svipuð og atvinnulíf byggir á sömu grunnstoðum, matvælaframleiðslu og ferðaþjónustu.
Meira

36 bátar á strandveiðum í síðustu viku á Norðurlandi vestra

Á Króknum var landað rúmum 507 tonnum í síðustu viku og var Drangey SK 2 aflahæst með rúm 204 tonn og uppistaða aflans var þorskur. Þá landaði einnig Silver Fjord tæpum 150 tonnum af rækju og Málmey SK 1 var með rúm 137 tonn af þorski. Tíu strandveiðibátar lönduðu á Króknum, alls 13.261 kg, og einn bátur landaði 2.981 kg af grásleppu. Á Skagaströnd voru 24 strandveiðibátar sem lönduðu tæpum 39 tonnum. Aflahæsti báturinn á Skagaströnd var eini báturinn sem var á línuveiðum, Óli á Stað GK 99, og landaði 5.099 kg. Tveir bátar lönduðu á Hofsósi og voru þeir báðir á strandveiðunum með alls 2.533 kg. Á Hvammstanga lönduðu einnig tveir bátar en annar þeirra var á grásleppuveiðum með 2.501 kg og hinn á dragnótarveiðum með alls 2.568 kg. Alls var landað 558.913 kg á Norðurlandi vestra.
Meira