A-Húnavatnssýsla

Fyrsta framhaldsprófið í söng frá Tónlistarskóla Húnaþings vestra

Í gær voru haldnir burtfararprófstónleikar Elvars Loga Friðrikssonar í Blönduóskirkju en Elvar Logi þreytti framhaldspróf í klassískum söng undir leiðsögn Ólafs Rúnarssonar söngkennara og Elinborgar Sigurgeirsdóttur fv. skólastjóra og tónfræðikennara, og voru tónleikarnir hluti af því.
Meira

Fellsborg til leigu

Sveitarstjórn Skagastrandar ákvað á fundi sínum þann 21. maí sl. að auglýsa Fellsborg, félagsheimilið í bænum, til leigu ásamt því að auglýsa eftir aðilum til þess að sjá um skólamötuneyti Höfðaskóla. Á heimasíðu sveitarfélagsins er óskað eftir rekstraraðilum fyrir Fellsborg og skólamáltíðirnar saman þar sem skólamötuneytið er staðsett í Fellsborg.
Meira

Styttist í að framkvæmdir við Þverárfjallsveg um Refasveit og Skagastrandarveg um Laxá fari í útboð

Eins og sjálfsagt flestir íbúar á Norðurlandi vestra vita þá stendur til að hefja framkvæmdir við Þverárfjallsveg um Refasveit og Skagastrandarveg um Laxá á næstunni en heildarlengd nýrra vega- og brúar verða um 11,8 km. Nú styttist í að verkið verði boðið út en fjárveitingar til verksins eru á samgönguáætlun fyrir árin 2022 til 2024 eða samtals um tveir milljarðar króna og verður stærsta verkefni Vegagerðarinnar á Norðurlandi vestra næstu misserin.
Meira

Íþrótta- og tómstundastarf á Blönduósi í sumar

Það verður nóg um að vera á Blönduósi í sumar þegar það kemur að íþróttum og tómstundum og hefur Blönduósbær gefið út bækling á vef sínum þar sem inniheldur upplýsingar um íþrótta- og tómstundastarf á Blönduósi sumarið 2021.
Meira

Mikið um framkvæmdir á Blönduósi

Um þessar mundir eru menn stórhuga á Blönduósi og mikið er um nýjar framkvæmdir, þar rís bæði íbúðarhúsnæði og iðnaðarhúsnæði. Búið er að reisa 5 íbúða raðhús við Sunnubraut sem verða tilbúnar til afhendingar í sumar og byrjað er byggja tveggja íbúða parhús við Smárabraut.
Meira

Gefum börnunum hljóðfæri í sumargjöf

Nú er Eurovision að baki og allri umræðu sem því fylgir að mestu lokið. Fólk hefur fundið ýmsar hliðar á keppninni til að gasa um; Framlag Íslands, forgang Eurovision-fara í bólusetningu, hvort Gísli Marteinn geti ekki bara verið heima hjá sér, eða hvort skattpeningar sínir séu að fara í þetta? En hvað sem því líður, þá held að það skipti ekki máli hvort umræðan sé neikvæð eða jákvæð fyrir Eurovision, því ég held því fram eins og margir aðrir að öll umfjöllun sé góð umfjöllun.
Meira

Formleg opnun TextílLab á Blönduósi

Föstudaginn 21. maí síðastliðinn var TextílLab opnað á Blönduósi að Þverbraut 1 en hún er fyrsta TextílLab smiðja sinnar tegundar hér á landi og tilheyrir Textílmiðstöð Íslands.
Meira

Sameining styrkir samfélagið

Sameining sveitarfélaga í A Hún er mjög mikilvæg. Fjölmörg sóknarfæri eru fyrir svæðið í heild ef íbúar allra sveitarfélaga samþykkja sameiningu. Þá verðum við í einu sveitarfélagi eftir sveitarstjórnarkosningar næsta vor. Tíminn þangað til yrði notaður til að undirbúa þennan merka áfanga mjög vel.
Meira

Bæjarhátíðir á Norðurlandi vestra í sumar

Nú er sumarið að ganga í garð og allt sem því fylgir og þar á meðal bæjarhátíðir. Í sumar er fyrirhugað að halda þrjár bæjarhátíðir á Norðurlandi vestra, Eldur í Húnaþingi í Húnaþingi vestra, Húnavaka á Blönduósi og Hofsós Heim á Hofsósi. Feykir hafði samband við skipuleggjendur hátíðanna og kynnti sér þær nánar.
Meira

Útskrift fíkniefnaleitarhunda og umsjónarmanna þeirra

Nú á dögunum fór fram útskrift fíkniefnaleitarhunda og þjálfara í Auðunarstofu á Hólum í Hjaltadal þar sem útskrifuð voru fjögur ný teymi hunda og þjálfara ásamt því að fimm önnur teymi luku endurmati.
Meira