A-Húnavatnssýsla

Sterk þrjú stig í pott Húnvetninga

Leikmenn Kormáks Hvatar bættu þremur stigum í pottinn þegar þeir mættu Úlfunum á Framvellinum í Reykjavík í gær. Bæði lið höfðu unnið einn leik og tapað öðrum í ansi jöfnum D-riðli 4. deildar og því mikilvægt fyrir bæði lið að sækja þrjú stig og koma sér betur fyrir á stigatöflunni. Húnvetningar skoruðu snemma leiks og þar við sat, lokatölur 0-1.
Meira

Það var allt til á háaloftinu hjá mömmu - Áskorendapenni Þórhalla Guðbjartsdóttir Blönduósi

Foreldrar mínir fluttu á Blönduós, nánar tiltekið á Húnabraut 34, sumarið 1965. Þá var ég níu mánaða gömul. Við áttum engar ættir að rekja til Húnavatnssýslna og enga nákomna ættingja þar en okkur var vel tekið og eignuðumst við fljótt stóra „fjölskyldu“ sem voru nágrannar okkar við Húnabrautina.
Meira

Samhent handavinnuhjón

Hjónin María Hjaltadóttir og Reynir Davíðsson eru handverksfólk vikunnar. Um áratuga skeið voru þau kúabændur á Neðri-Harrastöðum í Skagabyggð og með búskapnum voru þau landpóstar. María og Reynir eru flutt til Skaga-strandar og hafa komið sér þar vel fyrir, þar hafa þau komið sér uppi góðri aðstöðu fyrir áhugamálin, en Reynir útbjó sér smíðaskemmu í kjallaranum þar sem hann er með rennibekk og alls kyns verkfæri. Þau segja að þegar þau hættu búskapnum hafi þau loks haft tíma fyrir áhugamál.
Meira

Hefur verið starfrækt óslitið síðan 1947

Einn af þeim framleiðendum sem hafa verið að bjóða upp á vörur sínar í bíl smáframleiðenda er Garðyrkjustöðin Laugarmýri og kannast eflaust margir við fallegu blómin þeirra sem prýða marga garðana á sumrin. En Laugarmýri er ekki bara þekkt fyrir blómin þau rækta margt fleira og má þar t.d. nefna góðu og safaríku gúrkurnar sem eru ómótstæðilegar í salatið eða bara sem snakk.
Meira

L&E ehf. tekur við rekstri tjaldsvæðisins á Blönduósi - Leggja áherslu á framúrskarandi þjónustu og vinalegt viðmót

Um síðustu mánaðamót var tilkynnt um nýja rekstraraðila tjaldsvæðisins í Brautarhvammi á Blönduósi en þar er á ferðinni fyrirtækið L&E ehf. sem er í eigu Liyu og Ebba sem einnig eiga og reka matsölustaðinn Teni. Á heimasíðu Blönduóss kemur fram að einnig verði starfrækt Upplýsingamiðstöð í gamla Kaupfélagshúsinu en gert er ráð fyrir að fjöldi manns ferðist innanlands í sumar og nýir rekstraraðilar byrjaðir að undirbúa móttöku ferðalanga. Feykir sendi spurningar á Liyu og forvitnaðist um þetta nýja fyrirkomulag í bænum.
Meira

2700 skammtar af bóluefni á Norðurland í næstu viku

Þann 1. júní munu 2700 skammtar af bóluefni berast HSN en af þeim eru 1400 skammtar af Pfizer bóluefninu, sem verða m.a. nýttir í seinni bólusetningu þeirra sem fengu Pfizer bóluefni 11.-14. maí og í seinni bólusetningu hjá þeim sem fengu Astra Zeneca bóluefni fyrir 12 vikum og eiga að fá Pfizer í seinni bólusetningu.
Meira

100 nemendur brautskráðust frá FNV í dag

Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra var slitið í 42. sinn við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu á Sauðárkróki í dag. Enn litar Covid-faraldurinn líf okkar en vegna sóttvarnareglna voru einungis nemendur og nokkrir starfsmenn skólans viðstaddir en athöfninni var streymt á netinu. Alls brautskráðust 100 nemendur frá skólanum.
Meira

Sýning ræktunarbúa á Fjórðungsmóti 2021

Fjórðungsmót Vesturlands fer fram í Borgarnesi dagana 7. til 11. júlí í sumar. Í tilkynningu frá Framkvæmdanefnd mótsins er óskað eftir ræktunarbúum til að taka þátt í ræktunarbússýningu sem mun fara fram á mótinu.
Meira

Höfðaskóli fær Grænfána

Í gær, fimmtudaginn 27. Júlí, var Grænfáninn dreginn að húni í Höfðaskóla á Skagaströnd og Höfðaskóli því orðinn skóli á grænni grein, en frá því var greint á vef Sveitarfélagsins Skagastrandar.
Meira

Veðjum á ungt fólk

Á þessu kjörtímabili hafa verið tekin stór framfaraskref í félagslegum málum. Lenging fæðingarorlofs í ár, hækkun atvinnuleysisbóta og lækkun kostnaðar sjúklinga eru nokkur dæmi um slík skref. Á næsta kjörtímabili þurfum við að halda áfram þessari vegferð í átt að sterkara og réttlátara samfélagi. Ég tel að við þurfum sérstaklega að huga að málefnum ungs fólks, einkum að húsnæðismálunum og menntamálunum.
Meira