A-Húnavatnssýsla

SSNV og SSNE taka þátt í Nýsköpunarvikunni

Dagana 26. maí til 2. júní mun nýsköpunarvikan fara fram um allt land og munu Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV og Samtök sveitarfélaga Norðurlandi eystra, SSNE taka þátt í henni. Í boði verða fjölbreyttir rafrænir viðburðir sem tengjast nýsköpun á einn eða annan hátt.
Meira

Málmey SK 1 landaði rúmum 124 tonnum

Í aflafréttum er það helst að alls var landað tæpum 283 tonnum á Króknum, þar af voru 22.404 kg af grásleppu og strandveiðimenn náðu samanlangt 11.755 kg á land. Drangey SK 2 og Málmey SK 1 lönduðu samanlagt tæpum 238 tonnum en Málmey SK 1 var aflahæst með rúm 124 tonn. Uppistaða aflans var karfi og ufsi og var hún meðal annars á veiðum á Halanum. Á Skagaströnd var landað tæpum 64 tonnum, rúmum 18 tonnum af grásleppu og tæpum 35 tonnum frá standveiðimönnum. Aflahæsti báturinn á Skagaströnd var Onni HU 36 með rúm 11 tonn. Einn bátur landaði á Hvammstanga, Steini G HU 45, 4.763 kg af grásleppu og fimm bátar lönd- uðu á Hofsósi alls 10.836 kg. Heildarafli á Norðurlandi vestra var 362.913 kg.
Meira

Náttúruminjasafn Íslands þátttakandi í alþjóðlegu samstarfi til verndar líffræðilegri fjölbreytni

Sameinuðu þjóðirnar hafa útnefnt 22. maí dag líffræðilegrar fjölbreytni, en meiri ógn steðjar nú að fjölbreytileika lífríkis á jörðinni en nokkru sinni á okkar tímum, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Náttúruminjasafni Íslands. Jafnframt kemur fram að vísindamenn telji að allt að ein milljón tegunda sé í útrýmingarhættu.
Meira

Var að ljúka við að prjóna hestalopapeysu á ömmustelpuna mína sem fermist í vor

Björg Þorgilsdóttir er fædd og uppalin í Reykjavík ásamt sjö systkinum. Hún bjó lengst af í Ásgarði í Fossvoginum og gekk í Breiðagerðisskóla og Réttarholtsskóla.
Meira

Rabb-a-babb 198: Arnrún Bára

Nafn: Arnrún Bára Finnsdóttir. Fjölskylduhagir: Gift Kristjáni Blöndal og saman eigum við tvær dætur. Hverra manna ertu og hvar upp alin: Foreldrar mínir eru Finnur Kristinsson & Guðbjörg Ólafsdóttir. Ég er uppalin á Skagaströnd. Starf / nám: Hársnyrtimeistari, sveitarstjórnarfulltrúi / B.Ed í Grunnskólakennslufræðum. Hvert var uppáhalds leikfangið þitt þegar þú varst krakki? Hjólaskautar, hjól, skíði og allt sem að tengdist útivist og hreyfingu. Hvernig slakarðu á? Í sumarbústað, í heitum potti eða í góðum göngutúr. Annars þarf ég að fara að æfa mig betur í því að slaka á.
Meira

Matvælastofnun biður um tilkynningar um dauða villtra fugla

Matvælastofnun vekur athygli á að stofnunin óskar eftir tilkynningum ef villtir dauðir fuglar finnast, nema augljóst sé að þeir hafi drepist af slysförum. Tilgangurinn er að skima þá fyrir fuglaflensu og fylgjast þannig með mögulegri útbreiðslu hennar meðal farfugla hérlendis.
Meira

Sæþór Már ráðinn blaðamaður á Feyki í sumar

Sæþór Már Hinriksson hefur verið ráðinn blaðamaður á Feyki í sumarafleysingar og hóf störf í gær. Sæþór segist alltaf hafa verið opinn fyrir því að prófa nýja hluti en hann hafði aldrei prófað að vera blaðamaður og fannst því vera kominn tími á það. „Ég hef líka alltaf haft gaman af því að tala við fólk, eða að minnsta kosti gasa um ýmsa hluti og ekki skemmir fyrir að ég hef líka mikinn áhuga á fólki, allskonar fólki. Ég hef mikinn áhuga á okkar nærsamfélagi og reyni að setja mig inn í helstu hluti og málefni sem snerta það, og hef því að taka þátt í því með Feyki að vera spegill á samfélagið,“ segir hann.
Meira

Stór vika framundan í Textílmiðstöðinni

Textílmiðstöð Íslands á Blönduósi stendur fyrir tveimur viðburðum tengdum HönnunarMars 2021. Annars vegar afhending verðlauna í Ullarþoni, hugmynda- og nýsköpunarkeppni sem haldin var í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands og hins vegar formleg opnun TextílLabs á Blönduósi. Í tilkynningu frá Textílmiðstöðinni kemur fram að verðlaun í Ullarþoni verða afhend af hr. Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands nk. fimmtudag, 20. maí kl. 17 á svæði Textílfélagsins á Hafnartorgi, Kolagötu 2.
Meira

Handbendi brúðuleikhús á Hvammstanga hlaut Eyrarrósina 2021

Eyrarrósin, viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins, var afhent í sautjánda sinn sunnudaginn 16. maí, við hátíðlega athöfn á Patreksfirði. Frú Eliza Reid forsetafrú og verndari Eyrarrósarinnar veitti verðlaunin. Handbendi brúðuleikhús á Hvammstanga hlaut viðurkenninguna að þessu sinni og er það í fyrsta sinn sem Eyrarrósin fellur í skaut verkefnis á Norðurlandi vestra. Greta Clough, stofnandi og listrænn stjórnandi Handbendis tók á móti viðurkenningunni og verðlaunafé að upphæð kr. 2.500.000. Viðurkenningunni fylgir að auki boð um að standa á viðburði á Listahátíð 2022 og framleitt verður vandað heimildamyndband um verkefnið.
Meira

Skúnaskrall - barnamenningarhátíð á Norðurlandi vestra

Skúnaskrall – barnamenningarhátíð verður haldin í fyrsta sinn víðs vegar á Norðurlandi vestra frá 14. til 24. október 2021. Ýmis námskeið, vinnustofur og listviðburðir munu prýða dagskrá hátíðarinnar. Á heimasíðu Skúnaskralls segir að áhersla sé lögð á fjölbreytni í dagskrá og gott aðgengi. Meginreglan er að aðgangur sé ókeypis og veiti því öllum börnum og ungmennum á Norðurlandi vestra tækifæri til að upplifa og vinna að fjölbreytileika listsköpunar.
Meira