A-Húnavatnssýsla

Níundi einstaklingurinn greindist með Covid á Króknum

Einn bættist í hóp Covid-19 smitaðra á síðasta sólarhring á Sauðárkróki og 52 fleiri sitja í sóttkví í Skagafirði þar af fóru 48 manns í sóttkví á Króknum. Nú sæta níu manns einangrun á Króknum og 314 manns sóttkví en 70 annars staðar í Skagafirði. Í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra segir að búast megi við því að eitthvað gæti átt eftir að bætast við í sóttkví næstu daga.
Meira

Jónína Björg Magnúsdóttir í framboði fyrir Samfylkinguna í Norðvesturkjördæmi

Góðan daginn Norðlendingar og gleðilegt sumar. Ég heiti Jónína Björg Magnúsdóttir, 55 ára og er í 2. sæti á lista Samfylkingar í Norðvesturkjördæmi til Alþingiskosninga sem fara fram 25. sept. 2021. Mig langar til að kynna sjálfa mig í kjördæminu og fyrir hvaða skoðanir og lífsgildi ég stend en fyrst ber að kynna hverra manna ég er.
Meira

Þjóðvegir á hálendinu - Morgunfundur Vegagerðarinnar

Vegagerðin stendur fyrir málþingi um þjóðvegi á hálendinu í beinu streymi í dag frá klukkan 9.00 til 12.30. Eitt af verkefnum Vegagerðarinnar samkvæmt samgönguáætlun 2020-2034 er að móta stefnu um hönnun vega á hálendi Íslands í samræmi við áherslur í landsskipulagsstefnu. Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að hún stígi nú sín fyrstu skref í þessa átt en vill fyrst af öllu heyra skoðun ólíkra hópa á málefninu. Hvernig þeir sjái fyrir sér vegi á hálendinu, hvar þeir eigi að vera, hvernig og hverjum þeir skuli þjóna.
Meira

Bændur gerðir útverðir þjóðarinnar og styrktir til landgræðslu, skjólbelta- og skógræktar

Flokkur Guðmundar Franklíns Jónssonar, Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn, hefur opnað heimasíðu, x-o.is, en þar er hægt að finna ítarlega stefnuskrá flokksins í 66 liðum auk tveggja glærukynninga með Landbúnaðarstefnu og Sjávarútvegsstefnu flokksins.
Meira

Tveir af Norðurlandi vestra taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi

Nú er komið í ljós hverjir gefa kost á sér í framvarðasveit Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi kosningar en kjörnefnd flokksins í kjördæminu kom saman í gærkveldi og fór yfir þau framboð sem bárust. Alls bárust níu framboð og voru þau öll úrskurðuð gild. Tveir þeirra eru búsettir á Norðurlandi vestra.
Meira

Svæðisbundnar samkomutakmarkanir vegna hópsmits í Skagafirði

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur sett reglugerð sem kveður á um svæðisbundnar takmarkanir á samkomum í sveitarfélaginu Skagafirði og Akrahreppi. Á vef ráðuneytisins kemur fram að reglugerðin feli í sér að þær afléttingar á landsvísu sem tóku gildi í dag eigi ekki við á því svæði. Þar gilda áfram sömu takmarkanir og verið hafa undanfarnar vikur, tímabundið til og með 16. maí næstkomandi.
Meira

Vísindi og grautur - Verndun víðernis heimskauta og ferðamennsku: Tvær hliðar sömu myntar?

Sjöunda erindi vetrarins í fyrirlestarröð Háskólans á Hólum, Vísindi og grautur, verður haldið miðvikudaginn 12. maí nk. Þar mun Antje Neumann, lektor við Háskólann á Akureyri, flytja erindið: „Protecting Polar Wilderness and Tourism: Two sides of a coin?“ sem utleggja má sem „Verndun víðernis heimskauta og ferðamennsku: Tvær hliðar sömu myntar?“
Meira

Ráðist í harðar aðgerðir í Skagafirði til að takmarka frekari útbreiðslu Covid-19

Aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra fundaði í dag vegna fjölda nýrra Covid 19 smita í Skagafirði síðustu daga. Alls hafa sex jákvæð sýni verið greind og á þriðja hundrað manns sett í sóttkví. Mikill fjöldi sýna hafa verið tekin í gær og í dag og ætla má að fjöldi þeirra sé um 400.
Meira

Heima - Áskorandi Ágústa Rós Ingibjörnsdóttir Blönduósi

Ég vil byrja á að þakka kærlega fyrir áskorunina. Nú þegar ég er að flytja aftur heim á Blönduós fór ég að velta því fyrir mér, hvað er það sem dregur mann aftur „heim“? Þá kom upp í hugann texti Ólafs Ragnarssonar og Huldu Ragnarsdóttur „Er það hafið eða fjöllin sem að laða mig hér að, eða er það kannski fólkið á þessum stað“.
Meira

Skóflustunga tekin að hátækni matvælavinnslu á Blönduósi

Í morgun var tekin fyrsta skóflustunga að nýju iðnaðarhúsnæði á Blönduósi en það eru Vilko, Náttúrusmiðjan og Foodsmart sem hyggjast byggja þar hátækni matvælavinnslu í samstarfi við Ámundakinn.Nýja byggingin mun risa við hliðina á húsnæði Vilko, aftan við braggana hjá SAH, á móti starfsstöð Rarik.
Meira