A-Húnavatnssýsla

Lið Íbishóls sigraði í liðakeppninni

Lokamót meistaradeildar KS fór fram föstudagskvöldið 7. Maí síðastliðið í reiðhöllinni á Sauðárkróki, en keppt var að þessu sinni tölti og flugskeiði. Í töltkeppninni var það Bjarni Jónasson sem stóð uppi sem sigurvegari, en í skeiðinu fór Jóhann Magnússon hraðast allra. Mette Manseth stóð uppi sem einstaklings sigurvegari heildarkeppninnar og lið Íbishóls sigraði liðakeppnina.
Meira

Körfuboltabúðir Tindastóls 9.-13. ágúst á Króknum

Körfuboltabúðir Tindastóls verða haldnar dagana 9.-13. ágúst 2021 á Sauðárkróki. Búðirnar eru ætlaðar stelpum og strákum sem eru fædd árin 2005 til 2009. Á næstu dögum munu þjálfaranir sem verða í búðunum verða kynntir til leiks.Stefnt var að því að halda samskonar körfuboltabúðir í fyrra og var aðsókn framar vonum ... en að sjálfsögðu þurfti að fresta búðunum vegna Covid. Nú skal reynt á ný og hlakkar körfuboltafólk á Króknum til að sjá unga og spræka iðkendur mæta til leiks í ágúst.
Meira

Húnvetningar lágu fyrir Léttum á Hertz-vellinm

Lið Kormáks Hvatar spilaði í gær sinn fyrsta leik í 4. deildinni í sumar en þá heimsóttu Húnvetningar lið Léttra í Breiðholtinu. Léttir er b-lið ÍR en þeir voru léttir á því í gær og lögðu gestina í leik sem endaði 3-2. Ekki byrjunin sem Ingvi Rafn þjálfari KH hafði óskað sér en það er nóg eftir af mótinu og tími til að hala inn stig.
Meira

Séraðgerðir fyrir Skagafjörð vegna Covid-19 falla úr gildi á miðnætti á morgun

Á fundi aðgerðastjórnar almannavarna á Norðurlandi vestra fyrr í dag, var tekin sú ákvörðun að óska ekki eftir því við heilbrigðisráðuneytið að framlengd verði sú reglugerð sem sett var fyrir sveitafélagið Skagafjörð og Akrahrepp, vegna hópsmits sem upp kom á svæðinu um og fyrir sl. helgi. Á heimasíðu lögreglunnar á Norðurlandi vestra segir að jafnframt muni aðrar sóttvarnaraðgerðir sem aðgerðastjórn greip til og gilda til og með morgundagsins, sunnudagsins 16. maí ekki verða framlengdar.
Meira

„Lífið hér er afskaplega ljúft og þægilegt,“ segir Teitur Björn Einarsson

Það var kunngjört sl. mánudag hverjir sæktust eftir kjöri á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi og kom þá í ljós að tveir þeirra níu sem það gerðu búa á Norðurlandi vestra. Annar þeirra er sr. Magnús Magnússon á Hvammstanga en hinn Teitur Björn Einarsson. Feykir hafði spurnir af því að Teitur og hans kona, Margrét Gísladóttir, frá Glaumbæ, væru búin að vera búsett í Skagafirði í um ár og bæði komu með störfin með sér úr höfuðborginni. Margrét sem framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda en Teitur er lögmaður hjá Íslensku lögfræðistofunni. Þau búa í Geldingaholti 3 á Langholti ásamt drengjunum sínum tveimur, Gísla Torfa 4 ára og Einari Garðari 2 ára. Feykir sendi Teiti nokkrar spurningar sem hann snaraði sér í að svara.
Meira

Mark í uppbótartíma - Leiðari Feykis

Þar kom að því að við Króksarar fengum bévítans veiruna í bæinn. „Eins og Skrattinn úr Sauðánni,“ eins og kallinn sagði í denn. Mér fannst það snjöll samlíking þegar haft var eftir einum sem sat í sóttkví að þetta var eins og að fá á okkur mark í uppbótartíma. Það gerist ekki meira svekkjandi.
Meira

Eitt smit frá í gær en fækkar ört í sóttkví

Einn greindist jákvæður fyrir Covid-19 í gær á Sauðárkóki og eru því 14 manns komnir í einangrun, eftir því sem fram kemur í tilkynning frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra en viðkomandi einstaklingur var í sóttkví. Hins vegar, segir í tilkynningunni, fækkar fólki jafnt og þétt í sóttkví, sem er jákvætt.
Meira

Steikt svínasíða og öskudagsbollur

Það eru þau Frímann Viktor Sigurðsson og Ditte Clausen í Varmahlíð sem sáu um matarþáttinn í tbl 6 á þessu ári en það var hann Gunnar Bragi sem skoraði á þau að bjóða upp á eitthvað danskt því Ditte er frá Suður Jótlandi en hefur búið hér síðustu tíu árin.
Meira

Leggur til að þriðjungur einstaklinga í nefndum og ráðum ríkisins verði búsettur á landsbyggðinni

Stjórn SSNV fundaði þann 4. maí sl. og þar var tekið undir bókun ársþings Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Noðurlandi eystra (SSNE) um mikilvægi þess að íbúar utan höfuðborgarsvæðisins hafi aðkomu að stjórnum, ráðum og nefndum hins opinbera.
Meira

Vegurinn að baki – vegurinn framundan - Stórátaks er þörf í tengivegamálum

,,Hver vegur að heiman er vegurinn heim“ segir máltækið en þó kemur hann lítt að gagni til og frá nema hann sé þokkalega fær. Um vegamál var allmikið rætt á Norðurlandi vestra fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar og ekki að tilefnislausu enda er á svæðinu hæsta hlutfall landsins af tengivegum á möl. Undirritaður vildi frá byrjun kjörtímabils beita þekkingu sinni, reynslu og tengslum til þess að þoka málum áfram fyrir héraðið og síðar svæðið í heild sinni.
Meira