Íbúafundir á Blönduósi og Skagaströnd vel sóttir
Dagana 18. og 19. Maí voru haldnir íbúafundir á Blönduósi og Skagaströnd vegna sameiningar sveitarfélagana í austur Húnavatnssýslu. Um 20 manns sóttu fundinn á Blönduósi sem haldinn var í félagsheimilinu þar og um 35 fundinn á Skagaströnd, en hann fór fram í Fellsborg. Fundunum var einnig streymt beint á netið, en um 120 manns fylgdust með báðum fundunum þar. Upptökur af fundunum má nálgast neðst í fréttinni.
Á heimasíðu Húnvetnings – sameiningarviðræður í A-Hún er sagt frá því sem fór fram á fundunum:
„Á fundunum var farið yfir stöðugreiningu og framtíðarsýn samstarfsnefndar sem hún hefur nú skilað af sér til sveitarstjórna. Mikill áhugi var á fjárhagsmálefnum sveitarfélaganna, þ.á.m. skuldastöðu. Fjölmargar spurningar bárust til fulltrúa úr samstarfsnefnd og náðist að svara flestum þeirra á fundunum. Svör við öllum spurningum verða birt hér á vefnum á næstu dögum og hafa nokkur þeirra þegar verið birt.“
Mánudaginn 31. maí kl. 20:00 verður síðan haldinn íbúafundur á Húnavöllum og 1. júní verður íbúafundur í Skagabúð kl. 20:00.
Kosið verður sameininguna þann 5. Júní næstkomandi. Nánari upplýsingar um sameiningartillöguna má finna á Hunvetningur.is og í nýjasta tölublaði Feykis.
Íbúafundur á Skagaströnd
Íbúafundur á Blönduósi
/SMH
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.