Það var lagið

Langar þig í Salinn? Danslagakeppnin á Króknum endurtekinn

Enn á ný gefst fólki færi á að hlýða á danslögin sem kepptu í Danslagakeppninni á Króknum á síðustu öld og flutt voru í tilefni af því að 60 ár eru frá upphafi keppninnar. Ákveðið hefur verið að endurtaka tónleikana, sem slógu svo rækilega í gegn á Sæluvikunni á Sauðárkróki 2017 og síðasta vetur í Salnum Kópavogi, þar sem seldist upp á báða tónleikana.
Meira

Bjartmar og týnda kynslóðin

Lag Bjartmars Guðlaugssonar um mömmu sem beyglar alltaf munninn og pabba sem yngist upp um 18 ár kom út á þriðju plötu hans Í fylgd með fullorðnum. Hún náði því að vera í öðru sæti yfir mest seldu plötur ársins 1987 enda lögin um týndu kynslóðina, þann sem er ekki alki og Járnkallinn hljómuðu oft og iðulega í viðtækjum landsmanna.
Meira

Eldur í Húnaþingi á næsta leiti

Unglist kynnir með stolti hina árlegu hátíð Eld í Húnaþingi sem nú er haldin í 16. sinn 25. – 29. júlí næstkomandi. Dagskráin er sneisafull af fjölskylduatburðum, tónlist, sviðslistum, fyrirlestrum, íþróttaviðburðum og leikjum sem allir geta tekið þátt í.
Meira

Skemmtileg ferð til Danmerkur - Skólaferðalag 10. bekkjar Árskóla

Þann 14. maí fór 10. bekkur Árskóla í sitt árlega skólaferðalag til Danmerkur. Við lögðum snemma af stað og keyrðum suður til Keflavíkur og þaðan beinustu leið til Danmerkur. Frá flugvellinum keyrðum við í vinaskóla okkar, Højelse skole, og hittum 8. bekk þar og var okkur skipt niður í gistihópa því við gistum á heimilum þeirra.
Meira

Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga

Þátttakan var geysigóð í Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga en úrslit voru kynnt á setningu Sæluviku sem fram fór um mánaðamótin síðustu. Eftirfarandi pistill var fluttur þar af því tilefni.
Meira

Stjórnin í Miðgarði síðasta vetrardag „Ævintýraljómi yfir þessum tíma“

Hin geysivinsæla hljómsveit Stjórnin fagnar 30 ára starfsafmæli um þessar mundir með pompi og prakt og leggur land undir fót. Það er vel við hæfi að fyrstu tónleikarnir verði í Skagafirði, þar sem sveitin átti mörg snilldar giggin áður fyrr, í Menningarhúsinu Miðgarði síðasta vetrardag, miðvikudagskvöldið 18. apríl 2018.
Meira

Smekklega settir ljóðstafir - Stefjagróður Ingólfs Ómars

Út er komin ljóðabókin Stefjagróður eftir Skagfirðinginn Ingólf Ómar Ármannsson. Hann er fæddur á Sauðárkróki 1966 og ólst þar upp, byrjaði snemma að yrkja og er í dag einn þekktasti hagyrðingur landsins.
Meira

Kosningarnar koma brátt með kosti sína og galla - Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga 2018

Enn á ný stendur Safnahús Skagfirðinga fyrir vísnakeppni í aðdraganda Sæluviku og telst umsjónarmanni til að nú sé komið að þeirri 43. en keppninni var komið á árið 1976. Reglurnar eru sem fyrr einfaldar og góðar; annars vegar að botna fyrirfram gefna fyrriparta og eða semja vísu um ákveðið málefni. Ekki er nauðsynlegt að botna allt og einnig er í lagi að senda bara inn vísu.
Meira

Skagfirðingabók komin út

Út er komin 38. rit Skagfirðingabókar Sögufélags Skagfirðinga sem, líkt og allar götur frá árinu 1966, flytur lesendum sögulegan fróðleik úr Skagafirði. Meðal efnis er heilmikil samantekt Ágústs Guðmundssonar um hernámsárin 1940-1942, Þegar Krókurinn varð hluti af heiminum.
Meira

Markaðskönnun fyrir Feyki

Sigfús Ólafur Guðmundsson, fyrrverandi starfsmaður Nýprents og núverandi hjá VÍS á Sauðárkróki, er að vinna lokaverkefnið sitt í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Umfjöllunarefni lokaverkefnisins er markaðsáætlun fyrir héraðsfréttablaðið Feyki.
Meira