Það var lagið

Jólalag dagsins – Ef ég nenni

Nú ætlar Feykir að koma sér, og þér, í jólagírinn með jólalagi dagsins. Það er hið sígilda lag Ef ég nenni, með Helga Björns.
Meira

Stjórnarsáttmálinn - Samstarf um sterkara samfélag

Sáttmáli Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um ríkisstjórnarsamstarf og eflingu Alþingis verður undirritaður í Listasafni Íslands í dag. Í sáttmálanum eru sett fram metnaðarfull og framsýn markmið um velferð, mannréttindi og loftslagsmál, eflingu Alþingis og aukið þverpólitískt samráð, stórsókn í uppbyggingu á innviðum um allt land og eflingu heilbrigðis- og menntakerfa, eins og segir í sameiginlegri fréttatilkynningu frá flokkunum þremur. Um 100 aðgerðir og áherslumál er að finna í sáttmálanum í þágu þessara markmiða og annarra verkefna.
Meira

Kór Íslands er Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps stóð uppi sem sigurvegari í sjónvarpsþættinum Kórar Íslands í lokaþættinum sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi. Kórinn sigraði í símakosningu þar sem rúmlega 40 þúsund atkvæði voru greidd og hlaut hann fjórar milljónir króna í sigurlaun.
Meira

Frosthörkur geta gert lítillega vart við sig

Þriðjudaginn 7. nóvember sl. komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar til að huga að veðurhorfum í þessum mánuði. Fundurinn hófst kl. 14:00 og voru fundarmenn sjö talsins og lauk honum kl. 14:30. Spágildi síðustu veðurspár, var að vanda vel viðunandi, að sögn veðurspámanna.
Meira

Atvinnupúlsinn í Skagafirði 3. þáttur

Sjónvarpsstöðin N4 vinnur nú að gerð átta þátta um atvinnulífið í Skagafirði, Atvinnupúlsinn í Skagafirði og hafa fallið í góðan jarðveg hjá áhorfendum. Umsjónarmenn Atvinnupúlsins í Skagafirði eru þau María Björk Ingvadóttir og Karl Eskil Pálsson. Í þáttunum er rætt við fólk sem þekkir vel til í atvinnulífinu, auk þess sem fyrirtæki og stofnanir verða heimsótt
Meira

Hrói Höttur í uppfærslu Leikfélags Sauðárkróks - Leikdómur

Ég er sest fyrir miðju í salnum í Bifröst, tilbúin í það sem næsti einn og hálfi tíminn hefur upp á að bjóða. Áfangastaður er Skírisskógur, fararstjóri er Leikfélag Sauðárkróks og eftir að hafa rennt yfir leikaravalið í leikskránni virðist ég vera á leið í skemmtiferð af bestu sort! Inn salinn ráðast hermenn í leit að hetjunni okkar – Hróa hetti, sem hefur náð að móðga eiginkonu sýslumannsins og uppsker að sjálfsögðu stöðu réttdræps útlaga.
Meira

Á tæpasta vaði

Göngur og réttir eru víðast hvar yfirstaðnar þetta haustið en í dag er farið í eftirleitir á einhverjum afréttum. Gangnasvæði eru æði misjöfn yfirferðar, ýmist á þýfðu, sléttu eða bröttu landi og fara yfir gil og klungur. Árni Gunnarsson, kvikmyndagerðarmaður og Skottueigandi, var í göngum um daginn og myndaði hrikalega gönguleið sem hann fór.
Meira

Brosandi hestur - sjáðu myndbandið

Það er ekki annað hægt en að byrja daginn á því að horfa á þetta skemmtilega myndband af hesti sem brosir yfir því að fá gott klór
Meira

Íslensk stelpa fellur í yfirlið í tívolítæki - Myndband

Margir íslendingar eru nú á ferðalagi erlendis eða með plön um slíka ferð í sumar. Ýmis afþreying er í boði á þessum helstu ferðamannastöðum og er vinsælt að skella sér í tivolítæki.
Meira

Grenja/ Baggalútur

Baggalútur sendi frá sér nýtt lag á dögunum, Grenja, og fá þeir Sölku Sól sér til halds og trausts að syngja með Guðmundi Pálssyni. Aðrar raddir sjá Dísa Jakobs, Sigurður Guðmundsson, Karl Sigurðsson og Bragi Valdimar Skúlason. Lag og texta á Bragi Valdimar Skúlason.
Meira