Myndlistarsýning í Sauðárkrókskirkju – Síðustu verk Ninna málara
feykir.is
Skagafjörður, Það var lagið
23.03.2018
kl. 16.00
Næstkomandi sunnudag, 25. mars, opnar sýning í Sauðárkrókskirkju á verkum Jónasar Þórs Pálssonar, Ninna málara, þar sem píslarsaga Jesú Krists er rakin. Um tíu myndir er að ræða, listilega vel gerðar og fallegar. Í síðasta Sjónhorni slæddist röng dagsetning með auglýsingu um sýninguna en þar stóð að hún hæfist 25. apríl, en hið rétta er 25. mars og hefst klukkan 13.
Meira