Það var lagið

Ljóni snapar sér nudd hjá albínóa

Hundurinn Ljóni og hryssan Gletta náðu ágætlega saman í hesthúsi einu á Sauðárkróki þegar Ljóni náði að snapa sér smá nudd hjá Glettu. „Hundurinn er mikill nautnaseggur og notar hvert tækifæri til að fá klór eða nudd,“ segir Helga Rósa Pálsdóttir, eigandi hans.
Meira

Jón var kræfur karl og hraustur

Þursaflokkurinn gaf út plötuna Þursaflokkurinn – Á hljómleikum 1994 þar sem lagið um Jón, sem var kræfur karl og hraustur, sló rækilega í gegn. Það var hinn mikli bassaleikari Tómas Tómasson sem hreinsaði hálsinn svo rækilega með gaddavírssöng og vakti gríðarlega athygli með flutningi sínum.
Meira

Jólastund – Stuðkompaníið

Stuðkompaníið var hljómsveit frá Akureyri og starfaði um ríflega tveggja og hálfs árs skeið (1986-88), hún kom fyrst fram vorið 1986 og starfaði fram á haust 1988 við nokkrar vinsældir en sveitin sigraði Músíktilraunir Tónabæjar vorið 1987, segir á Glatkistunni. Um jólin 1987 hafði sveitin sent frá sér lagið Jólastund á samnefndri safnplötu en það lag hefur einnig komið út á safnplötunum Rokk og jól og Pottþétt jól. Jólastund hefur fyrir löngu síðan orðið ómissandi þáttur í jólahaldi Íslendinga.
Meira

Jólin koma með þér

Jólin koma með þér er fyrsta lagið sem þau Sigga Beinteins og Páll Óskar flytja saman. Lagið er eftir Ásgeir Val Einarsson en hann samdi einnig textann ásamt Páli Óskari. Um upptökustjórn sá Skagfirðingurinn Óskar Páll Sveinsson en lagið var gefið út á smáskífu 24. nóvember 2011 af Sigríði Beinteinsdóttur. Vídeóið hér að neðan er frá jólatónleikum Siggu Beinteins, Á hátíðlegum nótum árið 2012.
Meira

Snæfinnur snjókarl

Árið 1975 kom út jólaplata með stórsöngvurunum Guðmundi Jónssyni og Guðrúnu Á. Símonardóttur sem sungu jólalög úr ýmsum áttum. Öll eru lögin á plötunni erlend en við texta m.a. Ólafs Gauks og Jóhönnu G. Erlingsdóttur. Hér heyrum við flutning Guðmundar á Snæfinni snjókarli en lagið var samið af þeim Walter „Jack“ Rollins og Steve Nelson og fyrst flutt af Gene Autry og Cass County Boys árið 1950.
Meira

Hvað er það við jólin?

Hér er alveg glænýtt lag frá Geirmundi Valtýssyni sem heitir Hvað er það við jólin? Textann gerði Guðrún Sighvatsdóttir en flytjandi er Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir. Útsetning, hljóðfæraleikur, upptökur og hljóðblöndun var í höndum Sigfúsar Arnars Benediktssonar í Stúdíó Benmen Sauðárkróki.
Meira

Jól í Latabæ - Gefðu mér gott í skóinn

Já hver man ekki eftir Latabæ? Jól í Latabæ er hljómdiskur sem kom út árið 2001 þar sem íbúar Latabæjar syngja og leika ásamt gestum. Stjórn upptöku var í höndum Magnúsar Scheving og Mána Svavarssonar. Hér heyrum við lagið Gefðu mér gott í skóinn þó svo að nokkrir dagar séu í það að fyrsti jóasveinninn komi formlega til byggða.
Meira

Flott jólavídeó af Króknum

Feykir gleymdi alveg að græja jólalögin í byrjun desember en alveg er óhætt að pósta þeim strax 1. desember, samkvæmt jólalagaspilunarráðuneytinu. Bætum við úr því hér með sígildu lagi Brendu Lee, Rockin 'Around the Christmas Tree, og flottu vídeói sem Birkir Hallbjörnsson, 16 ára Króksari, bjó til og setti á YouTube.
Meira

JólaFeykir kemur fyrir rest

Vegna óviðráðanlegra ástæðna hefur dreifing á JólaFeyki, sem kom út í gær, tafist en verið er að vinna í því að koma honum til lesenda. Fyrir þá sem ekki hafa þolinmæði að bíða eftir pappírnum geta nálgast JólaFeyki rafrænt HÉR.
Meira

KK og Álfablokkin

„Þetta lag er um dóttur mína, hana Sóleyju. Hún er fædd 1978 og þetta lag er samið 1993. Sóley er frumburður okkar. Hún breytist í þetta óargadýr sem unglingur getur verið. Hún vill bara fara sínar eigin leiðir. Hún vill ekki lengur fara út með ruslið, taka til í herberginu sínu, ryksuga," segir KK um lag sitt Álfablokkin.
Meira