Markaðskönnun fyrir Feyki
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Það var lagið
03.04.2018
kl. 08.27
Sigfús Ólafur Guðmundsson, fyrrverandi starfsmaður Nýprents og núverandi hjá VÍS á Sauðárkróki, er að vinna lokaverkefnið sitt í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Umfjöllunarefni lokaverkefnisins er markaðsáætlun fyrir héraðsfréttablaðið Feyki.
Lesendur Feykis.is eru beðnir um að gefa sér örfáar mínútur til að svara þessum 20 spurningum sem eru í þessari könnun. Könnunin er nafnlaus og ekki er hægt að rekja svör þátttakandanda á nokkurn hátt til þeirra.
Könnunin, sem hægt er að nálgast hér fyrir neðan, er stutt og það tekur innan við fimm mínútur að svara spurningunum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.