Rabb-a-babb 183: Lulla
feykir.is
Rabb-a-babb
05.02.2020
kl. 16.09
Nafn: Sigurlaug Dóra Ingimundardóttir. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Fyrst ætlaði ég að vera búðakona og vinna í Díubúð (KS Varmahlíð). Svo ætlaði ég að vera flugfreyja og svo var ég búin að búa til starfslýsingu sem var blanda af sálfræðingi og lögfræðingi, eina sem ég var alveg ákveðin að verða ekki er reyndar það sem ég starfa við í dag. Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Spasla stofuvegginn. Já svo er ég svolítið flink að leggja hluti frá mér svona hér og þar, sem er stundum bras þegar ég þarf svo að finna þá aftur.
Meira