Rabb-a-babb

Rabb-a-babb 153: Óli Sindra

Nafn: Ólafur Atli Sindrason. Árgangur: 1977. Hvað er í deiglunni: Svona fyrir utan að grípa í kennslu eru það hauststörfin á búgarðinum sem nú hellast yfir. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Ég ætlaði alltaf að verða bóndi - en líka leikari (hvernig sem það átti nú að passa saman). Hvaða lag er líklegast að þú takir í Kareókí? Nú er ég léttur með Geira.
Meira

Rabb-a-babb 152: Ástrós

Nafn: Ástrós Elísdóttir. Árgangur: 1982. Hvað er í deiglunni: Ég er að kaupa mér hús. Hvernig er eggið best? Þegar það kennir hænunni. Hver er uppáhalds bókin þín og/eða rithöfundur? Sigurður Pálsson heitinn. Ljóðin hans snerta við mér og svo er hann albesti kennari sem ég hef haft.
Meira

Rabb-a-babb 151: Leifur í Sólheimum

Nafn: Þorleifur Ingvarsson. Árgangur: 1958. Hvað er í deiglunni: Fór í bókaranám á gamals aldri og stefni að því að verða viðurkenndur bókari fyrir sextíu ára afmælið. Hvað var uppáhalds leikfangið þitt þegar þú varst krakki? Við systkinin lékum okkur mikið með skeljar og höfðum þær fyrir kindur. Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Rollusálfræði er mín sérgrein.

Meira

Rabb-a-babb 150: Björn Ingi

Nafn: Björn Ingi Óskarsson. Árgangur: 82. Hvað er í deiglunni: Enski er byrjaður og það er okkar ár. Síðan bara að vinna úr hugmyndunum sem ég og Viktoría erum búin að fá í sænska fæðingarorlofinu okkar. Hvað varstu að hlusta á þegar þú fékkst bílprófið? Án þín með Sverri og Binna. Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Eru íþróttamenn ekki pínu ofmetið fyrirbæri. Yfirleitt einstaklingar sem þiggja laun sem eru í engum tengslum við raunveruleikann eða framlag þeirra til samfélagsins, hlaupandi eftir bolta í algjöru tilgangsleysi?. Djók, sá sem var bestur í síðasta Liverpool sigri er yfirleitt í mesta uppáhaldi þangað til næsti sigur kemur. Já og Guðbrandur Guðbrandsson.
Meira

Rabb-a-babb 149: Sveinbjörg Péturs

Nafn: Sveinbjörg Rut Pétursdóttir. Árgangur: 1981. Hvað er í deiglunni: Næst á dagskrá hjá mér er vinkonuferð til New York. Svo er haustið að detta inn með tilheyrandi hauststörfum. Hvað varstu að hlusta á þegar þú fékkst bílprófið? Vá, það er svo langt síðan. Örugglega Spacequeen með 10 Speed eða Vöðvastæltur með Landi og sonum.
Meira

Rabb-a-babb 148: Eysteinn

Nafn: Eysteinn Pétur Lárusson. Árgangur: Hin magnaði árgangur 1978. Hvað er í deiglunni: Njóta sumarsins, utanlandsferð, fylgja strákunum mínum eftir á knattspyrnumótum hér heima og erlendis, skipuleggja Húnavökuhátíðina á Blönduósi og flutningar. Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Græni ullarjakkinn sem ég klæddist sem var aðaltískan í þá daga. Fáir myndu láta sjá sig í þessum jökkum í dag.
Meira

Rabb-a-babb 147: Helga Kristín

Nafn: Helga Kristín Gestsdóttir. Árgangur: 1981. Hvað er í deiglunni: Spennandi ferðalög út fyrir landsteinana. Hvað varstu að hlusta á þegar þú fékkst bílprófið? Ég var ballöðusjúk, hlustaði t.d. á Celine Dion, Whitney Houston og Mariah Carey. Hver er elsta minningin sem þú átt? Ég man eftir mér að flytja að heiman dragandi dótaskúffuna á eftir mér.
Meira

Rabb-a-babb 146: Sirrí í Glaumbæ

Nafn: Sigríður Sigurðardóttir. Árgangur: 1954. Hvað er í deiglunni: Vangaveltur um tilveruna. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? 
 Þjóðminjavörður eða flugmaður.
Meira

Rabb-a-babb 145: Ása Dóra

Nafn: Ása Dóra Konráðsdóttir. Árgangur: 1973. Hvað er í deiglunni: Vinn nú hörðum höndum að undirbúningi fyrir opnun endurhæfingarmiðstöðvarinnar HÆFI þar sem ég er nú framkvæmdastjóri. Við munum opna í september en þar verða starfandi læknar, sjúkraþjálfarar, sálfræðingar o.fl. flott fagfólk. Þar verður endurhæfingu sinnt í víðum skilningi. Hættulgeasta helgarnammið? Ben and Jerrys ís með vanillubragði og smákökudeigi er málið. Það versta er að drengirnir mínir þrír hafa uppgvötvað þennan forláta ís, fæ því sjaldnast að eiga hann í friði.
Meira

Rabb-a-babb 144: Eva Pandora

Nafn: Eva Pandora Baldursdóttir. Árgangur: 1990. Hvað er í deiglunni: Ekkert sérstakt svo sem. Njóta þess að eyða tíma með fjölskyldunni á meðan ég er í fæðingarorlofi. Uppáhalds málsháttur eða tilvitnun? Heyrði nýjan málshátt í sjónvarpsþáttunum Föngum um daginn og hefur hann verið í miklu uppáhaldi síðan en hann er „Skeinir sá sem skeit.“
Meira