Rabb-a-babb

Rabb-a-babb 193: Guðmundur Haukur

Nafn: Guðmundur Haukur Jakobsson. Fjölskylduhagir: Giftur Kristínu Ósk Bjarnadóttir og eigum fjórar frábærar dætur og sýnishorn af hundi, Chihuahua. Starf / nám: Ég er lærður matreiðslumaður, er pípulagnameistari, á og rek N1 píparann á Blönduósi ásamt mági mínum. Er oddviti og formaður bæjarráðs á Blönduósi og hef séð um rekstur Félagsheimilisins á Blönduósi með frúnni í nokkur ár. Hvert var uppáhalds leikfangið þitt þegar þú varst krakki? Veiðistöngin og bryggjan var nú vinsælt combo, a.m.k. yfir sumartímann.
Meira

Rabb-a-babb 192: Sunna Gylfa

Nafn: Sunna Gylfadóttir. Hverra manna ertu og hvar upp alin: Dóttir Gylfa hjá FISK og Bobbu í Landsbankanum. Alin upp á Skagaströnd. Hvar og hvenær sástu núverandi maka þinn fyrst? Ég mætti óboðin í party heima hjá honum. Hafði reyndar séð hann eitthvað í skólanum áður. Uppáhalds málsháttur eða tilvitnun? „Nei góði minn, ef ég ætla að gera eitthvað, þá geri ég það STRAX!" – Mía litla. Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Líf í Excel-skjali.
Meira

Rabb-a-babb 191: Stefý

Nafn: Stefanía Fanney Björgvinsdóttir. Hvernig nemandi varstu? Pottþétt óþolandi fyrir kennara, en stuðpía fyrir samnemendur. Ég var alltaf dugleg og stóð mig vel í skóla, en ég talaði meira en góðu hófi gegnir og held að ég geri það enn. Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Ég horfi lítið á sjónvarpið, en RuPauls Drag Race er eitthvað sem ég þarf að sjá. Hvernig er eggið best? Poched með gráðostasósu á skonsu og með smá beikoni on the side.
Meira

Rabb-a-babb 190: Frímann Gunnarsson

Nafn: Frímann Gunnarsson. Fjölskylduhagir: Ég gæti sagt einhleypur, en mér finnst einstakur hljóma betur. Hvernig nemandi varstu? Til fyrirmyndar. Ég ræddi það svo sem ekki mikið við „kennara“ mína, enda fannst mér ég sjálfur hafa besta yfirsýn yfir mitt nám, því þó ég hafi að nafninu til gengið í gegnum hið hefðbundna íslenska skólakerfi, þá stjórnaði ég námi mínu sjálfur frá 1.bekk grunnskóla, enda stóð íslenska skólakerfið engan veginn undir væntingum mínum. Ég reyndi í einhvern tíma að koma mínum hugmyndum að en talaði fyrir daufum eyrum, þannig að á móti lokaði ég mínum eyrum fyrir boðskap „kennaranna“ og fór mínar leiðir. Þetta mættu miklu fleiri börn gera, a.m.k. bráðger börn og börn af mínu kaliberi, sem eru auðvitað ekki mörg.
Meira

Rabb-a-babb 189: Katrín Lilja

Nafn: Katrín Lilja Kolbeinsdóttir. Fjölskylduhagir: Gift Hlyn Hansen síðustu 6 árin. Það venst ágætlega. Hvert var uppáhalds leikfangið þitt þegar þú varst krakki? Lítill bangsi sem hét Mýsla. Hún fylgdi mér í gegnum alla barnæskuna, gat aldrei sofið án hennar. Við vorum bestu vinkonur í heillangan tíma. Ef þú gætir farið til baka í tímann, hvert færirðu? Ég myndi vilja upplifa ‘50s tímabilið. Af því ég held að það hafi verið skemmtilega skrýtinn tími.
Meira

Rabb-a-babb 188: Jón á Hofi

Nafn: Jón Gíslason. Hvað er í deiglunni: Búskapurinn alla daga. Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Ég var svo lítill að hemdurnar náðu tæpast fram úr fermingarkyrtlinum. Stækkaði svo bara seinna. Hvernig slakarðu á? Ef ég vissi það nú! Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Dætur mínar og eiginkona eru duglegar að keppa í hestaíþróttum, og önnur stelpan í fótbolta. Segjum þær. Svo var Jordan einstakur.
Meira

Rabb-a-babb 187: Kristín

Nafn: Kristín Guðmundsdóttir. Garðyrkjubóndi og garn-litari. Lærður vefhönnuður samt. Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Ahh.. horfi ekki á sjónvarp, er frekar í einhverju þáttaglápi. Friends anyone? Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Virðist vera með ósýnilegan en mjög powerful radar á hvar allt er að finna. Fólk flykkist að mér eins og mý að mykjuskán til að fá að njóta þessarar snilligáfu.
Meira

Rabb-a-babb 186: Valli Blönduósingur

Nafn: Valli. Hvað er í deiglunni: Njóta þess að vera orðinn löggiltur gamall, vinna meðan ég nenni og hugsa um kirkjugarðinn og kótilettur í frítímum. Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Fór úr fermingafötunum um leið og ég kom heim til að hjálpa kind sem var að bera niður á bjargi. Hvar og hvenær sástu núverandi maka þinn fyrst? Á biðstofu á Sjúkrahúsinu á Blönduósi, hún fótbrotin og ég tábrotinn.
Meira

Rabb-a-babb 185: Gústi Kára

Nafn: Ágúst Kárason. Hvað er í deiglunni: Stend á þessum blessuðu tímamótum. Ferðaþjónustan hrunin vegna Corona-vírus svo nú liggja leiðir til allra átta og eitthvað verulega spennandi mun gerast. Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Stóra gjöfin, hestur með öllum reiðtygjum. Hvar og hvenær sástu núverandi maka þinn fyrst? 1986. Önnur hæðin í Þýskalandi [við Kirkjutorgið á Króknum]. Þar leigði hún og sonur henna herbergi og ég var á þriðju hæðinni. Þarna hittumst við í fyrsta sinn, ég að koma af sjónum (trillukall), haugdrullugur og illa lyktandi. Hvað hún sá við þennan 202 sm slána er mér enn hulinn ráðgáta. Síðan eru liðinn 34 ár.
Meira

Rabb-a-babb 184: Kristján Bjarni

Nafn: Kristján Bjarni Halldórsson. Hverra manna ertu og hvar upp alinn: Ég er að vestan, frá Suðureyri, en bjó á Suðurlandinu frá sjö ára aldri. Hvað varstu að hlusta á þegar þú fékkst bílprófið? Úff, ég hlustaði svakalega mikið á tónlist. Pink Floyd var snemma í miklu uppáhaldi. Hvernig slakarðu á? Golfið er ansi góð æfing í hugleiðslu og núvitund. Ég slaka vel á með því að spila golf.
Meira