Rabb-a-babb 193: Guðmundur Haukur
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Rabb-a-babb
09.12.2020
kl. 08.49
Nafn: Guðmundur Haukur Jakobsson. Fjölskylduhagir: Giftur Kristínu Ósk Bjarnadóttir og eigum fjórar frábærar dætur og sýnishorn af hundi, Chihuahua. Starf / nám: Ég er lærður matreiðslumaður, er pípulagnameistari, á og rek N1 píparann á Blönduósi ásamt mági mínum. Er oddviti og formaður bæjarráðs á Blönduósi og hef séð um rekstur Félagsheimilisins á Blönduósi með frúnni í nokkur ár. Hvert var uppáhalds leikfangið þitt þegar þú varst krakki? Veiðistöngin og bryggjan var nú vinsælt combo, a.m.k. yfir sumartímann.
Meira