Rabb-a-babb

Rabb-a-babb 133: Dagný Marín

Nafn: Dagný Marín Sigmarsdóttir. Árgangur: 1962. Fjölskylduhagir: Hef verið í sambúð með honum Dolla mínum (Adolf H. Berndsen) í bráðum 36 ár og eigum við þrjú, að sjálfsögðu, yndisleg börn, Sverri Brynjar, Sonju Hjördísi og Sigurbjörgu Birtu. Barnabörnin eru enn yndislegri þau Iðunn Ólöf og Sigmar Víkingur. Búseta: Á Skagaströndinni góðu. Besti ilmurinn? Lykt af nýhefluðu timbri því hún minnir mig alltaf á pabba. Hann vann sem smiður og angaði svo oft af timburlykt.
Meira

Rabb-a-babb 132: Guðrún Pálma

Nafn: Guðrún Hulda Pálmadóttir. Árgangur: 1972. Fjölskylduhagir: Bý með honum Gísla frá Lundi og saman eigum við Rakel Bryndísi, Rúnar og Kára... og ömmustelpurnar Bryndísi Huldu og Kristbjörgu Önnu.
Meira

Rabb-a-babb 131: Sirrý

Nafn: Sigríður Huld Jónsdóttir. Árgangur: Eðalinn 1969. Fjölskylduhagir: Gift Svafdælingnum Atla Erni Snorrasyni og eigum við þrjú börn. Starf / nám: Skólameistari VMA og bæjarfulltrúi á Akureyri. Er hjúkrunarfræðingur og framhaldsskólakennari með diplómu í opinberri stjórnsýslu. Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Þrifin á klósettunum og skrifa jólakortin.
Meira

Rabb-a-babb 130: Einar Kolbeins

Nafn: Einar Kolbeinsson. Árgangur: 1973. Fjölskylduhagir: Sam- og fjarbúð með Emblu Eir Oddsdóttur, forstöðumanni Norðurslóðanets Íslands á Akureyri. Við eigum samtals fjögur börn, tvo uppkomna og tvær á hraðri uppleið. Búseta: Bólstaðarhlíð. Hvaða fræga manneskja mundir þú helst vilja vera? Þó af aurum ætti gnægð, / af íhaldssömum vana, / síst ég myndi fagna frægð, / fjandinn má eiga hana.
Meira

Rabb-a-babb 129: Raggý

Nafn: Sigríður Ragndís Hilmarsdóttir, a.k.a Raggý. Árgangur: 1978. Fjölskylduhagir: Gift Ómari Helga Svavarssyni húsasmíðameistara og dóttir okkar er Lilja Bergdís. Hvaða lag er líklegast að þú takir í Karókí? Hef einu sinni tekið karókí flipp og þá varð fyrir valinu How Deep is Your Love með Bee Gees og ég einfaldlega brilleraði þarna sko. Verst að það var enginn að taka þetta upp og snaptjatt var ekki komið til sögunnar.
Meira

Rabb-a-babb 128: Atli Fannar

Nafn: Atli Fannar Bjarkason. Árgangur: 1984. Fjölskylduhagir: Í sambúð með Lilju Kristjánsdóttur laganema og megaskutlu. Hverra manna ertu og hvar upp alinn: Fæddur á Sauðárkróki. Mamma heitir Helga Haraldsdóttir og býr á Sjávarborg og pabbi heitir Bjarki Hrafn Ólafsson. Hann vann einu sinni í mjólkurbúinu á Króknum. Besti ilmurinn? Nýbakaðar smákökur, nýslegið gras og auðvitað lyktin af sigri.
Meira

Rabb-a-babb 127: Sigrún Fossberg

Nafn: Sigrún Fossberg Arnardóttir. Árgangur: 1975 eða 1875, er ekki viss. Fjölskylduhagir: Gift honum Magga mínum í bráðum 25 ár og eigum við 3 afleggjara þau Sigurvin Örn (20) , Kristrúnu Maríu (17) og Halldóru Hebu (11). Búseta: Hólmagrundin góða í firðinum fagra. Orð eða frasi sem þú notar of mikið? Svona er lífið á Læk. Er sennilega ofnotað enda þekki ég engan á Læk.
Meira

Rabb-a-babb 126: Álfheiður

Nafn: Álfheiður Ástvaldsdóttir. Árgangur: 70 árgangurinn, mikill fyrirmyndarárgangur! Fjölskylduhagir: Er gift Halldóri Birni Halldórssyni og á með honum strákana Dag sem er 15 ára og Egil sem er 10 ára. Búseta: Hef búið í Stokkhólmi meira og minna síðastliðin 13 ár. Hver er elsta minningin sem þú átt? Að standa niðri í fjöru með ömmu Öllu, neðan við Björkina, og láta sjóinn flæða að stígvélunum.
Meira

Rabb-a-babb 125: Engilráð

Nafn: Engilráð Margrét Sigurðardóttir. Árgangur: 1941 Fjölskylduhagir: Maðurinn minn, til næstum 50 ára, er Aðalsteinn J. Maríusson. Eigum tvo syni + tengdadætur og fjögur barnabörn. Búseta: Sauðárkrókur síðan 1975, komum frá Reykjavík. Hverra manna ertu og hvar upp alin/n: Ég fæddist í baðstofunni á Barkarstöðum í Svartárdal, dóttir hjónanna Halldóru Bjarnadóttur og Sigurðar Þorkelssonar. Ólst þar upp í miklu eftirlæti. Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Arfahreinsa garðinn.
Meira

Rabb-a-babb 124: Gaui

Nafn: Guðjón Örn Jóhannsson Árgangur: 1975 jafngamall Begga og Boheimian Rapsody Fjölskylduhagir: Kvæntur Gilsaranum úr Tröð Önnu Leu Gestsdóttur og á þrjár dætur með henni. Hverra manna ertu og hvar upp alinn: Ég er sonur mömmu og pabba sem koma frá Akranesi og Drangsnesi á Ströndum. Ég er alinn upp á Suðurnesjum nánar tiltekið í Garðinum fram til 8 ára aldurs og í Keflavík eftir það til 20 ára aldurs. Besti ilmurinn? Ég elska ilminn af góðum bakstri. Konuilmurinn er góður en ég nota Code frá Armani á kvöldin.
Meira