Rabb-a-babb 177: Ingveldur Ása

Ingveldur Ása. AÐSEND MYND
Ingveldur Ása. AÐSEND MYND

Nafn: Ingveldur Ása Konráðsdóttir.
Árgangur: 1985.
Fjölskylduhagir: Í sambúð með Jóni Ben. Sigurðssyni og eigum við dótturina Margréti Rögnu og eitt á leiðinni í ágúst. 
Búseta: Böðvarshólar.
Hverra manna ertu og hvar upp alin: Ég er dóttir Konna og Rögnu sem bjuggu á Böðvarshólum í Húnaþingi vestra og er alin þar upp.
Starf / nám: Bóndi, þroskaþjálfi og sveitarstjórnarfulltrúi.
Hvað er í deiglunni: Sauðburður, meðganga og sveitarstjórnarmál.

Hvernig nemandi varstu?  Sá sem skilaði verkefnum á síðustu stundu.

Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Þegar pabbi þurfti að taka allar spennurnar úr hárinu á mér með sína 10 þumalputta. Hélt að þetta myndi engan endi taka.

Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Bóndi og listamaður.

Hvert var uppáhalds leikfangið þitt þegar þú varst krakki? Man ekkert sérstaklega eftir neinu leikfangi en mér þótti voða vænt um hjólið mitt.

Besti ilmurinn? Nýslegið gras.

Hvar og hvenær sástu núverandi maka þinn fyrst? Hvanneyri, Búfræðideild haust 2008.

Hvað varstu að hlusta á þegar þú fékkst bílprófið? Ætli það hafi ekki verið Paparnir!

Hvernig slakarðu á? Gönguferð upp í fjall og fara í reiðtúr á góðum hesti.

Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Hjördísi Ósk og Guðjóni Val. 

Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu?  Grænmetislest sem ég bý til þegar dóttirin á afmæli. 

Hættulegasta helgarnammið? Ís með marssósu.

Hvernig er eggið best? Steikt.

Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Óþolinmæði.

Uppáhalds málsháttur eða tilvitnun?  Velgengni er vinna, ekki gefast upp og safnaðu minningum frekar en hlutum.

Hver er elsta minningin sem þú átt? Þegar tófan sem við áttum fór í bæjarferð á Hvammstanga, við mismikla gleði bæjarbúa.

Þú vaknar einn morgunn í líkama frægrar manneskju og þarft að dúsa þar einn dag. Hver værirðu til í að vera og hvað myndirðu gera? Ég væri til í að vera Sigga Beinteins og halda tónleika. Er viss um að það sé frábær upplifun…. að geta sungið!!!

Hver er uppáhalds bókin þín og/eða rithöfundur? Thrive eftir Rob Kelly, vegna þess að hún hefur kennt mér svo mikið.

Orð eða frasi sem þú notar of mikið? Sko...

Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Hver er þessi Ingveldur Ása?

Framlenging:

Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... til Grikklands.

Bucket list spurningin: Nefndu eitthvað þrennt sem þér finnst þú mega til að gera áður en þú gefur upp öndina: Ferðast meira með fjölskyldunni, hlaupa Laugaveginn og ganga uppá Kilimanjaro.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir