Rabb-a-babb

Rabb-a-babb 223: Arnar Skúli

Nú er það Arnar Skúli Atlason sölu- og þjónusturáðgjafi hjá VÍS, barþjónn á Kaffi Krók, leiklýsandi á visir.is á heimaleikjum Tindastóls, skemmtikraftur og margt múligt maður sem ætlar að tækla Rabbið í þetta skiptið. Arnar Skúli er einn af þeim sem fær mann til að brosa bara af að horfa á hann, með einlægninni sinni. Arnar Skúli er fæddur árið 1991 á því ári var síðasti sjónvarpsþátturinn af Dallas sendur út og Borgarkringlan var opnuð við Kringluna. 
Meira

Rabb-a-babb 222: Friðrik Halldór

Nú er það Austur-Húnvetningurinn Friðrik Halldór Brynjólfsson sem svarar Rabbinu en hann býr á Blönduósi ásamt eiginkonunni, Nínu Hrefnu Lárusdóttur og eiga þau tvö börn, Aron Frey 5 ára og Maríu Birtu 2 ára. Friðrik er fæddur sumarið 1988 en þá voru New Sensation með INXS og Dirty Diana með Michael Jackson að gera það gott á vinsældalista Billboard en Rick Astley var á niðurleið með Together Forever.
Meira

Rabb-a-babb 221: Nesi Más

Nú er það Hannes Ingi Másson, körfuboltakappi og sölu- og þjónusturáðgjafi hjá VÍS, sem leggst í svæðisvörn með Rabbið. Hann gladdi nýverið stuðningsmenn Tindastóls með því að draga fram körfuboltaskóna á ný eftir að hafa leyft þeim að rykfalla sjálft meistaratímabilið. Nesi er fæddur á því herrans ári 1996 en vinsælustu bíómyndirnar það árið voru Independence Day, ský-strókaþrillerinn Twister og fyrsta myndin í Mission Impossible seríunni. Já og Ólafur Ragnar Grímsson var það ár kjörinn forseti Íslands.
Meira

Rabb-a-babb 220: Eva Guð

„Guðbjörg Eva Guðbjartsdóttir en alltaf kölluð Eva en Guð má fylgja með ef hann kýs svo,“ svarar Eva þegar hún er spurð að nafni. Hún býr á Skagaströnd „...eða paradís eins og margir kalla,“ segir hún. Eva er fædd árið 1986, rétt eftir að Wham! sungu sitt síðasta á Wembley í London, og er í sambúð með Jonna sínum, á tvo börn, fimm stjúpbörn og tvo skáömmudrengi.
Meira

Rabb-a-babb 219: Hrund á Sjávarborg

Hrund Jóhannsdóttir á Hvammstanga fékk það verðuga verkefni að svara Rabb-a-babbi í Feyki og hún var eldsnögg að tækla það. Hrund er fædd árið 1987 eða um það leyti sem Whitney Houston fór á toppinn með I Wanna Dance With Somebody og ein mesta orkuballaða sögunnar, Alone með Heart, var að gera það gott. Hrund er dóttir Jóhanns Albertssonar og Sigríðar Lárusdóttur og því alin upp í Vestur-Húnavatnssýslu. Hún er gift Gunnari Páli og saman eiga þau tvö börn, Heklu Sigríði 7 ára og Val Helga 3ja ára.
Meira

Rabb-a-babb 218: Pétur Ara

Nú er það Pétur Arason, sveitarstjóri Húnabyggðar, sem hleypir lesendum Feykis að sínum innsta kjarna og tekst á við Rabb-a-babbið. Pétur er fæddur á því herrans ári 1970, er giftur og á þrjú börn og tvö barnabörn að auki. Hann segist búa á Blönduósi – miðju alheimsins!
Meira

Rabb-a-babb 217: Liljana

Að þessu sinni er það Liljana Milenkoska sem svarar Rabbinu. Hún er fædd árið 1978, gift og b‡r að Mörk í Húnaþingi vestra. „Pabbi minn hét Vidan Milenkoski, mamma heitir Nadezda Milenkoska. Ég er alin upp í Makedóníu en mamma mín er búlgörsk/serbensk, pabbi var makedónskur,“ segir hún.
Meira

Rabb-a-babb 216: Árni á Hard Wok

Árni Björn Björnsson veitingamaður á Hard Wok Café svarar Rabb-a-babbi númer 216. Árni er af 68 kynslóðinni, það er að segja þessari sem fæddist 1968. „Made in New York, fæddur í Kópavogi, uppalinn í Grindavík,“ segir hann léttur en foreldrar Árna eru Björn Haraldsson og Guðný J. Hallgrímsdóttir.
Meira

Rabb-a-babb 215: Erla Jóns

Erla Jónsdóttir svaraði Rabb-a-babbi í 4. tölublaði Feykis 2023. Hún er fædd 1974, gift Jóhanni Inga Ásgeirssyni og saman eiga þau tvö börn; Freyju Dís 19 ára og Loga Hrannar 14 ára. Fjölskyldan býr í Kambakoti í Skagabyggð en Erla er aðflutt, ólst upp á Álftanesi á Mýrum þar til hún var 14 ára en þá flutti fjölskyldan á Akranes. Erla vasast í einu og öðru en hún er framkvæmdastjóri Lausnamiða ehf., oddviti Skagabyggðar, stjórnarformaður Stapa lífeyrissjóðs og fleira.
Meira

Rabb-a-babb 214: Jóki

Nafn: Jóhannes Björn Þorleifsson. Búseta: 560 Varmahlíð. Hvað er í deiglunni: Andlegur undirbúningur fyrir Jólamót Molduxa 2022. Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Þegar Bjarni heitinn meðhjálpari á Sunnuhvoli sat á fremsta bekk og reyndi að taka okkur fermingarbörnin á taugum með ýmsum geiflum og glotti.
Meira