Rabb-a-babb 176: Gummi Sveins
Nafn: Guðmundur Sveinsson.
Árgangur: 1960.
Fjölskylduhagir: Giftur Auði Steingrímsdóttur og við eigum Svein, Önnu Lóu og Svölu.
Búseta: Sauðárkrókur.
Hverra manna ertu og hvar upp alinn: Sonur Sveins Guðmundssonar hrossaræktanda og Ragnhildar G. Óskarsdóttur listakonu. Alinn upp á Króknum undir nöfunum.
Starf / nám: Kjötiðnaðarmeistari, hrossaræktandi og sjómaður.
Hvað er í deiglunni: Vinna.
Hvernig nemandi varstu? Misjafn.
Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Plötuspilarinn sem ég fékk í fermingargjöf frá mömmu og pabba.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Bóndi.
Hvert var uppáhalds leikfangið þitt þegar þú varst krakki? Prikhestur.
Besti ilmurinn? Góð sjávarlykt og lykt af íslensku birki eftir rigningu.
Hvar og hvenær sástu núverandi maka þinn fyrst? Bifröst.
Hvað varstu að hlusta á þegar þú fékkst bílprófið? Led Zeppelin.
Hvernig slakarðu á? Í sveitinni.
Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Íþróttum.
Besta bíómyndin? Deer Hunter, vel leikin og áhrifarík mynd.
Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Michael Jordan.
Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Ryksuga.
Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Rjúpurnar á jólunum.
Hættulegasta helgarnammið? Lakkrís.
Hvernig er eggið best? Linsoðið
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Leti.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Leti.
Uppáhalds málsháttur eða tilvitnun? Heima er best.
Hver er elsta minningin sem þú átt? Minningar um hesta.
Þú vaknar einn morgunn í líkama frægrar manneskju og þarft að dúsa þar einn dag. Hver værirðu til í að vera og hvað myndirðu gera? Donald Trump, ég myndi gera allt vitnlaust.
Hvaða þremur persónum vildirðu bjóða í draumakvöldverð? Börnunum mínum, ávísun á skemmtilegt kvöld.
Ef þú gætir farið til baka í tímann, hvert færirðu? Ég myndi eyða einum degi á Furðuströndum með Jóni Ósmann frænda mínum, það yrði eflaust forvitnilegur dagur.
Framlenging:
Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu...í sólina á Tenerife.
Bucket list spurningin: Nefndu eitthvað þrennt sem þér finnst þú mega til að gera áður en þú gefur upp öndina: Fara á Old Traffort, NBA leik og fara í fallhlífarstökk.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.