Rabb-a-babb 181: Alexandra sveitarstjóri
Nafn: Alexandra Jóhannesdóttir.
Árgangur: 1988.
Fjölskylduhagir: Einhleyp.
Búseta: Sveitarfélagið Skagaströnd.
Starf / nám: Sveitarstjóri á Skagaströnd / Lögfræðingur.
Hvað er í deiglunni: Allt of margt.
Rabbið:
Hvernig nemandi varstu? Stressaður.
Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Ég söng í fermingunni sem gekk hálf illa af því að oblátan festist í hálsinum á mér, sat þar föst. Hef átt betri daga.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Tónlistarmaður.
Hvert var uppáhalds leikfangið þitt þegar þú varst krakki? Man það ekki – var alltaf úti að leika mér.
Besti ilmurinn? Nýþvegið hár og heimalöguð marinarasósa frá grunni (ekki á sama tíma).
Hvað varstu að hlusta á þegar þú fékkst bílprófið? Mjög líklega Gullbylgjuna.
Hvernig slakarðu á? Fer í göngutúr með voffann minn og svo sjóðheita sturtu eftir á.
Besta bíómyndin? Gladiator einhverra hluta vegna. Tónlistin virkilega góð
Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Ég bý ein þannig ég geri allt best þangað til stóra systir mín kemur í heimsókn og sýnir mér hvernig á að gera hlutina.
Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Sósur í öllum birtingarmyndum.
Hættulegasta helgarnammið? Kók og súkkulaði
Hvernig er eggið best? Spælt með stökkum brúnum. Ég þoli ekki eggjahræru (ekki að það hafi verið spurt um það).
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Ég er mjög óþolinmóð og óhandlagin sem fer illa saman. Enda get ég aldrei hengt neitt upp eða lagað á heimilinu nema eyðileggja eitthvað í leiðinni.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Níska, ókurteisi og óheiðarleiki.
Uppáhalds málsháttur eða tilvitnun? Þetta reddast.
Þú vaknar einn morgunn í líkama frægrar manneskju og þarft að dúsa þar einn dag. Hver værirðu til í að vera og hvað myndirðu gera? Chris Martin og ég væri vonandi í miðju tónleikaferðalagi.
Orð eða frasi sem þú notar of mikið? Þetta er galið.
Hvaða þremur persónum vildirðu bjóða í draumakvöldverð? Ég sakna systra minna mjög mikið þar sem við búum langt í burtu frá hver annarri svo þær fengju boðið.
Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Úps.
Framlenging:
Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... til Nýja Sjálands. Á mikið af góðum vinum þar sem væri gaman að sækja heim.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.