Rabb-a-babb

Rabb-a-babb 203: Sara Ólafs

Nafn: Sara Ólafsdóttir. Hverra manna ertu og hvar upp alin: Ég er dóttir Óla Stebba og Huldu Einars á Reykjum. Er alin upp þar á bæ í hressilegu hrútfirsku sveitalofti. Hver er elsta minningin sem þú átt? Ein af mínum elstu minningum er þegar ég vaknaði um miðja nótt í stofunni heima eftir að hafa grenjað mig, ömmu og afa í svefn. Ástæðan var sú að ég fékk ekki að fara með foreldrum mínum á þorrablót. Þarna hef ég verið u.þ.b. 4 ára. Hættulegasta helgarnammið? Gott súkkulaði og rauðvín.
Meira

Rabb-a-babb 202: Karólína í Hvammshlíð

Nafn: Karólína Elísabetardóttir. Fjölskylduhagir: Hundarnir Baugur og Kappi, í kringum 60 kindur og þrír hestar. Hvað er í deiglunni: Næsta dagatal. Og riðurannsóknin mikla: að finna vonandi nýjar verndandi arfgerðir varðandi næmi fyrir riðusmiti til að útrýma vonandi þennan vágest án þess að skera bara endalaust niður! Og koma svo ostagerðinni af stað þegar leyfið verður loksins komið – sem virðist alveg á síðustu metrunum. Hvernig er eggið best? Ef framleiðandi (fuglinn) var búinn að vappa um úti –alveg sama hvort um hænu, grágæs eða hettumáf er að ræða.
Meira

Rabb-a-babb 201: Gunnar Birgis

Nafn: Gunnar Birgisson. Hverra manna ertu og hvar upp alinn: Þorgerður Sævarsdóttir og Birgir Gunnarsson eru foreldrar mínir, alinn upp í Hólatúninu á Sauðárkróki. Þvílík gata! Starf / nám: Starfa sem íþróttafréttamaður hjá RÚV og knattspyrnuþjálfari hjá Breiðabliki. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Það breyttist nokkurn veginn dag frá degi. En gjarnan þegar ég og Sævar bróðir vorum að keppa í hinum ýmsu greinum í Hólatúninu átti ég það til að lýsa þar til ég hætti eða varð of tapsár, þannig ætli það hafi ekki legið beinast við að ég kæmi til með að starfa við íþróttaumfjöllun einn daginn.
Meira

Rabb-a-babb 200: Guðbjörg Óskars

Nafn: Guðbjörg Óskarsdóttir. Hverra manna ertu og hvar upp alin/n: Faðir minn hét Óskar Stefán Óskarsson og var slökkviðliðsstjóri á Sauðárkróki, móðir mín heitir Olga Alexandersdóttir. Fyrstu níu árin bjó ég í Innri-Njarðvík en hef búið á Sauðárkróki frá þeim tíma. Starf / nám: Sérfræðingur á Fyrirtækjasviði hjá Byggðastofnun. Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Sonum mínum, hefði aldrei trúað því að ég myndi hafa gaman að því að horfa á fótbolta þar til börnin mín fóru að stunda þá íþrótt. Hvaða þremur persónum vildirðu bjóða í draumakvöldverð? 
Stelpukvöld með Rachel, Monicu og Phoebe (allar í karakter) hljómar vel.
Meira

Rabb-a-babb 199: Maggi Jóns

Nafn: Magnús Jónsson. Hverra manna ertu og hvar upp alin/n: Ég er Skagfirðingur í báða ættleggi, ólst upp víða. Best var í sveitinni í Geitagerði hjá afa og ömmu. Hvað er í deiglunni: Að flytja með fjölskyldunni á Krókinn. Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Rauða slaufan og hvítu jakkafötin, fermdist í Danaveldi og það er aðeins öðruvísi en á klakanum. Þú vaknar einn morgun í líkama frægrar manneskju og þarft að dúsa þar einn dag. Hver værirðu til í að vera og hvað myndirðu gera? John Daly, fara í asnalegar buxur, fá sér viskí og sígó og slá samt yfir 300 metra í upphafshöggi.
Meira

Rabb-a-babb 198: Arnrún Bára

Nafn: Arnrún Bára Finnsdóttir. Fjölskylduhagir: Gift Kristjáni Blöndal og saman eigum við tvær dætur. Hverra manna ertu og hvar upp alin: Foreldrar mínir eru Finnur Kristinsson & Guðbjörg Ólafsdóttir. Ég er uppalin á Skagaströnd. Starf / nám: Hársnyrtimeistari, sveitarstjórnarfulltrúi / B.Ed í Grunnskólakennslufræðum. Hvert var uppáhalds leikfangið þitt þegar þú varst krakki? Hjólaskautar, hjól, skíði og allt sem að tengdist útivist og hreyfingu. Hvernig slakarðu á? Í sumarbústað, í heitum potti eða í góðum göngutúr. Annars þarf ég að fara að æfa mig betur í því að slaka á.
Meira

Rabb-a-babb 197: Lilja Hauks

Nafn: Hugrún Lilja Hauksdóttir. Hverra manna ertu og hvar upp alin: Ég er yngsta dóttir Hauks og Línu á Deplum. Ég ólst upp í fallegri Stíflunni og mun ávallt búa að því. Starf / nám: Margmiðlunarhönnuður & ljósmyndari í markaðsgeiranum. Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Ég fermdist 1. maí í Knappstaðakirkju og var eina fermingarbarnið í dalnum. Þann fallega vormorgun vöknuðu Fljótamenn við nýfallin snjó og var frekar napurt í óupphitraði kirkjunni svo spóaleggirnir í skrjáfþunnum fermingarkjólnum skulfu alla athöfnina. Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Ég bý til alveg hreint framúrskarandi Lasagne.
Meira

Rabb-a-babb 196: Ragnhildur lögga

Nafn: Ragnhildur Haraldsdóttir. Starf / nám: Starfa hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, nánar tiltekið á Blönduósi. Er hestafræðingur og leiðbeinandi frá Háskólanum á Hólum, eins hef ég lokið BA gráðu í lögreglu- og löggæslufræðum við Háskólann á Akureyri. Upp á síðkastið hef ég verið að dunda mér í meistaranámi í lögfræði sem ég ætla að reyna að taka í einhverjum skömmtum. Svo, ef starf eða áhugamál má kalla, þá er ég í sveitarstjórn sem er ótrúlega lærdómsríkt og skemmtilegt en þó lúmskt tímafrekt. Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Þessi spurning var borin undir fjölskyldumeðlimi og vakti titillinn Margan hef ég skammað mesta kátínu og fékk flest stig. :o)
Meira

Rabb-a-babb 195: Brynhildur Þöll

Nafn: Brynhildur Þöll Steinarsdóttir. Fjölskylduhagir: Er í sambúð með Jakobi Loga Gunnarssyni og saman eigum við tvær dásamlegar dætur. Hana Sólveigu Diljá sem er 4 ára og Dagnýju Silfá sem er 1 árs. Hverra manna ertu og hvar upp alin: Ég er dóttir Steinars frá Hólakoti á Reykjarströnd og Efemíu sem er frá Fjósum í Svartárdal. Búseta: Við erum nýflutt frá Danmörku þar sem við bjuggum í átta ár en núna búum við á Efri-Vindheimum í Hörgársveit. Besti ilmurinn? Kaffiilmurinn og jú líka ilmurinn þegar ég geng inn heima hjá mömmu og pabba og það er lambalæri í ofninum. Lærið er bara alltaf best hjá mömmu.
Meira

Rabb-a-babb 194: Magdalena

Nafn: Magdalena Margrét Einarsdóttir. Hverra manna ertu og hvar upp alin/n: Foreldrar mínir eru Einar Svavarsson og Sigríður Hermannsdóttir á Hjallalandi í Vatnsdal og þar er ég alin upp. Starf / nám: Ég er bóndi og grunnskólakennari í Húnavallaskóla. Í vetur stunda ég diplómanám frá HÍ, íslenska sem annað tungumál og lýk ég náminu nú í vor. Besti ilmurinn? Ilmurinn af rjúpunum á jólunum. Hvaða þremur persónum vildirðu bjóða í draumakvöldverð? Eiginmanni mínum og börnunum tveimur vegna þess að þau standa mér næst. En ég gæti ekki skilið foreldra mína útundan því þau hafa alltaf staðið við bakið á mér og mínum.
Meira