Rabb-a-babb 203: Sara Ólafs
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla, Rabb-a-babb
13.10.2021
kl. 11.10
Nafn: Sara Ólafsdóttir. Hverra manna ertu og hvar upp alin: Ég er dóttir Óla Stebba og Huldu Einars á Reykjum. Er alin upp þar á bæ í hressilegu hrútfirsku sveitalofti. Hver er elsta minningin sem þú átt? Ein af mínum elstu minningum er þegar ég vaknaði um miðja nótt í stofunni heima eftir að hafa grenjað mig, ömmu og afa í svefn. Ástæðan var sú að ég fékk ekki að fara með foreldrum mínum á þorrablót. Þarna hef ég verið u.þ.b. 4 ára. Hættulegasta helgarnammið? Gott súkkulaði og rauðvín.
Meira