Matgæðingar

Gómsætt fyrir gangnamenn - Ekta íslensk kjötsúpa og rúgbrauð

Á haustdögum þegar göngur og réttir eru í aðalhlutverki er fátt betra en sjóðheitar og saðsamar súpur. Þar er íslenska kjötsúpan í öndvegi. Feykir gerði óformlega og óvísindalega rannsókn á því hver væri hin eina sanna íslenska kjötsúpa. Skemmst er frá að segja að hún er vandfundin, enda er það með kjötsúpu eins og góða kjaftasögu að hún breytist í meðförum manna. Því var ákveðið að láta gilda uppskrift sem gerð er opinber á vefsíðunni lambakjöt.is.
Meira

Mormorssúpa og kókosbolludesert

„Ekki aðeins erum við nýbakaðir foreldrar, heldur nú einnig matgæðingar Feykis, það gerist ekki meira fullorðins! Ákváðum að deila með lesendum tveimur fljótlegum og einföldum uppskriftum, annars vegar Mormorssúpu og hins vegar kókosbolludesert. Þægilegt á þessum annasama en skemmtilega tíma árs,“ sögðu Elísabet Sif Gísladóttir og Hlynur Rafn Rafnsson á Hvammstanga sem voru matgæðingar í 33. tbl. Feykis árið 2016.
Meira

Ofnbakaður þorskur með pistasíum og ís í ætri skál

„Aðalrétturinn er í boði Eldhússagna (eldhussogur.com) og er þetta einn besti fiskréttur sem við höfum bragðað. Ekki skemmir heldur fyrir að auðvelt er að slá um fyrir sér og setja matinn á disk og bera fram þannig að líti út eins og meistarakokkar hafi framreitt hann,“ sögðu matgæðingar 32. tbl. Feykis 2016, þau María Eymundsdóttir og Pálmi Jónsson á Sauðárkróki.
Meira

Íslensk kjötsúpa og frönsk súkkulaðikaka

„Okkur hjónunum þykir mjög skemmtilegt að bjóða í mat og er það yfirleitt karlpeningurinn sem eldar á þessum bæ,“ segja margæðingar vikunnar í 31. tbl. Feykis 2016, þau Birkir Þór Þorbjörnsson og Elísabet Eir Steinbjörnsdóttir á Hvammstanga. Þau buðu upp á uppskriftir af íslenskri kjötsúpu og franskri súkkulaðiköku.
Meira

Góður matur fyrir göngugarpa II

Þessi þáttur birtist áður í 30. tbl. Feykis 2016 en Kristín S. Einarsdóttir, umsjónarmaður matarþáttar Feykis, var í miklu göngustuði þetta sumar og hér birtist annar þáttur hennar frá þeim tíma þar sem hún tók saman uppskriftir að góðum mat fyrir göngugarpa. "Eins og ég gat um í matarþætti á dögunum eyði ég sumarfrísdögunum gjarnan í gönguferðum. Líkt og það er mikilvægt að velja staðgóðan morgunverð í slíkum ferðum er fátt notalegra en að snæða góðan kvöldverð að dagleið lokinni. Meðfylgjandi uppskriftir eru af góðum réttum sem bornir hafa verið á borð í slíkum ferðum, þar sem kokkurinn er ekki síður mikilvægur en leiðsögumaðurinn og gönguskórnir," sagði Kristín.
Meira

Óveðurskjúklingur og súkkulaðikaka með ganache kremi.

"Ég er nýkomin frá London þar sem ég var í Knightbrigde PME school of cake decorating. Þar útskrifaðist ég með diplomu í „Sugarpaste module.“ Þar sem áhugi minn liggur aðallega í kökuskreytingum vil ég bjóða uppá uppskrift að einföldu „sugarpaste“ sem hægt er að búa til heima og nota í skreytingar," sagði matgæðingur vikunnar, Anna Magnea Valdimarsdóttir á Skagaströnd, í 27. tölublaði Feykis árið 2013 sem bauð einnig upp á uppskrift að kjúklingarétti.
Meira

Fimm laga lostæti og girnileg ávaxtakaka í eftirrétt

Guðríður M. Stefánsdóttir eða Stella Stefáns, var matgæðingur vikunnar í 29. tbl Feykis 2016. Stella kemur frá Glæsibæ í Staðahreppi en býr ásamt eigimanni sínum, Jóni Björgvini Sigvaldasyni, á Sauðárkróki. Býður hún lesendum upp á gómsætan fiskrétt, gróft snittubrauð með sjávarsalti sem meðlæti og girnilega ávaxtaköku sem eftirrétt.
Meira

Sumarið er tíminn til að grilla eitthvað gott

„Okkur finnst gaman í eldhúsinu, Addi eldar mest allt þegar hann er heima en Guðrún bakar. Skemmtilegt er að skoða nýjar uppskriftir og útfæra svo eins og okkur finnst best. Á sumrin er mikið grillað og maturinn oft í einfaldari kantinum. Við ætlum ekki að vera með uppskrift að eftirrétti þar sem á sumrin er það yfirleitt búðarkeyptur íspinni sem verður fyrir valinu. Aðalrétturinn sem við ætlum að bjóða upp á er upphaflega byggður á misskilningi okkar hjóna, ég taldi mig vera að hafa til salat i kjúklingasalat og að Addi væri að grilla kjúkling í það, hann var hins vegar að grilla pylsur. Þannig varð til pylsusalat,“ sagði Guðrún Elsa Helgadóttir, kennari við Höfðaskóla á Skagaströnd en hún og maður hennar, Arnar Ólafur Viggósson, háseti á Arnari HU1 voru matgæðingar vikunnar í 28. tbl. ársins 2016.
Meira

Gott nesti fyrir göngugarpa

„Sumarfrísdögum eyði ég gjarnan í gönguferðum og þá er mikilvægt að velja morgunverð og nesti sem stendur vel með manni," sagði Kristín S. Einarsdóttir sem sá um Matgæðinga Feykis í 27. tbl. ársins 2016. Kristín bætti við: „Í síðustu viku gekk ég með góðum hóp kvenna í Fljótunum. Við erum svo heppnar að í hópnum er matargæðingur af Guðs náð, Guðríður Skagfjörð Sigurðardóttir. Ég ætla deila hér með lesendum saðsömum samlokum og matarmiklum múffum sem hún bauð okkur upp á."
Meira

Grillaður humar í skel og uppáhalds gúllassúpan

„Eitt skal taka fram, við erum súpufólk. Súpur eru algjör snilld, sérstaklega þegar þær eru heimagerðar. Við eldum oft stóra skammta af súpum og geymum svo í frysti, því það er svo afskaplega þægilegt að geta bara kippt upp einni dollu af súpu og hitað upp, það sparar okkur bæði tíma og uppvask á pottum, þetta er eiginlega bara svona „win win situation“, eins og maður segir á góðri íslensku,“ sögðu Herdís Harðardóttir og Ævar Marteinsson á Hvammstanga sem voru matgæðingar í 26. tbl. FEykis árið 2016.
Meira