Matgæðingar

Reyktur lax í forrétt og grillaðar kjúklingabringur með kartöflumús.

„Hér kemur uppskriftin okkar Eiríks sem við elskum, svo einföld og fljótleg,“ segir Jóhanna Sigurjónsdóttir en hún og Eiríkur Lýðsson frá Skagaströnd voru matgæðingar vikunnar í 26. tbl. Feykis 2015.
Meira

Lummur, lummur og fleiri lummur

Þar sem Lummudagar verða í Skagafirði um helgina er tilvalið að rifja upp nokkrar lummuuppskriftir sem birtust í Feyki fyrir tveimur árum síðan.
Meira

Japanskur kjúklingaréttur og Súkkulaði-karamelludraumur

„Við kjósum að hafa eldamennskuna fljótlega og þægilega og deilum því með lesendum þessum bráðgóðu og einföldu uppskriftum,“ segja matgæðingarnir í 7. tölublaði Feykis árið 2015, þau Hjálmar Björn Guðmundsson og Ingibjörg Signý Aadnegard, á Blönduósi.
Meira

Hunangs- og sojagljáður kjúklingur og sænsk Kladdkaka

Matgæðingar vikunnar í 23. tölublaði Feykis 2015 voru Sæunn Vigdís Sigvaldadóttir og Brynjar Már Eðvaldsson. Þau buðu lesendum upp á girnilegar uppskriftir af Bruschetta í forrétt, hunangs- og sojagljáðan kjúkling og sænska Kladdköku með karamellukremi í eftirrétt.
Meira

Uppáhalds uppskriftir fjölskyldunnar

Það voru þau Jensína Lýðsdóttir og Bjarni Ottósson á Skagaströnd sem leyfðu lesendum að fá innsýn í uppáhaldsuppskriftirnar sínar í 22. tölublaði Feykis árið 2015. „Uppskriftirnar eru úr öllum áttum en eiga það sameiginlegt að vera í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni. Það eru engin jól nema hafa humarsúpuna á borðum. Og heiti rétturinn er eiginlega eini heiti rétturinn sem er gerður á heimilinu þessa stundina,“ sögðu sælkerarnir Jensína og Bjarni
Meira

Lambahryggur með kryddhjúp og Hindberjagums

Dagný Stefánsdóttir og Róbert Logi Jóhannsson á Laugamýri í Skagafirði voru matgæðingar vikunnar í 20. tölublaði Feykis árið 2015. Þau buðu lesendum upp á girnilegar uppskriftir af lambahrygg með kryddhjúp og Hindberjagumsi í eftirrétt, væntanlega meira og minna úr eigin framleiðslu. „Ég kann ekkert á skammta ég dassa alltaf þannig að þetta er bara einhvern veginn svona,“ segir Dagný.
Meira

Lax með mango chutney og bananaís

„Í sama tölublaði og ég lýsti því yfir að ég væri lélegur kokkur fengum við áskorun frá vinafólki okkar Þóreyju Eddu og Gumma að vera næstu matgæðingar í Feyki. Þessar uppskriftir eru tileinkaðar þeim sem eru í sama formi og ég í eldhúsinu þar sem lykilorðið er „einfalt“,“ segir Rakel Runólfsdóttir en hún og Jóhannes Kári Bragason voru matgæðingar vikunnar í 19. tölublaði Feykis árið 2015.
Meira

Segjum matarsóun stríð á hendur!

Það var Kristín S. Einarsdóttir sem tók til í ísskápnum og leyfði lesendum Feykis að fylgjast með í 18. tölublaði Feykis 2015: Mikið er rætt um matarsóun þessa dagana og víst er að á heimilum landsmanna og í verslunum er miklum verðmætum kastað á glæ í formi matar sem rennur út eða skemmist. Þetta verður nokkuð áþreifanlegt hjá þeim sem flokka rusl, því þá sést best að lífræni úrgangurinn getur skipt kílóum í viku hverri.
Meira

Kjúklingabringur með ýmsu gúmmelaði og marengsbomba á eftir

„Okkur langar til að deila með ykkur uppskriftum sem sem vekja ávallt kátínu á okkar heimili,“ sögðu þau Halla Gísladóttir og Jón Guðmann Jakobsson frá Blönduósi sem voru sælkerar vikunnar í 17. tölublaði Feykis á því herrans ári 2015.
Meira

Feykigott á grillið

Sumardagurinn fyrsti er nú liðinn og góða veðrið rétt handan við hornið. Þá er rétt að rifja upp þrjár uppskriftir að óviðjafnanlegum kryddlegi sem birtust í 16. tölublaði Feykis 2015 og óhætt er að mæla með. Það er ekkert sem jafnast á við góðan grillmat til að gæða sér á á fallegu sumarkvöldi.
Meira