Að elda handahófskennt
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Í matinn er þetta helst
07.04.2018
kl. 10.11
„Oft er gott að prófa sig áfram með eitthvað nýtt án þess að fylgja uppskrift, og er svoleiðis tilraunamennska oft stunduð hér á bæ. Svoleiðis tilraunamennska er einnig mjög hentug til þess að nýta afganga og mat sem er á síðasta snúning, eða á það til að gleymast aftast inn í ísskáp. Hafa skal þó í huga að sumar tilraunir mistakast og maður þarf að sætta sig við það að ágætis hluti afrakstursins getur orðið frekar ósmekklegur,“ sögðu Jóhannes G. Þorsteinsson og Arnfríður Hanna Hreinsdóttir á Kollafossi í Miðfirði en þau voru matgæðingar 15. tölublaðs Feykis 2016.
Meira