Íslensk kjötsúpa og frönsk súkkulaðikaka

Matgæðingarnir Birkir Þór og Elísabet Eir.
Matgæðingarnir Birkir Þór og Elísabet Eir.

„Okkur hjónunum þykir mjög skemmtilegt að bjóða í mat og er það yfirleitt karlpeningurinn sem eldar á þessum bæ,“ segja margæðingar vikunnar í 31. tbl. Feykis 2016, þau Birkir Þór Þorbjörnsson og Elísabet Eir Steinbjörnsdóttir á Hvammstanga. Þau buðu upp á uppskriftir af íslenskri kjötsúpu og franskri súkkulaðiköku. 

Aðalréttur
Íslensk kjötsúpa 

2 lítrar íslenskt vatn (hverjum dytti svo sem í hug að nota eitthvað annað?)
1 msk salt
¼ tsk pipar
2 tengingar kjötkraftur
1300 g súpukjöt 

Aðferð:
Sett í rúmgóðan pott og soðið í hálftíma. Þá er bætt í

300 g rófubitar
u.þ.b. 450 g kartöflur í bitum
3 gulrætur í sneiðum 
½ grófsaxaður laukur
3 msk hrísgrjón
slatti af súpujurtum.

All sett út í og leyft að malla, því lengur því betra.

 

Eftirréttur
Frönsk súkkulaðikaka 

Botn:
200 g sykur
4 egg
200 g suðusúkkulaði
200 g smjör
1 dl hveiti 

Aðferð:
Hitið ofninn í 180° (blástur). Þeytið sykur og egg saman þar til blandan verður létt og ljós. Bræðið saman smjör og súkkulaði við vægan hita. Blandið hveiti saman við eggjablönduna. Bætið súkkulaðiblöndunni varlega saman við í lokin. Smyrjið bökunarform og hellið deiginu í. Bakið í 30 mínútur. 

Pipp krem:
150 g pipp súkkulaði, karamellu eða piparmintu (Pipp súkkulaðið heitir líklega Síríus pralín núna)
70 g smjör
2 msk sýróp 

Súkkulaði og smjör brætt saman við vægan hita. Ath! Brennur mjög auðveldlega. Hrærið vel í sósunni og bætið sýrópinu saman við í lokin.

 Verði ykkur að góðu! 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir