BBQ kjúlli og Rice Crispies
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Í matinn er þetta helst
20.07.2019
kl. 11.23
Róar Örn Hjaltason og Þuríður Valdimarsdóttir voru matgæðingar vikunnar í 27. tbl Feykis 2017. Þau búa á bænum Hamraborg í Hegranesi sem þau keyptu sumarið áður þegar þau fluttu heim frá Noregi. Róar er uppalinn á Sauðárkróki og Þuríður er frá bænum Helguhvammi á Vatnsnesi. Hún er sjúkraliði og vinnur á Dvalarheimilinu á Sauðárkróki og Róar er vélvirki og vinnur á Vélaverkstæði KS. Þau gáfu okkur sýnishorn af uppáhaldsuppskriftunum sínum; skötusel sem er mjög góður sem forréttur, BBQ kjúklingi og Rice Crispies. „Annars á ég mjög erfitt með að fylgja einni uppskrift, ég þarf alltaf að bæta þær eitthvað eða skella tveimur til þremur uppskriftum saman svo ég á ekki margar uppskriftir,“ segir Þuríður.
Meira