Sumarið er tíminn til að grilla eitthvað gott
„Okkur finnst gaman í eldhúsinu, Addi eldar mest allt þegar hann er heima en Guðrún bakar. Skemmtilegt er að skoða nýjar uppskriftir og útfæra svo eins og okkur finnst best. Á sumrin er mikið grillað og maturinn oft í einfaldari kantinum. Við ætlum ekki að vera með uppskrift að eftirrétti þar sem á sumrin er það yfirleitt búðarkeyptur íspinni sem verður fyrir valinu. Aðalrétturinn sem við ætlum að bjóða upp á er upphaflega byggður á misskilningi okkar hjóna, ég taldi mig vera að hafa til salat i kjúklingasalat og að Addi væri að grilla kjúkling í það, hann var hins vegar að grilla pylsur. Þannig varð til pylsusalat,“ sagði Guðrún Elsa Helgadóttir, kennari við Höfðaskóla á Skagaströnd en hún og maður hennar, Arnar Ólafur Viggósson, háseti á Arnari HU1 voru matgæðingar vikunnar í 28. tbl. ársins 2016.
FORRÉTTUR
Steinlausar mjúkar döðlur.
Hráskinka vafin utan um hverja döðlu fyrir sig og fest með tannstöngli.
Grillað á frekar háum hita í nokkrar mínútur.
AÐALRÉTTUR
Pylsusalat
1 poki hefðbundin salatblanda
Lambhagasalat 2 - 3 lúkur, brytjað eða rifið gróft
1 lúka spínat
- blandað saman í t.d.eldfast form eða víða grunna skál
2 tsk ólífuolía
½ tsk sjávarsalt
- sett yfir salatið og blandað vel
4 grillpylsur
4 bratwurst
4 pólskar pylsur
4 ostafylltar pylsur
5 SS pylsur
2 bulsur
- pylsurnar grillaðar, brytjaðar smátt og sett út á salatið.
Borið fram með sósu að eigin vali
Meðlæti:
1 stór sæt kartafla, höfð á grillinu í 1 klst, snúið eftir hálftíma.
Þegar hún er tilbúin þá er hún opnuð með hníf langsöm og skafið innan úr híðinu með skeið, gott er að setja fetaost yfir sætuna
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.